Frétt

Stakkur 42. tbl. 2004 | 20.10.2004 | 17:02Útlendir Vestfirðingar?

Fækkun íbúa Vestfjarða er áhyggjuefni. Vestfirðir hafa verið leiðandi hluti Íslands um aldir, ef svo má orði komast. Hér sátu höfðingjar fyrr á öldum og létu til sín taka, tóku afstöðu með ráðandi öflum, drápu útlendinga og aðra eftir þörfum. Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri, Þorvaldur Vatnsfirðingur og Magnús Jónsson prúði, ásamt sonum sínum, Ara og Birni, eru nöfn sem koma upp í hugann. Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri varð mestur Íslendinga í útlöndum, varði ævinni í Kaupmannahöfn, þar sem hann starfaði, sannur alþjóðahyggjumaður, sem lét ekki landamæri aftra störfum sínum og áhugamálum. Útlendingar settust ekki að á Vestfjörðum nema í örlitlum máli, helst kaupmenn eða enn frekar útsendarar þeirra, faktorarnir. Nú er dæmið að snúast við. Útlendingar eru smám saman að setjast að á Vestfjörðum og verða mikilsverður þáttur vinnuaflsins í frumgreinum atvinnulífsins.

Í helgarblaði DV var meðal annars rætt við forseta bæjartjórnar Ísafjarðarbæjar Birnu Lárusdóttir, sem fagnaði því að enn sem komið er hafa aðeins 11 flutt burt umfram aðflutta. En jafnframt vekur hún athygli á því að útlendingum fjölgi hér fyrir vestan. Nú munu þeir vera meira en 5% íbúa og séu taldir þeir mörgu sem hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt er álitið að þeir séu allt að tvöfalt fleiri. Því ber að fagna að fólk utan úr heimi vilji gerast ríkisborgarar á Íslandi og ekki síður að þetta góða fólk velji að búa á Vestfjörðum. Í máli forseta bæjarstjónar kemur fram að forsetinn og bæjarstjórnin vilji fjölga opinberum störfum í Ísafjarðarbæ og að Ísafjörður verði viðurkenndur sem byggðarkjarni fjórðungsins og njóti þeirrar sérstöðu sinnar, meðal annars á þennan veg.

Nú eru störf á vegum hins opinbera síst verri kostur en önnur störf þegar leitað er aukinna tækifæra varðandi atvinnuframboð. Því má þó ekki gleyma að bæði ríki og sveitarfélög, hið opinbera eins og við köllum það í daglegu tali, reka þjónustu fyrir íbúa sína og því meir sem íbúafjöldi dregst saman ættu líkurnar að aukast á því að þörfin fyrir þjónustuna minnkaði. Allt of oft gleymist líka að opinber þjónusta er greidd af skattfé, þeim peningum sem teknir eru af launum og tekjum fólks. Þeim fer fjölgandi sem álíta að þeir séu jafn færir ríki og sveitarstjórnum eða jafnvel betur til þess að ráðstafa aflafé sínu. Reynar er athyglisvert að lesa að nú séu störf á vegum hins opinbera orðin fyrirferðarmesti starfaflokkurinn í Ísafjarðarbæ. Sé svo mætti draga þá ályktun að nú lifi Ísfirðingar af því að þjónusta hver annan á vegum hins opinbera. Það eitt og sér er umhugsunarefni.

Kannski er hin undirliggjandi hugsun sú, að ,,íslenskir” Vestfirðingar þjónusti útlendingana, sem vinni í frumgreinunum og þá hlýtur jafnframt að vera ætlunin að auka þjónustuna við útlendingana. Þeim er það hins vegar sammerkt að vera ágætlega sjálfbjarga, þekkja verri kjör í fyrrum heimalöndum sínum. Við gætum margt lært af því fólki, sem rífur sig upp frá heimkynnum sínum til að setjast að í fjarlægu landi og ólíkri menningu. Við getum sennilega fræðst meira af þessu nýja heimafólki en það af okkur. Við eigum að sjálfsögðu að þakka kjörnum forystumönnum okkar að leita allra ráða til að bæta kjör okkar og búsetu. En við eigum líka að gæta þess að verða ekki útlendingar í heimahögum okkar.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli