Frétt

bb.is | 21.10.2004 | 15:40Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir aðgerðaáætlun vegna ofanflóðahættu

Patreksfjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.
Patreksfjörður. Mynd: Mats Wibe Lund.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í gær aðgerðaáætlun vegna ofanflóðahættu á Bíldudal og Patreksfirði. Samtals er áætlað að ráðast í framkvæmdir fyrir að minnsta kosti 1.130 milljónir króna til þess að verja eignir að verðmæti um 4.235 milljóna króna. Reiknað er með að framkvæmdir fari fram á árunum 2005 til 2011. Tillagan verður nú lögð fyrir Ofanflóðasjóð sem greiðir 90% af kostnaði. Alls er gerð tillaga um aðgerðir á þremur svæðum á Bíldudal og fjórum á Patreksfirði. Í fyrsta lagi er gerð tillaga um aðgerðir neðan Búðargils á Bíldudal. Þar er nokkur snjóflóðahætta en aðeins örfá þekkt snjóflóð hafa fallið úr gilinu. Einnig er þar talsverð krapaflóðahætta og þar hafa fallið nokkur þekkt krapaflóð og aurskriður. Grunnskólinn á staðnum er meðal þeirra húsa sem eru í hættu.

Auk varna þarf að kaupa upp 5 -10 hús. Gerð er tillaga um gerð leiðigarðs til að beina flóðum til norðurs. Áætlaður kostnaður er um 110 milljónir króna og eru verðmæti varinna eigna um 700 milljónir króna.

Neðan Gilsbakkagils á Bíldudal er gerð tillaga um aðgerðir. Þar er lítil snjóflóðahætta og engin þekkt snjóflóð en talsverð krapaflóðahætta enda hafa þar fallið nokkur þekkt krapaflóð og aurskriður. Til greina kemur að byggja leiðigarð til að beina flóðum til norðurs. Einnig kemur til greina að reisa þvergarða/leiðigarða. Líklegt er að einnig þurfi að kaupa upp einhver hús. Kostnaður er áætlaður um 30 milljónir króna og eru verðmæti varinna eigna um 400 milljónir króna.

Neðan Milligils er gerð tillaga um aðgerðir. Þar er mjög óviss snjóflóðahætta en eitt skráð snjóflóð rétt utan Gilsbakkagils. Hinsvegar eru þarna margar skráðar aurskriður. Gerð er tillaga um gerð þvergarða til að verjast aurflóðum og grjóthruni, hugsanlega aðeins lagfæring eða hækkun garða sem þegar eru ofan byggðarinnar. Þá er rætt um lagfæringu á farvegum í gegnum bæinn ásamt ræsum undir götum og hugsanlegum uppkaupum þriggja húsa. Kostnaður er áætlaður um 25 milljónir króna auk hugsanlegra uppkaupa. Verðmæti varinna eigna eru hinsvegar um 400 milljónir króna.

Við Vatneyri í Patreksfirði er gerð tillaga um aðgerðir. Þar er mikil snjóflóðahætta og þar hafa fallið mörg þekkt snjóflóð, þar af nokkur mjög stór. Aðstæður til byggingar varna eru mjög þröngar. Rætt er um byggingu brattra þvergarða og leiðigarða ásamt stoðvirkjum á hluta upptakasvæðis. Einnig að komið verði fyrir snjósöfnunargrindum á fjallinu ofan upptakasvæðisins. Áætlaður kostnaður er á bilinu 500-600 milljónir króna. Verðmæti varinna eigna eru hinsvegar um 1.300 milljónir króna.

Við Klif á Patreksfirði eru möguleg upptakasvæði snjóflóða en snjósöfnun óviss. Þar er talin lítil snjóflóðahætta, en efstu hús standa mjög nálægt brekkunni. Meðal húsa sem þar eru á hættusvæði eru grunnskólinn, sjúkrahúsið og kyndistöðin. Mjög þröngar aðstæður eru þarna til byggingar varna. Rætt er um að byggja brattan þvergarð ofan húsanna og hugsanlega einnig að setja snjósöfnunargrindur í fjallið ofan upptakasvæðisins. Áætlaður kostnaður við varnir eru 100 milljónir króna og verðmæti varinna eigna eru í það minnsta 550 milljónir króna.

Við Stekkagil á Patreksfirði er mikil krapaflóðahætta og þar hafa fallið nokkur krapaflóð þ.á.m. flóðið 22. janúar 1983, þar sem þrír fórust og 16 hús skemmdust eða eyðilögðust. Rætt er um gerð leiðigarða og rennu neðan gilsins og niður í gegnum byggðina. Reiknað er með að 7 hús þurfi að víkja fyrir rennunni og görðunum. Áætlaður kostnaður er um 95 milljónir króna. Verðmæti varinna eigna eru um 165 milljónir króna.

Við Sigtúnssvæði á Patreksfirði er snjóflóðahætta talin lítil, en 2-3 snjóflóð eru skráð þar á síðustu árum. Hús standa þar mjög nálægt brekkunni. Gert er ráð fyrir byggingu bratts þvergarðs ofan byggðarinnar og að settar verði upp snjósöfnunargrindur á fjallinu ofan upptakasvæðisins. Áætlaður kostnaður er um 160-170 milljónir króna og verðmæti varinna eigna um 720 milljónir króna.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli