Frétt

bb.is | 29.09.2004 | 14:46„Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera hallelújasamkomur“

Sveinn Bernódusson.
Sveinn Bernódusson.
Sveinn Bernódusson formaður Framsóknarfélags Bolungarvíkur og fulltrúi í miðstjórn Framsóknarflokksins segir að stjórnmálaflokkar geti aldrei og megi aldrei verða neinar hallelújasamkomur. Til þeirra hluta hafi menn önnur félög sem ekki megi rugla saman við stjórnmálaflokka sem vilja kenna sig við lýðræði. Magnús Ólafsson formaður Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi segist hafa verið látinn vita fyrir þingflokksfundinn hvaða tillaga yrði lögð þar fram en að öðru leyti hafi kjördæmissambandið ekki komið að ákvörðuninni. Magnús Stefánsson alþingismaður og efsti maður á lista framsóknarmanna í kjördæminu við síðustu kosningar segir mjög miður að hafa þurft að taka þessa ákvörðun og hún eigi sér nokkurn aðdraganda.

Í gærkvöldi tók þingflokkur Framsóknarflokksins þá ákvörðun að Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Norðvesturkjördæmis taki ekki sæti í neinni þingnefnd á komandi þingi. Kristinn hefur að undanförnu gegnt formennsku í iðnaðarnefnd, varaformennsku í efnahags- og viðskiptanefnd, varaformennsku í samgöngunefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd.

Magnús Stefánsson þingmaður Norðvesturkjördæmis og efsti maður á lista framsóknarflokksins við síðustu kosningar segir það mjög miður að taka hafi þurft þessa ákvörðun en hann hafi staðið að henni eins og aðrir í þingflokknum. Aðspurður hvort þessi ákvörðun eigi sér langan aðdraganda segir Magnús svo vera. „Þetta mál er búið að vera í umræðu manna á meðal í nokkurn tíma og þetta er niðurstaða þeirra umræðna.“

Magnús segir ekki sjálfgefið að með þessari ákvörðun sé verið að veikja starf flokksins í kjördæminu. „Auðvitað hefur svona ákvörðun einhver eftirmál en ég vona að þau skaði ekki starf flokksins“, segir Magnús. Aðspurður hvort að þessi ákvörðun veiki ekki baráttuna fyrir hagsmunum kjördæmisins segist Magnús að svo þurfi ekki að vera. „Kristinn verður áfram þingmaður kjördæmisins og sem slíkur hefur hann áhrif“.

Magnús Ólafsson segir að sér hafi verið tilkynnt síðdegis í gær að á fundi þingflokks yrði flutt tillaga sem fæli það í sér að Kristinn H. Gunnarsson tæki ekki sæti í neinni þingnefnd. „Mér var einfaldlega tilkynnt um þessa tillögu en að öðru leyti kom ég ekki að málinu og enginn hefur ráðfært sig við mig vegna hennar“, segir Magnús. Aðspurður hvort að hann styðji þessa ákvörðun þingflokksins segist Magnús ávallt hafa litið á það sem helsta hlutverk hvers þingmanns að hafa sem mest áhrif hvort sem það væri með setu í nefndum eða með ráðherrasæti. „Við viljum alltaf að völd og áhrif okkar fólks séu sem mest og því er þessi ákvörðun mjög slæm fyrir kjördæmið“. Magnús telur að málið verði án efa tekið upp á fundi kjördæmasambandsins sem haldinn verður í byrjun nóvember.

Sveinn Bernódusson segir að með ákvörðun þingflokksins sé verið að sýna stuðningsmönnum flokksins fádæma óvirðingu. „Með þessari ákvörðun er verið að skilja forystu flokksins frá stórum hópi stuðningsmanna flokksins og skilja þá eftir á klakanum. Þessi ákvörðun er með miklum ólíkindum og hefur ekki verið tekin í neinu samráði við flokksmenn í kjördæminu. Þetta er atlaga að því starfi sem hér er unnið og köld kveðja til fólks sem berst fyrir byggð í landinu. Stjórnmálaflokkar geta aldrei og mega aldrei vera neinar hallelújasamkomur. Til þeirra hluta höfum við önnur félög sem menn mega ekki rugla saman við stjórnmálaflokka sem vilja kenna sig við lýðræði. Með þessari ákvörðun hafa þeir sem treyst hefur verið fyrir lýðræðiseggi flokksins hrasað en vonandi hefur eggið ekki brotnað. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós á næstunni“, segir Sveinn.

Aðspurður hvaða afleiðingar þetta hafi á baráttu flokksins í kjördæminu segir Sveinn: „Við sem erum að berjast fyrir tilverurétti okkar á landsbyggðinni höfum fundið ágætan liðsmann í Kristni. Hann hef ég stutt og mun styðja áfram þrátt fyrir að nú hafi verið reynt að gera hann áhrifalausan vegna skoðana sinna og framgöngu. Þessi ákvörðun veikir auðvitað okkar starf verulega hér um slóðir. Hér er í það minnsta ákaflega erfitt að útskýra fyrir fólki hvers vegna menn mega ekki hafa ólíkar skoðanir á einstökum málum. Við höfum kosið okkur forystu til þess að leiða flokkinn en ekki til þess að vera einhverjir gæslumenn skoðana flokksmanna. Á undanförnum mánuðum hefur þeim málum farið fjölgandi þar sem forysta flokksins hefur verið úr takti við hinn almenna flokksmann. Mörgum þeirra mála hefur verið hægt að bjarga fyrir horn fyrir framgöngu manna eins og Kristins. Hvort að þessu máli verður hægt að bjarga fyrir horn á eftir að koma í ljós.“

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli