Frétt

| 18.07.2001 | 09:09Telja landeigendur hafa lagalega heimild frá fornu fari til útræðis frá jörðum sínum

„Það er markmið okkar að endurheimta þau réttindi, sem bændur hafa haft til ómunatíðar. Það er einfaldlega að fá að stunda útræði frá jörðum okkar og leggja net í sjó. Víðast hvar var útræði frá bújörðum skráð sem hlunnindi hér áður fyrr og er svo enn og þessi hlunnindi viljum við fá virt á ný. Búnaðarþing árið 1999 samþykkti meðal annars að leita skyldi leiða til að fá útræðisrétt virtan á ný og staðfestan í fiskveiðilögunum“, segir Ómar Antonsson, formaður nýstofnaðra Samtaka eigenda sjávarjarða.
Í samtali við Morgunblaðið í dag segir Ómar ennfremur: „Það var í raun lokað á þessa möguleika, þegar kvótakerfið var tekið upp fyrir nærri 20 árum. Það er ljóst að uppeldi bæði krabbadýra og fiska fer fyrst og fremst fram á sjávargrynnslum og nálægt landi. Þetta er að stórum hluta í eigu landeigenda og þar af leiðandi telja þeir sig eiga ákveðna hlutdeild í þessu, því svo stækkar fiskurinn og krabbadýrin og fara út á dýpra vatn, þar sem aðrir veiða þetta og njóta góðs af, en ekki þeir sem eiga uppeldisstöðvarnar. Það getur varla talist sanngjarnt.

Sé tekið mið af þeirri jörð, sem ég á, Horni í Hornafirði, þá var þaðan mikið útræði á sínum tíma og svæði sem kallað er Hornshöfn. Menn komu allt norðan úr landi gangandi yfir Jökul til að stunda veiðar þaðan. Þetta var þó nokkur verstöð á sínum tíma, þótt útræði legðist síðan af um tíma, enda var þá farið að veiða á stærri og öruggari bátum, sem þurftu betri hafnaraðstöðu. Nú eru þessar aðstæður gjörbreyttar á ný. Þessir litlu bátar eru orðnir miklu öruggari og tæknilega betur út búnir og því er þessi kostur orðinn raunhæfur á ný, auk þess sem fiskverð hefur hækkað mikið.

Loks er þetta mikilvægt byggðamál, sem getur skipt sköpum um að byggð haldist á mörgum þessara smærri staða. Við teljum okkur reyndar hafa fullvissu fyrir því að lagaleg heimild okkar til að stunda útræði frá jörðum okkar og veiðar í net í sjó uppi við land, sé enn fyrir hendi og aldrei hafi verið heimilt að útloka bændur frá þessu. Það er ekki hægt að taka eignir fólks af því nema með eignarnámi og það hefur ekki farið fram.

Það gekk dómur í Kanada fyrir einu eða tveimur árum um það að indíánar ættu fullan rétt til að stunda veiðar og þyrftu engan kvóta til þess, þar sem þeir væru frumbyggjar og hefðu haft þessi réttindi alla tíð. Við erum líka að vinna að því að koma málum okkar á framfæri við þá nefnd, sem er að endurskoða fiskveiðistjórnunina og þetta er einnig til skoðunar í sjávarútvegsráðuneytinu. Þetta er sjálfsagt réttlætismál og það er kannski bara þakkarvert hvað bændur hafa verið rólegir, meðan verið var að byggja fiskistofnana upp. Reyndar virðist þessu verndun hafa litlu skilað á 20 árum“, segir Ómar Antonsson m.a. í samtalinu í Morgunblaðinu.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli