Frétt

mbl.is | 20.09.2004 | 15:02Lögregla stöðvaði för landasala

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði á laugardagskvöldið för landasala eftir ábendingu frá lögreglunni í Kópavogi. Í bifreið mannsins og á heimili hans fundust um 20 lítrar af landa, auk peninga. Landasalinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Fram kemur í yfirliti yfir helstu verkefni helgarinnar hjá lögreglunni í Reykjavík, að helgin hafi verið í rólegri kantinum hjá lögreglunni í Reykjavík. Fámennt hafi í miðborginni aðfaranótt laugardags en heldur fleiri á ferli aðfaranótt sunnudags. Tilkynnt var um innbrot eða tilraun til innbrots í 34 bifreiðar og 12 fyrirtæki og heimili, auk fjölda rúðubrota.

Tilkynnt var um 42 umferðaróhöpp með eignatjóni um helgina. Rétt eftir hádegi á föstudag var bifreið ekið á ljósastaur á Kringlumýrarbraut sunnan við Borgartún. Ökumaður var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl og bifreið hans fjarlægð af dráttarbíl.

Síðdegis á föstudag var tilkynnt um bifreið sem ekið hafði á þrjár aðrar bifreiðar við Gnoðarvog. Bifreiðinni var ekið Sæbraut á móti umferð og beygt inn á Skeiðarvog móti rauðu ljósi. Þá var henni ekið suður Eikjuvog og beygt til hægri inn á Gnoðarvog en ökumaður náði ekki beygjunni og lenti framan á bíl sem stóð þar mannlaus við götuna. Hann ýtti bílnum afturábak á undan sér eina 15-20 metra uns annar bíll varð fyrir sem stöðvaði för hans. Þá ók ökumaðurinn í burtu en fannst skömmu síðar þarna skammt frá. Ökumaður sem kominn er hátt á níræðisaldur virtist ekki gera sér grein fyrir því sem gerst hafði.

Síðdegis á sunnudag varð umferðarslys á gatnamótum Suðurlandsvegar og Hafravatnsvegar. Ökumaður hafði stoppað á Suðurlandsvegi til að beygja til vinstri inn á Hafravatnsveg þegar bifreið var ekið aftan á bíl hans. Við áreksturinn kastaðist fremri bílinn á þriðja bílinn og fyrir þann fjórða. Sá síðasttaldi valt og endaði á hvolfi á gatnamótunum, utan í bílnum sem upphaflega var valdur að aftanákeyrslunni. Ökumenn og farþegar þriggja bíla voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreiðum, alls 7 manns, þar af 3 börn. Meiðsli þeirra eru beinbrot, mar og tognanir og eru meiðsli eins bílstjórans talin alvarlegust. Þrjár af bifreiðunum fjórum eru taldar ónýtar eftir óhappið.

Um helgina voru 22 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast fór var mældur á 129 km hraða á Gullinbrú að Fjallkonuvegi þar sem leyfilegur hraði er 60 km/klst. Um helgina voru 4 ökumenn stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur.

Á föstudagsmorgun bárust lögreglu 5 tilkynningar um innbrot í bifreiðar. Þjófarnir voru á höttunum eftir hljómflutningstækjum, geisladiskum og öðrum verðmætum í bílunum. Auk þess var stafrænni myndavél, tösku og rafmagnsrakvél stolið úr bifreiðunum. Þá var tilkynnt á laugardagsmorgun um fjölda innbrota í bifreiðar í miðborginni. Sá sem þar er talinn hafa verið að verki var handtekinn um miðnætti á föstudagskvöld eftir að til hans hafði sést við að brjóta rúður í bílum.

Vegna fjölda tilkynninga um innbrot og innbrotstilraunir í bifreiðar vill lögregla ítreka að fólk freisti ekki þjófa með því að skilja verðmæti eftir í bílum sínum. Þetta á sérstaklega við um tölvur, myndavélar og annan búnað, töskur, veski, skólatöskur, fatnað, geisladiska, peninga og annað sem freistað getur þjófa.

Lögreglu barst tilkynning um vatnsleka á föstudagsmorgun. Vatnstengi í tannlæknastól á 2. hæð í húsi við Síðumúla hafði gefið sig og vatn lekið niður á fyrstu hæð og í kjallara. Slökkvilið dældi vatninu upp en talsvert tjón varð.

Seinna um morguninn var tilkynnt um innbrot í hús á Seltjarnarnesi. Þjófurinn komst inn um glugga á svefnherbergi. Hann hafði á brott með sér skartgripi og gjaldeyri.

Rétt eftir miðnætti á föstudagskvöld hafði lögregla afskipti af ungum manni í Grafarvogi og fannst ætlað hass í buxnavasa hans. Stuttu síðar var óskað aðstoðar lögreglu vegna stúlkna sem reynt höfðu að nota skilríki eldri stúlkna til að komast inn á skemmtistað í miðborginni.

Þá var tilkynnt um tvær konur í samkvæmi í austurborginni sem féllu niður stiga. Þær voru báðar fluttar á slysadeild.

Á fjórða tímanum tilkynnti maður að ekið hefði verið á sig í Austurstræti. Maðurinn hafði ætlað yfir götuna og gengið fyrir aftan bifreið sem lagt var í stæði. Þegar hann var fyrir aftan bifreiðina var henni bakkað með þeim afleiðingum að vinstri fótur hans klemmdist milli bifreiðarinnar og gangstéttarpolla. Bifreiðinni var að því búnu ekið í burtu. Maðurinn fór á slysadeild og er hann illa marinn á kálfi og sköflungi.

Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu aðstoðar lögreglu vegna óláta við staðinn. Þar höfðu nokkrir menn ráðist á dyraverði og veitt þeim áverka. Einn maður var handtekinn og fluttur á stöð. Honum var sleppt að loknum viðræðum.

Nokkru síðar var maður sleginn í andlitið fyrir utan annan skemmtistað í miðborginni. Hann var fluttur á slysadeild. Sá slasaði þekkti ekki árásarmanninn en lögregla hefur ákveðnar grunsemdir um hver þar var að verki.

Á laugardagsmorgun var óskað aðstoðar vegna slagsmála á bensínstöð í austurborginni. Slagsmálunum var lokið þegar lögregla kom á vettvang. Leitað var á óróaseggjunum og fundust fíkniefni í bifreið þeirra. Þrír voru handteknir.

Um hádegisbil var tilkynnt um stuld á bakpoka frá erlendum ferðamanni í Kolaportinu. Í bakpokanum var sími og tvær myndavélar.

Stuttu seinna var tilkynnt um mann sem orðið hafði uppvís að þjófnaði á lyfjum í apóteki í Vesturbænum. Maðurinn komst undan en vitað er hver var að verki. Þá var brotist inn í hús í Breiðholtinu og þaðan stolið heimabíókerfi og vídeótæki.

Um kvöldmatarleytið á laugardagskvöld var tilkynnt um lausan eld í íbúð við Öldugötu. Þar hafði barn kveikt á eldavélarhellu sem á var sprittkerti. Slökkvilið reykræsti íbúðina en sótskemmdir urðu á eldhúsi.

Stuttu síðar var tilkynnt um þjófnað á bifreið úr bifreiðastæði við Laugaveg. Bifreiðin hafði verið skilin eftir ólæst og með lyklunum í.

Rétt eftir miðnætti var tilkynnt um mann að kasta hellusteini í bíla. Hann hafði m.a. annars brotið fram- og afturrúðu í bíl auk þess að hafa valdið meiri skemmdum.

Seinna um nóttina var tilkynnt um slagsmál þriggja manna austast í miðborginni. Mennirnir skildu sáttir, hver með sínar blóðnasir.

Þá var tilkynnt um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þar hafði maður skallað annan með þeim afleiðingum að lögregla flutti þann síðarnefnda á slysadeild með skurð á nefi.

Um sexleytið barst tilkynning um lausan eld í mannlausu húsnæði við Tryggvagötu. Tjón varð á eigum útigangsfólks sem hefur hafst við í húsinu.

Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um mann að brjótast inn í bíl á bifreiðastæði í miðborginni. Maður var handtekinn og fannst þýfið í bíl sem hann var á. Síðar kom í ljós að sá bíll er líklega stolinn. Maðurinn var handtekinn.

Seinna um morguninn barst lögreglu tilkynning um vatnsleka í húsnæði í Höfðahverfi. Þar hafði gleymst að skrúfa fyrir slöngu og rann heitt vatn frá henni um húsið þar sem tvö fyrirtæki eru með aðstöðu. Óljóst er um skemmdir af völdum vatnsins.

Þá bárust lögreglu nokkrar tilkynningar vegna rúðubrota síðdegis á sunnudag. Í einhverjum tilvikum var vitað hverjir þar höfðu verið að verki.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli