Frétt

bb.is | 06.10.2004 | 13:06Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að Atlantsolía fái lóðina

Lárus Valdimarsson.
Lárus Valdimarsson.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar munu á bæjarstjórnarfundi á morgun leggja að nýju fram tillögu um að Atlantsolíu verði gefinn kostur á lóð undir bensínstöð á Skeiði skammt frá verslun Bónus. Þeir telja eðlilegast að nýju fyrirtæki verði gefinn kostur á lóðinni þar sem olíufélög í tengslum við aðra umsækjendur séu í samrekstri bensínstöðvarinnar í Hafnarstræti. Aðeins með úthlutun til Atlantsolíu verði tryggð raunveruleg samkeppni sem fært geti neytendum á Vestfjörðum allt að 100 milljónir króna.

Eins og kunnugt er liggja nú fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fjórar umsóknir um lóðir fyrir bensínstöðvar á Ísafirði. Hefur áhugi olíufélaganna á rekstri bensínstöðvar á Ísafirði aukist mjög því eins og kunnugt er hafa þrjú olíufélaganna rekið í sameiningu bensínstöð á Ísafirði um áratugaskeið. Samkvæmt heimasíðum olíufélaganna er bensínverð á Ísafirði nú það hæsta á landinu. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var þann 16. september lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um að Atlantsolíu yrði úthlutað lóðinni. Tillögunni var vísað til bæjarráðs. Þar hefur hún ekki hlotið afgreiðslu og í gær var málinu aftur vísað til bæjarstjórnar.

Lárus Valdimarsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að tillagan um að Atlantsolíu verði úthlutað lóðinni verði lögð fram að nýju á bæjarstjórnarfundinum á morgun. Hann segir ekkert hafa breyst í málinu á undanförnum vikum. Aðspurður hvort álit bæjarlögmanns hafi ekki breytt einhverju í málinu segir Lárus svo ekki vera. „Ég verð nú að segja að álit bæjarlögmanns vakti nokkra undrun mína. Ég hafði á tilfinningunni að hann væri að reyna að finna hömlur gegn því að bæjarstjórn gæti tryggt hér samkeppni. Mér fannst álitið bera keim af því að hafa verið pantað. Hinsvegar breytti það álit ekki í nokkru þeirri skoðun minni að bæjaryfirvöld hafa fulla heimild til þess að tryggja með úthlutuninni raunverulega samkeppni“, segir Lárus.

Aðspurður hvort ekki sé erfitt að velja einn umsækjanda en hafna öðrum segir Lárus svo ekki vera. „Þrjú olíufélög sem tengjast þremur núverandi umsækjendum nánum böndum eru nú þegar í samrekstri bensínstöðvar á Ísafirði og hafa gert það um áratuga skeið með þeim afleiðingum sem neytendur á Ísafirði þekkja. Hagsmuna þeirra félaga hefur því verið nægilega gætt af bæjaryfirvöldum í gegnum tíðina og því geta þau varla amast við því að nýjum aðila verði úthlutað þessari lóð. Tvö þeirra hafa reyndar áður fengið umræddri lóð úthlutað en höfðu þá ekki áhuga á að nýta hana“, segir Lárus.

Aðspurður hvort Samfylkingin hafi leitað formlegs stuðnings annarra flokka í bæjarstjórn segir Lárus svo ekki vera. „Með því að úthluta Atlantsolíu umræddri lóð getur bæjarstjórn tryggt að neytendur á Vestfjörðum spari um 100 milljónir króna. Það er ekki oft sem bæjarstjórn fær tækifæri til þess að bæta hag bæjarbúa með jafn afgerandi hætti. Neytendasamtökin hafa einnig hvatt stjórnvöld og sveitarstjórnir til þess að auðvelda innkomu nýrra aðila á markaðinn. Allir flokkar sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn leggja mikla áherslu á heilbrigða samkeppni. Hún verður best tryggð með samþykkt okkar tillögu. Því hef ég ekki trú á öðru en að þegar á reynir þá muni allir bæjarfulltrúar gæta að hag bæjarbúa. Það væri ósiðlegt af mér að halda öðru fram að svo stöddu“, segir Lárus Valdimarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli