Frétt

bb.is | 20.10.2004 | 16:21„Lágt framlag til fræðslumála segir ekkert um að málaflokkurinn líði skort“

Óðinn Gestsson.
Óðinn Gestsson.
Óðinn Gestsson varaformaður fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar segir að hlutfallslega lágt framlag Ísafjarðarbæjar til fræðslumála þýði ekki að fræðslumál líði skort í sveitarfélaginu. Eins og kom fram í tölum félagsmálaráðherra á Alþingi hefðu framlög Ísafjarðarbæjar til fræðslumála þurft að vera 369 milljónum króna hærri árin 2002 og 2003 til þess að framlög sveitarfélagsins næðu landsmeðaltali. Aðspurður segir Óðinn að tölur þessar sýni fyrst og fremst að þessi málaflokkur sé vel rekinn því ekki verði séð annað en að Ísafjarðarbær sinni öllum lögbundnum skildum sínum þrátt fyrir að eflaust megi alltaf gera betur.

„Hitt er auðvitað ekkert launungarmál að hlutfall leiðbeinenda hefur verið hærra hjá okkur en víða annars staðar. Launakostnaður er langstærsti einstaki kostnaðarliðurinn við rekstur fræðslumála og því vegur það þungt í heildarkostnaðinum þegar hlutfall leiðbeinenda, sem eru launalægri, er hærra“, segir Óðinn.

Aðspurður hvort hæstu leikskólagjöld á landinu geri það ekki að verkum að útgjöld til fræðslumála eru hér lægri segir Óðinn að eflaust geti það verið hluti af málinu. „Við erum einnig að sjá að við erum að greiða ófaglærðum starfsmönnum lægri laun en annars staðar tíðkast og það sýnir að mínu mati ráðdeild í rekstri.“

En geta þessar tölur ekki sýnt það að Ísafjarðarbær sé að dragast aftur úr öðrum sambærilegum sveitarfélögum segir Óðinn svo geta verið en þurfi ekki endilega að vera með þeim hætti. „Í mínum huga þarf fræðslunefndin að fara yfir þessar tölur og leita skýringa þannig að öruggt sé að skólakerfið hér sé ekki síðra en á öðrum stöðum“, segir Óðinn.

Undanfarna mánuði hefur verið töluverð umræða um hin háu leikskólagjöld í Ísafjarðarbæ. Síðla síðasta vetrar hófst umræða innan bæjarkerfisins um það hvers vegna leikskólagjöldin væru jafn há og raun ber vitni. Niðurstaða hefur ekki fengist úr þeim umræðum. Aðspurður hvort það sé ekki neikvætt fyrir bæjarfélag í samkeppni um fólk þegar það er staðfest að hæstu leikskólagjöldin eru hér og lægst hlutfall tekna fer til fræðslumála segir Óðinn að svo þurfi ekki að vera, heldur þvert á móti

„Við verðum hinsvegar að gera það upp við okkur hver stefna okkar á að vera í sambandi við leikskólagjöldin og við verðum að sannfæra fólk um að fræðslumálin séu í góðu horfi hjá okkur þrátt fyrir að útgjöld til þess málaflokks séu lægri hér en víðast hvar annars staðar. Það er ekki alltaf beint samhengi á milli mikilla útgjalda og góðrar þjónustu. Við þurfum líka að skoða hvernig þessu fjármagni er ráðstafað og hver heldur um peningana. Ef þessar tölur eru réttar, sýna þær að fólkið sem er að ráðstafa þessum fjármunum fer vel með þá og þeir stjórnendur sem halda um stjórnvölinn hjá hinum ýmsu stofnunum bæjarins eru ákaflega hæfir og eru að sinna störfum sínum af alúð. Þeir láta sig varða um sameiginlega fjármuni okkar sem byggjum Ísafjarðabæ. Það gæti hugsast að önnur sveitarfélög þyrftu að líta í eigin barm og velta fyrir sér hvort kostnaðurinn þar sé kominn úr hófi. Til þess að sveitarfélag eins og Ísafjarðarbær haldi velli, sé aðlaðandi kostur fyrir íbúa og geti boðið alla þá þjónustu sem krafist er, verður sveitarfélagið að gera það á ódýrari hátt en aðrir. Út frá því verða allir stjórnendur bæjarins að vinna“, segir Óðinn Gestsson, varaformaður fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli