Frétt

bb.is | 29.09.2004 | 14:07„Fólk sem glatar ævisögu sinni á ekki mikið eftir“

Berta Ragnarsdóttir, sérfræðingur í öldrunarmálum sem starfar í Svíþjóð, er stödd á Ísafirði til að kynna aðferðir við að vinna með fólki sem greinst hefur með heilabilun af völdum öldrunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Er þetta í þriðja sinn sem Bertha heimsækir Ísafjörð í þessum erindagjörðum. „Mikilvægt er að starfsfólk sem vinnur með heilabilaðu fólki kunni að fara rétt að því en til þess þarf meðal annars sérstaka samtalstækni sem ég kynni í þessum heimsóknum“, segir Bertha. Hún hefur búið í Svíþjóð í 22 ár og unnið með öldruðu fólki með heilabilun í fjölda ára. Ýmsar aðferðir eru notaðar og þar á meðal eru stuðningsviðtöl og endurminningaraðferðir.

„Erfiðara er fyrir fólk í umönnunarstörfum á litlum stöðum á Íslandi að beita þessum aðferðum þar sem heilabilað fólk er ekki á sérdeildum heldur í bland við alla aðra og því getur starfsfólkið ekki einbeitt sér að þeim. En allur fróðleikur er til góðs og einnig geta aðstandendur hjálpað til við að aðstoða þá sem þjást af slíkum sjúkdómum, til dæmis með að fylla út æviágrip viðkomandi eða safna saman gömlum hlutum sem ýtt gætu við minningum.“

„Til þess að geta unnið fagmannlega að umönnun heilabilaðra er lykilatriðið að þekkja ævisögu sjúklingsins og þótt þar séu sárar minningar getur það orðið viðkomandi til góðs að rifja þær upp. Tökum sem dæmi að 95 ára manneskja á elliheimili vilji fara heim til mömmu sinnar og starfsmaður bregðist við með að segja henni að mamma hennar sé dáin. Þá er hún að heyra það í fyrsta skipti og er kannski í huga sínum átta ára gömul stúlka. Ekki er heldur gott að ljúga að sjúklingnum og segja að mamma sé sofandi. Best er að mæta manneskjunni á þeim stað sem hún er á og spyrja hvort hún sé að tala um mömmu sína sem var saumakona og átti sex börn o.s.frv. Tala þá í þátíð og rifja upp þætti úr lífshlaupi manneskjunnar og þá er nauðsynlegt að vita persónulega hluti um hana. Með þessu missir enginn reisn sína, hvorki starfsmaðurinn fyrir að ljúga né þarf sjúklingnum að líða illa fyrir að vita ekki að sín eigin móðir sé látin.“

Betha hefur komist af því í gegnum vinnu sína að flestir sem þjást af sjúkdómum sem valda heilabilun hafa lítið sjálfstraust. Þá sé með ýmsum hætti hægt að bæta það. „Myndaalbúm eru mikilvæg fyrir fólk sem farið er að glata sjálfum sér. Ef við tökum sem dæmi að kona eigi mynd af skírn barnsins síns og þú segir henni frá því: „Þarna er verið að skíra hann Óskar yngsta son þinn og þar varstu í dragt sem að þú saumaðir sjálf.“ Konan verður þá mjög hissa og spyr: „Hvað segirðu, saumaði ég þessa fínu dragt“ og fyllist stolti yfir því. Fólk sem þjáist af heilabilunum glatar ævisögu sinni og þá er nú ekki mikið eftir“, segir Bertha.

thelma@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli