Frétt

bb.is | 29.10.2004 | 15:50Skeljungur og Olís skiptu með sér viðskiptum á Ísafirði

Birgðastöð olíufélaganna við Suðurgötu.
Birgðastöð olíufélaganna við Suðurgötu.
Í skýrslu Samkeppnisráðs um meint samráð olíufélaganna kemur fram að Skeljungur og Olís hafi skipt með sér viðskiptum á Ísafirði í gegnum umboðsfyrirtæki sitt Olíufélag útvegsmanna á Ísafirði. Auk samráðs um skiptingu viðskipta telur samkeppnisráð að félögin hafi haft samráð um afslátt á olíusölu til Orkubús Vestfjarða í kjölfar náttúruhamfaranna í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Í skýrslunni segir meðal annars: „Gögn málsins sýna að Olís og Skeljungur hafa haft með sér markaðsskiptingu á Ísafirði. Fram til ársins 1997 var fyrirkomulagið með þeim hætti að allri sölu á staðnum var skipt til helminga en síðan var stórum viðskiptavinum skipt upp á milli félaganna en sölu til smærri aðila var áfram skipt til helminga. Verður nú gerð grein fyrir gögnum sem styðja þetta.“

Tekist á um Gylli ÍS

„Á Ísafirði hefur Olíufélag útvegsmanna (OÚ) verið sameiginlegur umboðsaðili Skeljungs og Olís. Í fundargerð framkvæmdastjórnar Skeljungs frá 11. janúar 1993 er bókað að OÚ hafi annast olíuafgreiðslu til togarans Gyllis frá Flateyri. Síðan er bókað að ræða ætti við Olís „um söluskiptingu á staðnum“.

Í fundargerð framkvæmdastjórnar Skeljungs frá 26. október 1993 segir að ræða þyrfti við fulltrúa Olís um framtíðarstefnu hvað varðar söluskiptingu og samstarf félaganna á Ísafirði. Í málinu er einnig að finna minnisblað forstjóra Skeljungs til formanns og varaformanns stjórnar fyrirtækisins. Minnisblaðið er frá desember 1995 og í því er gerð grein fyrir hugsanlegum breytingum á eignarhaldi OÚ og sérstaklega tekið fram að „hingað til hafi allri sölu þar á svartolíu og gasolíu verið skipt að jöfnu milli Olís og Skeljungs.“

Afsláttur vegna náttúruhamfara

Þann 5. janúar 1996 er bókað í fundargerð hjá Skeljungi að Orkubú Vestfjarða hafði óskað eftir afslætti vegna viðskipta á árinu 1995 sem hefðu verið margföld vegna náttúruhamfaranna í Súðavík og Flateyri. Fram kemur að framkvæmdastjóri markaðssviðs stórviðskipta myndi gera tillögu til Olís um afslátt til Orkubúsins „þar sem Olís hefur helming viðskipta á Ísafirði“.

Þann 15. febrúar 1996 sendi framkvæmdastjórinn hjá Skeljungi bréf til framkvæmdastjóra markaðssviðs smásölu hjá Olís og gerði grein fyrir beiðni Orkubúsins um afslátt vegna náttúruhamfaranna í Súðavík og á Flateyri. Gerði framkvæmdastjórinn tillögu um tiltekinn afslátt sem „Olís og Skeljungur hf. skipta með sér að jöfnu í takt við skiptingu viðskipta ...“

Viðræður um nýja markaðsskiptingu á Ísafirði

„Í lok árs 1996 og á árinu 1997 áttu sér stað viðræður milli Olís og Skeljungs um nýja markaðsskiptingu. OÚ kom einnig að þeirri umræðu. Greint er frá þessu í tölvupósti sem ritari forstjóra Olís sendi fyrir hans hönd til m.a. framkvæmdastjóra markaðssviða smásölu og stórnotenda hjá félaginu. Þar segir m.a. þetta: Í samráði við Skeljung og Olíufélag útvegsmanna á Ísafirði hefur verið ákveðið að skipta upp viðskiptum félaganna á Ísafirði þannig að Olís og Skeljungur geri beina samninga um viðskiptakjör við stærri notendur á svæðinu. Ekki er endanlega ákveðið hvernig skiptum verður háttað þar sem m.a. er beðið eftir niðurstöðu hugsanlegrar sameiningar Hrannar og Samherja. Þó hefur þegar verið ákveðið að Olís þjónusti Gunnvöru hf. með Júlíus Geirmundsson ÍS og Framnes ÍS, ...“

„Hjá Olís fundust gögn frá OÚ sem dagsett eru í október og nóvember 1996. Þar komu fram hugmyndir um skiptingu stórra viðskiptavina á Ísafirði milli Olís og Skeljungs. Í einu gagninu er t.d. við það miðað að Orkubú Vestfjarða og Íshúsfélag Vestfirðinga (á sennilega að vera Íshúsfélag Ísfirðinga. Innsk. bb.is) verði í viðskiptum við Olís og í öðru gagni er lagt til að þessir aðilar verði hjá Skeljungi.

Tengjast þessi skjöl framangreindri markaðsskiptingu. Þann 7. janúar 1997 sendi Skeljungur tölvupóst til Olís og óskaði eftir fundi til að ræða viðskipti á Ísafirði. Þann 12. febrúar 1997 sendi forstjóri Olís tölvupóst til m.a. framkvæmdastjóra markaðssviða smásölu og stórnotenda hjá félaginu og gerði grein fyrir umræðum um Ísafjörð. Fjallaði hann m.a. um bókhaldslega útfærslu á nýju fyrirkomulagi og tók fram að „aðrir smærri notendur sem skráðir verði viðskiptavinir Olís skv. samkomulagi við Skeljung verði áfram í viðskiptareikningi“ hjá OÚ.

Rætt var einnig um bókhaldsmál þessu tengd í skjali frá Skeljungi sem tekið var saman í október 1997. Þar var sagt að ræða þyrfti við Olís um „fyrirkomulag útskuldunar hjá OÚ m.t.t. viðskiptavina sem ekki eiga að vera í skiptisölu.“ Á þessum tíma var einnig umræða um það hvort Skeljungur myndi halda áfram samstarfi sínu við OÚ. Skeljungur ákvað að halda samstarfinu áfram og greindi forstjóri Olís frá þessu í tölvupósti til samstarfsmanna sinna hjá félaginu.

Þar kemur einnig fram að Olís hafi rætt við OÚ og þar hafi þetta komið fram: Vorum sammála um að stórnotendur gengju óskiptir til þess sem hefur viðskiptin, en síðan gæti OÚ verið með einhvern safnreikning fyrir tilfallandi smærri kúnna, sem skipt yrði til helminga milli Olís og Shell.

Á árinu 1998 kom upp umræða milli Skeljungs og Olís um fyrirkomulag á samstarfinu á Ísafirði. Skeljungur setti fram þá hugmynd að fyrirtækið myndi annast alla dreifingu fyrir OÚ og Olís. Olís gat ekki sætt sig við það og vildi óbreytt fyrirkomulag. Annars gæti Olíudreifing (ODR) tekið við því hlutverki sem OÚ hefði sinnt fyrir Olís. Þessi mál voru rædd á fundi Skeljungs og Olís 23. júlí 1998. Framkvæmdastjóri markaðssviðs stórviðskipta hjá Skeljungi tók saman minnispunkta eftir þann fund og sendi þá framkvæmdastjóra markaðssviðs stórnotenda hjá Olís.

Í lýsingu á niðurstöðu fundarins kemur þetta m.a. fram: Niðurstaða fundar. JH/Olís telur ekkert því til fyrirstöðu að ODR taki við dreifingu og afgreiðslum fyrir hönd Olís við Djúp, svo framarlega sem ekki næst saman með aðilum um óbreytt fyrirkomulag. Skeljungur myndi þá alfarið sjá um eigin þarfir fyrirtækisins með Dreifi. Þetta hefði í för með sér eftirfarandi: Dreifing á vegum OÚ myndi falla niður eins og fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir - Stórum samningsbundnum kúnnum er skipt eins og gildandi samningar segja til um. Smærri aðilum er skipt að jöfnu. Gert er ráð fyrir að ekki verði ágreiningur um smærri kúnna sem skipt er að jöfnu. Ekki verður séð við ákvörðunum stærri samningsbundinna kúnna (útboð, breytt eignaraðild etc.)

Þetta gagn staðfestir þá markaðsskiptingu sem Olís og Skeljungur náðu samkomulagi um og sýnir að félögin hafi ákveðið að sú skipting myndi halda áfram þrátt fyrir hugsanlega breytingu á samstarfi við OÚ. Tölvupóstur framkvæmdastjóra markaðssviðs stórviðskipta hjá Skeljungi til forstjóra félagsins frá október 1998 staðfestir þetta einnig. Í honum var framkvæmdastjórinn að rökstyðja endurnýjun Skeljungs á olíutönkum fyrir Orkubú Vestfjarða. Í tölvupóstinum segir m.a. að í „uppskiptum viðskipta milli okkar og Olís hjá OÚ á sínum tíma kom Orkubúið í okkar hlut en var skipt að jöfnu áður.“ Hér má einnig vísa til tölvupósts framkvæmdastjóra markaðssviðs stórnotenda hjá Olís til forstjóra félagsins þar sem lýst er fundi með Skeljungi.“

Slæmar fréttir

„Eins og gerð hefur verið grein fyrir sendi forstjóri Skeljungs þann 21. september 1999 tölvupóst til forstjóra Olís og var efni hans „slæmar fréttir“. Í honum kvartaði hann yfir tilboðum Olís til m.a. Þorbjarnar-Fiskaness í Grindavík og nýs fyrirtækis á Vestfjörðum, Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. Það fyrirtæki varð til við samruna Gunnvarar hf. og Hraðfrystihússins hf. Daginn eftir svaraði forstjóri Olís tölvupósti forstjóra Skeljungs. Í svari hans mótmælti hann því að hafa gert umrætt tilboð.

Varðandi hið nýja fyrirtæki á Vestfjörðum sagði forstjóri Olís þetta: „Varðandi Vestfjarðafyrirtækið vil ég auk þess taka fram að í þeirri heimsókn óskaði ég eingöngu eftir að við fengjum að halda þeim tveimur skipum, sem við höfum þjónustað, svo sem við höfum áður rætt að þínu frumkvæði. [...] Legg til að við höldum okkur við það, eins og áður rætt, að tala saman áður en við trúum einhverju [sic!], sem á okkur er logið. Legg jafnframt til að þú hringir þegar þú kemur heim.“

„Samkeppnisstofnun hefur spurt forstjóra Olís um þessi samskipti við Skeljung. Í svari hans segir m.a. þetta: „Varðandi Hraðfrystihúsið Gunnvör sem minnst væri á í nefndum bréfaskriftum milli KB og EB sagði EB að það tengdist umboði og birgðastöð sem Olís og Skeljungur rækju sameiginlega á Ísafirði. Þar hafi fyrirkomulagið áður verið svo að öllum viðskiptunum var skipt jafnt milli félaganna. Félögin hafi hins vegar orðið sammála um að þetta gengi ekki og ákveðið nýtt fyrirkomulag. Nú væri því fyrirkomulagið þannig að Olís og Skeljungur hefðu í aðalatriðum sína viðskiptamenn, að því undanskildu að viðskiptum við nokkra smærri báta væri skipt milli félaganna.“ Þessi gögn sýna skýrlega fram á viðræður milli Olís og Skeljungs um skiptingu á viðskiptum við Hraðfrystihúsið-Gunnvöru og staðfesta markaðsskiptinguna á Ísafirði.

Þegar þetta og önnur framangreind gögn eru virt telur Samkeppnisstofnun ljóst að frá gildistöku samkeppnislaga og fram á árið 1997 hafi Olís og Skeljungur skipt til helminga allri sölu fyrirtækjanna á Ísafirði. Frá 1997–2001 hafi fyrirkomulagið verið með þeim hætti að stórum viðskiptavinum hafi verið skipt upp á milli félaganna samkvæmt samkomulagi þeirra á milli en sölu til smærri aðila áfram verið skipt til helminga. Fara þessar aðgerðir Olís og Skeljungs ótvírætt gegn 10. gr. samkeppnislaga.“

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli