Frétt

mbl.is | 27.09.2004 | 15:02Ráðherra bað sýknaða sakborninga afsökunar

Dominique Perben, dómsmálaráðherra Frakklands, bað í dag sjö karla og konur, sem höfðu sætt röngum ákærum um að hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi, afsökunar. Hét Perben því, að sjömenningarnir fái fyrirframgreiðslu frá franska ríkinu vegna miskabóta sem þeir fá án efa dæmdar en nokkrir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í allt að þrjú ár áður en þeir voru sýknaðir í sumar. Fólkið er sagt vera illa leikið vegna málsins, bæði andlega og fjárhagslega.

Perben hitti sjömenningana að máli í dag og sagði við fréttamenn á eftir, að fundurinn sýndi að ráðuneyti hans vildi sýna auðmýkt.

Réttarhöld hófust í maí sl. yfir 17 manns, sem sakaðir voru um að hafa misnotað 18 börn, á aldrinum 3 til 12 ára, um fimm ára skeið. Nokkrir sakborningarnir voru ákærðir fyrir nauðgun og misþyrmingar eða nauðgun og villimannslegar aðfarir.

En málið tók óvænta stefnu þegar tvær konur, sem taldar voru í miðpunkti stórs vændishrings, breyttu framburði sínum og sögðu að 13 sakborninganna væru í raun saklausir. Konurnar breyttu framburðinum aftur síðar og sögðu að 13-menningarnir væru sekir.

Í júlí var síðan kveðinn upp dómur þar sem 10 sakborningar voru sakfelldir en 7 sýknaðir. Sex þeirra höfðu setið í gæsluvarðhaldi í allt að 3 ár.

Einn þeirra, sem ákærður var í málinu, framdi sjálfsmorð í fangelsi áður en það var tekið til dóms. Mörg hinna hafa misst atvinnu sína og börn þeirra hafa verið tekin af þeim.

Spurningar hafa vaknað um rannsókn málsins, réttarhöldinn og framburð barnanna sem í hlut áttu, en sá framburður var fullur af mótsögnum. Nokkrir sakborninganna, þar á meðal þeir sem síðan voru sýknaðir, neituðu aðfarið aðild að málinu, sem einkum var byggt á framburði barnanna, en saksóknarar héldu því fast til streitu.

„Loks hefur dómskerfið heyrt til okkar," sagði Karine Duchochois, sem var í hópi hinna sýknuðu. Roselyne Godard, sem einnig var sýknuð, sagði talaði um þá sex, sem voru sakfelldir þrátt fyrir að hafa haldið fram sakleysi sínu og sagði: „Það voru 13 saklausar manneskjur á sakamannabekknum."

Eftir dóminn í Outreau skipaði Perben starfshóp til að fara yfir hugsanlegar endurbætur á rannsóknarferli mála af þessu tagi, skilyrði fyrir gæsluvarðhald og notkun á framburði barna.

bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli