Frétt

mbl.is | 12.10.2004 | 08:02Ríkt hefur neyðarástand frá fyrsta degi kennaraverkfalls

„Með bréfinu viljum við benda undanþágunefndinni á að það ríkir neyð á heimilum einhverfra barna. Við höfum heyrt talsmenn nefndarinnar halda því fram að það skapist ekki neyðarástand hjá okkur þar sem verkfallið sé sambærilegt við frí á borð við sumar- eða jólafrí. En það er alls ekki staðan og það hefur raunar ríkt neyðarástand hjá okkur frá fyrsta degi verkfalls,“ segir Sigríður Ingólfsdóttir, móðir sjö ára einhverfs drengs, en í gærkvöldi komu foreldrar þeirra átta einhverfra barna, er stunda nám við sérdeild Langholtsskóla fyrir einhverfa, saman til að ræða stöðu mála og skrifa undanþágunefnd og Kennarasambandi Íslands bréf þar sem kallað er eftir svörum.

Á fundinum kom fram að foreldrar væru afar óánægðir með upplýsingaskortinn í tengslum við störf undanþágunefndarinnar. „Þannig hefur hún ekki fyrir því að svara innsendum beiðnum og raunar vitum við ekki einu sinni hvort nefndin er að störfum þessa dagana. Síðast þegar við vissum hafði nefndin ekki komið saman síðan 1. október þegar fimm skólar fengu undanþágur,“ segir Anna Gísladóttir og vísar þar til Safamýrarskóla, Öskjuhlíðarskóla, Kleppjárnsreykjaskóla, Brúarskóla og athvarfsins í Vestmannaeyjum.

„Nú er búið að veita sérskólum undanþágur og okkur finnst afar sérkennilegt að sérdeildir skuli ekki líka fá undanþágur, enda skiljum við ekki hvaða rök ættu að vera gegn því. Raunar er ekki fordæmi fyrir því að sérdeildir með einhverfa hafi ekki fengið undanþágur í verkfalli,“ segir Sigríður Róbertsdóttir og bendir á að samtals eru innan við fimmtíu börn í þeim fimm sérdeildum sem starfandi eru á landinu.

Í máli foreldranna kom fram að þau styðja baráttu kennara, en geta engan veginn stutt baráttuaðferðir þeirra sem bitna á börnum sem taka röskuninni sem fylgir verkfalli afar illa. „Við tökum ekki þessi börn með okkur í vinnuna, það er ekki hægt. Og oft er bara einn einstaklingur í hverri fjölskyldu sem er fær um að passa, enda treysta sér eðlilega ekki allir til að taka einhverf börn að sér,“ segir Halla Stephensen. „Þessir krakkar fara heldur ekki út að leika sér ein, þannig að þau eru gersamlega félagslega einangruð,“ bætir Sævar Magnússon við.

„Einhverfa er líf sem byggist upp á rútínu og þegar hún er rofin þá myndast gífurlegur kvíði, ótti og óvissa, sem leitt getur til áráttukenndrar hegðunar á borð við það að þau lemja sig og tæta föt sín í sundur. Og það er hægara sagt en gert að vinda ofan af slíkri óæskilegri hegðun þegar hún er farin í gang á annað borð. Hættan er að það verði afturför hjá börnunum og raunar urðum við mjög snemma eftir að verkfallið skall á vör við slíka afturför. Það ríður því á að koma börnunum aftur út úr þessari vondu rútínu sem skapast hefur og koma þeim, með aðstoð skólanna og sérkennaranna, aftur inn í góða rútínu,“ segir Sigríður Ingólfsdóttir og tekur fram að öll séu þau afar ánægð með sérdeild Langholtsskóla „og störf þessa frábæra starfsfólks sem þarf starfar. En skólastjóri Langholtsskóla hefur sent inn undanþágubeiðnir vikulega frá því verkfallið hófst og deildarstjóri deildarinnar hefur einnig sent upplýsingar til nefndarinnar um hversu mikilvægt sé að deildin fái að starfa í verkfallinu.“

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli