Frétt

| 16.07.2001 | 04:59Árni Johnsen

Hrafn Jökulsson skrifar í Pressunni:

Mig langar að hitta manninn sem ruglaði saman Árna Johnsen og Þjóðleikhúsinu. Sá maður er til og vinnur hjá Byko, að sögn Árna, sem skilur ekkert í því að byggingarefni fyrir á aðra milljón skyldi alveg óvart vera merkt Þjóðleikhúsinu en ekki honum sjálfum.
Mig langar líka að vita hvar kantsteinar frá BM Vallá fyrir 170 þúsund krónur eru niðurkomnir. Árni Johnsen pantaði þá í vor, en enginn hjá Þjóðleikhúsinu hafði heyrt af þeim þegar fréttamaður Ríkisútvarpsins kannaði málið. Árni segir að steinarnir séu í geymslu úti í bæ, rétt einsog ekkert sé sjálfsagðara en að þingmaður panti vörur í nafni ríkisfyrirtækisins, án samráðs við starfsmenn viðkomandi fyrirtækis, og láti geyma vörurnar í einhverjum bílskúr.

Mig langar líka að vita hvernig byggingarnefnd Þjóðleikhússins gat étið og drukkið fyrir hátt í 200 þúsund krónur á einu ári á kostnað hins opinbera. Árni Johnsen er nefnilega aleinn í byggingarnefnd Þjóðleikhússins, svo það hlýtur að hafa verið margréttað á byggingarnefndarfundunum hans á Holtinu eða Argentínu.

Að öðru leyti hef ég ekkert óskaplegan áhuga á fyrirbærinu Árna Johnsen. Hann hefur lengi verið ófyndni trúðurinn við Austurvöll, sem einkum kemur sér í fréttir fyrir afrek utan Alþingis: Hann flaug gegnum Dyrhólaey, hreykti sér af því að hafa „svarað að sjómannasið“ þegar hann sló mann á útiskemmtun, fékk Sinfóníuna og Ríkisútvarpið til að taka þátt í milljónaævintýri sem átti að sanna að hann væri tónskáld, náði í opinbera styrki til að hann gæti byggt bjálkahús handa sjálfum sér...

Á tímabili ræddu menn í fullri alvöru að Árni Johnsen gæti endað í ríkisstjórn. Við þurfum tæpast að hafa áhyggjur af því framar, en hann er eftir sem áður leiðtogi Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Og hann starfar á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í öllum nefndum og ráðum sem honum hefur í krafti þingmennsku tekist að troða sér í. Heiðvirðir Sjálfstæðismenn hrista gjarnan höfuðið þegar þeir neyðast til að muna eftir Árna Johnsen: Það sé nú ekki alveg sanngjarnt að nota brallið og bullið í honum gegn Sjálfstæðisflokknum. En því miður: Gæinn ER þingmaður flokksins, þótt hann nenni reyndar lítt að sinna þeim tittlingaskít sem felst í löggjafarstarfi.

Nú þarf að gera opinber öll gögn sem varða byggingarnefnd Þjóðleikhússins. Það þarf að draga hvern einasta reikning fram í dagsljósið. Sönnunarbyrðin hvílir á Árna Johnsen: Hann þarf að sýna fram á að hvert einasta snitti, sem pantað var í nafni Þjóðleikhússins, hafi skilað sér þangað. Hann þarf að gera grein fyrir hverjum einasta veitingareikningi, sem borgaður var með almannafé. Hann þarf að útskýra afhverju hann gerði milljónasamninga, án útboðs, við sum verktakafyrirtæki en ekki önnur. Og takist honum ekki að útskýra þetta allt saman á hann að segja af sér þingmennsku. Svo einfalt er það.

bb.is | 27.09.16 | 09:37 Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli