Frétt

Fréttablaðið | 22.09.2004 | 09:14Konunglegt klúður í Madríd

Brotthvarf Jose Antonio Camacho úr starfi þjálfara Real Madríd hlýtur að teljast einhver óvæntasti og háværasti knatthvellurinn þetta haustið. Camacho er ein helsta hetja félagsins í gegnum tíðina, í hópi leikjahæstu leikmanna í sögu Spánar, dáður fyrir þrautsegju og baráttugleði.

Honum var ætlað að innleiða gömul og góð gildi meðal hinna moldríku ofurbolta „galactico“ sem prýða hið konunglega stórveldi og þykja afar fallegir á velli en deigir til dáða þegar kemur að því að skila stigum í höfn eins og berlega kom fram á titlalausu tímabili í fyrra. Camacho er þungur maður á brún og í hollningu, feitur og sveittur kraftakarl og þannig fullkomin andstæða hinna snyrtilegu ofurbolta.

En andstæðurnar virtust of miklar og Camacho er horfinn á braut í annað sinn úr þjálfarastólnum. Í fyrra skiptið dugði hann í 23 daga en í þetta sinn heila 115 þótt sumarleyfisdagarnir næðu reyndar nánast hundraðinu! Tölfræði sem heimildarmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hefði gaman að skoða, sbr. kostulega útreikninga hans á frídögum Bush forseta í kvikmyndinni Fahrenheit 9/11.

Þrátt fyrir að það kunni að hafa á yfirborðinu sýnst snjöll ráðstöfun hjá Perez forseta að fá þjarkinn Camacho til að hafa stjórn á óstýrilátum stjörnunum hafa sparkspekingar kunnugir félaginu efast um þessa ráðstöfun í allt sumar og spáð Camacho erfiðleikum, þótt fáum hafi reyndar dottið í hug að samstarfið myndi springa svo skjótt. Stjörnurnar eru vanar að hafa sitt fram og virtust líða best undir hinni þægilegu stjórn hins hógværa Vincente Del Bosque sem leyfði þeim að spila svona nánast eins og hver vildi. Í fyrra kom hinn skipulagði en lítt reyndi Carlos Queroz til félagsins og vældu stjörnurnar mjög undan æfingum hans og heftandi leikskipulagi.

Hafa ber í huga með þjálfara Real Madríd að þeir ráða sáralitlu um það hvaða leikmenn eru keyptir til félagsins og ef ofurboltarnir gera uppreisn er það þjálfarinn sem tekur pokann sinn en ekki öfugt. Það fengu Queroz og Camacho að reyna. Perez forseti ákvað að leysa hnútinn með því að „öppgreida“ aðstoðarþjálfarann Mariano Garcia Remon en flestir álíta að þrátt fyrir að hann sé ráðinn út leiktíðina sé þess ekki langt að vænta að annar þjálfari og þekktari taki við liðinu. Ramon er reyndar ekki alger nýgræðingur, hefur stýrt Sporting Gijon, Las Palmas, Albacete, Salamanca, Numancia og Cordoba, auk þess að stýra Real Madríd tímabundið árið 1996. Kannski reynist Ramon rétta týpan fyrir stórstjörnurnar og ef liðið fær frægan þjálfara til sín er líklega best að hann sé mikill diplómat. Nafn Sven-Göran Eriksson hefur heyrst í þessu sambandi enda fer þar maður sem hefur sýnt sínum stjörnum mikla tryggð með enska landsliðinu. Beckham og Owen ættu allavega ekki að gráta þá ráðningu og myndu eflaust greiða honum braut meðal hinna stjarnanna.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli