Frétt

| 20.07.2001 | 15:34Sekt og svipting skotvopna- og veiðileyfa

Tveir menn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Vestfjarða til greiðslu 25 þúsund króna sektar hvor um sig og til tímabundinnar sviptingar skotvopna- og veiðileyfis fyrir ólögmætar veiðar á toppskarfi og lunda í Hergilseyjarlöndum á Breiðafirði fyrir tæpum þremur árum. Mennirnir töldu sig hafa verið í fullum rétti enda voru þeir að veiðum með leyfi og í umboði landeiganda. Dómurinn fann að seinagangi við rannsókn þessa máls og taldi hann ekki réttlætanlegan.
Svo segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða:

Hinn 8. ágúst 1998 kærði Hafsteinn Guðmundsson bóndi í Flatey á Breiðafirði til lögreglunnar á Patreksfirði yfir meintum ólöglegum fuglaveiðum við Hrauneyjarkletta á Breiðafirði. Hafsteinn hafði þá þegar haft tal af Eðvarði Árnasyni, yfirlögregluþjóni í Stykkishólmi, sem var staddur með bát sinn í Flatey, og fengið aðstoð hans til að grennslast fyrir um það hverjir væru á ferð með skotvopn. Höfðu þeir hitt fyrir ákærðu, sem voru á ferð í gúmbáti og fluttu í honum dauðan fugl. Lögregla fól Eðvarði að rannsaka málið frekar. Var fuglinn skoðaður á bryggjunni í Flatey. Páll Leifsson, kunningi Hafsteins bónda, taldi fuglana og flokkaði þá. Ákærðu kváðust hafa veitt fuglinn hjá Skjaldmeyjareyjum, Breiðafirði, með leyfi landeiganda. Fuglinn var haldlagður að fyrirmælum lögreglu, síðan fluttur til Patreksfjarðar og frystur.

Ákærðu kveðast hafa skotið og rotað skarfsunga á sjónum við Skjaldmeyjareyjar í Hergilseyjarlöndum og rotað lunda fremur en skotið. Kveðast þeir hafa verið í leyfi og í umboði Jóhannesar Þórðarsonar, eins eigenda Hergilseyjar og hafa talið þessa skarfaveiði vera lögmæt hlunnindi eyjarinnar. Hafi ungfuglinn farið í sjóinn er þeir sigldu að, en fullorðinn fugl flogið fjær. Kveðst ákærði Jóhann Berg hafa tínt upp fuglinn, en ákærði Rafn Magnús hefði skotið hann. Þó geti verið að hann hafi sjálfur skotið eitthvað. Ákærði Rafn Magnús kveðst einn hafa skotið fuglinn.

Hafsteinn Guðmundsson kveðst hafa búið í Flatey frá 1965, og vera kunnugur á Breiðafirði. Segir hann að fuglanytjar, sem teljist til hefðbundinna hlunninda í Vestureyjum, séu lundi og skarfur, bæði toppskarfur og dílaskarfur, og svo æðarfuglinn. Vitnið lýsir skarfafari svo, að þá sé skarfsungi rotaður, rétt áður en hann fari úr hreiðri. Tími skarfafars sé misjafn eftir árferði, yfirleitt sé farið í toppskarf upp úr 10. júlí en dílaskarf eitthvað seinna. Skarfurinn hafi verið óvenju seinn til árið 1998, vegna slæmra aðstæðna. Vitnið segir það vera hefðbundna veiðiaðferð enn í dag að sínu viti að rota skarfsungann. Kannast vitnið ekki við það að aðrar aðferðir hafi verið notaðar við hlunnindaveiðar og tekur fram að skotveiðar séu með öllu óþekktar. Yfirleitt sitji skarfurinn kyrr þegar siglt sé upp að varpinu. Vitninu var kynnt lýsing úr ritinu Fuglar Íslands eftir Hjálmar R. Bárðarson, þar sem hegðun toppskarfs er svo lýst, að hann sé óhræddur við menn og sitji sem fastast á hreiðri, þannig að það hafi verið auðvelt að drepa fullorðna skarfinn á hreiðri, þegar hann var veiddur til matar. Kveður vitnið þessa lýsingu vera rétta, þannig að svo væri unnt að gera, en það hafi ekki verið stundað, þar sem unginn hafi verið tekinn, en ekki fullorðni fuglinn. Vitnið segir að þegar unginn sé fullbúinn fari hann að nálgast sjóinn. Verði hann fleygur u.þ.b. einum og hálfum mánuði eftir útungun. Fullorðni fuglinn yfirgefi svæðið ekki, þótt ungfuglinn fari í sjóinn. Fari hann svo stutt að hann sé hæglega í skotfæri. Vitnið sagði að fuglinn sem ákærðu höfðu meðferðis í gúmbátnum hefði verið skoðaður í Flatey til þess að athuga tegund hans og hvernig hann hefði verið drepinn. Einnig hefði hann verið greindur eftir aldri, þ.e í unga og fullorðna. Taldir hefðu verið 90 fullorðnir skarfar, 25 skarfsungar og sex lundar. Vitnið kveðst ekki hafa heyrt að bragðmunur sé á skarfskjöti eftir því hvort fuglinn hafi verið skotinn eða rotaður. Aðspurt kvaðst vitnið reiðubúið að fullyrða það að unginn sé almennt ekki skotinn við hlunnindanytjar á Breiðafirði.

Páll Leifsson kveðst hafa skoðað og talið fuglana á bryggjunni í Flatey. Hefðu þeir allir verið skotnir, utan tveir, sem hann geti ekki fullyrt um hvernig hefðu verið veiddir. Hafi þarna verið sex lundar, en hitt allt toppskarfur; 25 ungar og 90 fullorðnir. Vitnið kveðst hafa starfað hjá Náttúrufræðistofnun við fuglagreiningu, fuglatalningu og krufningu fugla. Kveðst vitnið hafa verið mikið á Breiðafirði og hafa komið þangað nánast á hverju sumri í 30 ár. Vitnið kveður hefðbundnar nytjar á ska

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli