Frétt

| 17.07.2001 | 07:06Höll kitsins

„Við gerum ráð fyrir að innan fárra mánaða heyri þessi glitrandi höll úr járni og gleri, sem er óvenjulegasta og stórfenglegasta bygging heims, sögunni til rétt eins og íshöll rússnesku keisaraynjunnar sem bráðnaði í sumarsólinni.“
London Times, 11. október 1851.

Kristalshöllin var reist í London árið 1851. Þetta var gríðarlega mikið mannvirki úr járni og gleri og endurspeglaði bjartsýni og uppgang við upphaf iðnvæðingarinnar. Byggingin var sú fyrsta sem að öllu leyti var gerð úr fjöldaframleiddum einingum. Fjögur hundruð tonn af gleri voru notuð í hana og hefur annað eins ekki þekkst síðan. Til merkis um stærð hennar var fjöldi risavaxinna pálmatrjáa í miðhvelfingunni.
Kristalshöllin var upphaflega byggð í tilefni af geysimikilli iðnaðarsýningu, þeirri fyrstu sem haldin var af þessari stærðargráðu. Á sýningunni var fjöldaframleiddum iðnvarningi stillt upp á bak við gler á svipaðan hátt og nú er gert í búðargluggum. Kristalshöllin var eins konar frummynd hinna miklu verslunarmiðstöðva seinni tíma en forverar hennar voru yfirbyggðu verslunargöturnar í París og síðar Mílanó, Napolí og London.

Fyrstu glerhvolfin í París voru byggð á níunda áratug átjándu aldar og gerbreyttu borgarlífinu. Labbitúrar eða flandur um bæinn og búðaráp urðu nú að daglegri iðju dágóðs hóps borgarbúa sem höfðu fram til þessa þurft að ösla leðju og ryk upp í ökkla á þröngum götunum. Í hvolfgöngunum kom saman mikill fjöldi fólks, bæði kvölds og morgna, boðið var upp á skemmtanir og kaffidrykkju á þar til gerðum stöðum. Sumir nutu þess að hverfa í fjöldann. Staldrað var við búðarglugga til að skoða vörurnar, en ekki endilega kaupa.

Hér var neytandi nútímans að verða til. Með tilkomu fjöldaframleidds iðnvarnings gerðu verslunareigendur sér grein fyrir því að þeir yrðu að beita nýjum aðferðum við að selja vörurnar sínar. Vara sem var ekki lengur fágæti yrði að verða söluvænleg á einhvern annan hátt. Henni var því stillt út í glugga á áberandi hátt, gjarnan umkringd glitrandi málmum og speglum til þess að tæla augu flandraranna, eins og Baudelaire kallaði þá. Þess má geta að skáldbróðir Baudelaires, Balzac, talaði einmitt um „flânerie“ sem veislu augans. Notagildi vöru hefur síðan fallið æ meir í skuggann fyrir útliti hennar og ímyndargildi, eins og margoft hefur verið bent á, og flandrari nítjándu aldarinnar orðið að neytanda samtímans sem verður stöðugt viljugri til að greiða fyrir útlit vörunnar og þá ímynd sem hún hefur og ljær honum.

Þýski menningarfræðingurinn Walter Benjamin leit á yfirbyggðu verslunargöturnar í París sem upphaf neytendasamfélags nútímans meðal annars vegna þess að þar varð „söluvaran“ til. Þarna má raunar einnig finna upphaf kitsins sem skilgreint hefur verið sem gervilist eða vondur smekkur en skírskotar kannski ekki síður til gerviþarfa og gerviveraldarinnar sem neytendasamfélagið hefur skapað, eins og Celeste Olalquiaga bendir á í bók sinni The Artificial Kingdom. A Treasury of the Kitsch Experience (1998, hér er stuðst nokkuð við þessa bók), en þess má geta að þýska orðið „kitsch“ er skylt orðum á borð við „verkitschen“, sem merkir að gera eitthvað að ómerkilegum hlut, og „kitschen“ sem merkir að safna rusli á götum úti. En hvolfgöngin glötuðu vinsældum sínum í París nokkrum áratugum eftir að þau höfðu skapað þar andrúm nútímalegs borgarlífs. Gaslýst og illa loftræst göngin þóttu sóðaleg og hættuleg heilsunni. Upp úr miðri nítjándu öldinni leystu því breiðgötur á borð við Haussmann og vöruhúsin hvolfgöngin af hólmi í borginni.

Kristalshöllin í London var eins konar vöruhús, risavaxið, gert af gleri og gljáandi málmum, eins og sniðið að nýjum þörfum flandrarans, hins mögulega viðskiptavinar. Í öllu sínu hófleysi má segja að Kristalshöllin hafi markað upphaf neytendasamfélags nútímans. Á sýningunni, sem stóð í þrjú ár, var að finna hvað eina sem hugurinn girntist og líka ýmislegt sem enginn hafði látið sér detta í hug að væri til, svo sem hníf með 1.851 blaði og hljóðlátu vekjararúmi sem varpaði hinum sofandi fram úr á tilsettum tíma. Kristalshöllin varð að samkomustað unga fólksins og þangað leituðu vel stæðar konur til að drepa tímann jafnt sem fjölskyldufólk í leit að afþreyingu. Hún gegndi nákvæmlega sama hlutverki og verslunarmiðstöðvar nútímans, að því er virðist.

En Kristalshöllin stóð ekki lengi, frekar en hvolfgöngin í París. Eftir að sýningunni lauk var hún gerð að eins konar skemmtigarði eða sýningarhöll þar sem tónlistarviðburðir jafnt sem kattasýningar fóru fram. Og þrátt fyrir talsverðar vinsældir fór reksturinn á hausinn árið 1911. Lengi vel var hún einungis opin á fimmtudagskvöldum, er flugeldasýningar voru haldnar á hæðinni þar sem hún stóð. En árið 1936

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli