Frétt

| 22.07.2001 | 08:04Innanlandsflugið

„Það er því rétt ákvörðun að hætta flugi á áfangastaði sem skila tapi“, segir í ritstjórnargrein Morgunblaðsins í dag, þar sem fjallað er um innanlandsflugið. Umfjöllun Morgunblaðsins leiðir hugann að þeim stöðum þar sem Flugfélag Íslands hefur ekki enn hætt flugi, þar á meðal Ísafirði ...
Ritstjórnargrein Morgunblaðsins fer hér á eftir í heild.
Ákvörðun Flugfélags Íslands um að hætta flugi á tvo áfangastaði, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjar, þann 1. október nk. ætti ekki að koma mjög á óvart. Innanlandsflugið hefur verið rekið með miklu tapi undanfarin ár og ekki hægt að reikna með öðru en að rekstri, sem stendur ekki undir sér, verði hætt. Markmiðið hjá Flugfélagi Íslands er að skila hagnaði á næsta ári en að öllu óbreyttu hefði stefnt í ríflega 300 milljóna króna tap á þessu ári.

Eins og Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sagði í viðtali við Morgunblaðið eru aðgerðirnar vissulega sársaukafullar fyrir alla aðila. Hann segir að þær hafi þó verið nauðsynlegar til að koma í veg fyrir að illa færi í rekstrinum. Ýmsar leiðir hafi komið til greina, m.a. að hætta fluginu alfarið og selja félagið, en ákveðið hafi verið að fara í verulegan niðurskurð.

Samkeppni í samgöngum til Vestmannaeyja hefur aukist til muna á undanförnum misserum. Hefur hún einkum byggst á flugi lítilla flugvéla á Bakkaflugvöll í A-Landeyjum, en einungis nokkrar mínútur tekur að fljúga þaðan út í Eyjar. Eins hefur aðsókn í Herjólf aukist verulega eða um 30-40% það sem af er ári.

Ferjuflutningar njóta ríkisstyrkja og nemur rekstrarstyrkur Herjólfs í ár 70-75 milljónum króna auk þess sem ríkið greiðir afborganir af ferjulánum. Nú hefur ríkisstjórn Íslands samþykkt að fella niður svokallað flugleiðsögugjald af félögum í innanlandsflugi og mun þetta létta 45 milljónum króna af félögunum á ári að sögn samgönguráðherra.

Áætlunarflug til Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja mun ekki leggjast niður þrátt fyrir þessa ákvörðun Flugfélags Íslands, þar sem flugfélagið Jórvík hefur boðað aukin umsvif í áætlunar- og leiguflugi, m.a. til þessara staða.

Flugleiðum Flugfélags Íslands hefur fækkað ár frá ári. Það er einfaldlega vegna þess, að þær hafa ekki verið arðbærar og aðrir hagkvæmari ferðamöguleikar eru í boði. Það er því rétt ákvörðun að hætta flugi á áfangastaði sem skila tapi, enda ber eigendum Flugfélags Íslands engin skylda til þess að halda uppi starfsemi sem ekki er hagkvæm.

Þær breytingar, sem orðið hafa á innanlandsflugi, eiga sér rætur í þeirri samgöngubyltingu, sem orðið hefur á undanförnum áratugum. Hún byggist annars vegar á uppbyggingu þjóðvegakerfisins með varanlegu slitlagi og hins vegar á betri farartækjum. Í eina tíð voru strandsiglingar töluvert umfangsmiklar bæði með fólk og vörur og ríkið rak sérstakt skipafélag, Skipaútgerð ríkisins, til þess að annast þær að hluta. Þjóðvegabyltingin gerði strandsiglingar óþarfar.

Vöruflutningar fara nú fram með stórum flutningabílum og þeir eru hagkvæmastir með þeim hætti. Það er líka ódýrara fyrir fólk að ferðast landleiðina en með flugi.

Vandinn er hins vegar sá, að yfir vetrartímann getur í sumum tilvikum verið erfitt fyrir fólk að komast leiðar sinnar á bílum. Auðvitað er það þekkt að flug fellur líka niður vegna veðurs á þeim árstíma, en samspil ferða á landi og í lofti hefur stuðlað að viðunandi samgöngum í landinu yfir veturinn.

Þá er það líka umhugsunarefni, að reynslan sýnir að flug með litlum flugvélum, sem reknar eru af litlum flugfélögum, er ekki jafnöruggt og það hefur verið með Flugfélagi Íslands og áður Flugleiðum. Aukið áætlunarflug með slíkum vélum hlýtur því að kalla á stóraukið og strangara eftirlit með rekstri minni flugfélaganna eins og hörmulegir atburðir fyrir tæpu ári undirstrikuðu raunar rækilega.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli