Frétt

bb.is | 20.09.2004 | 07:30„Hér þarf að skapa trausta kjölfestu í atvinnumálum“ segir Magnús Reynir

Magnús Reynir Guðmundsson.
Magnús Reynir Guðmundsson.
„Það er ekki óeðlilegt að forystumaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuli láta sér detta í hug ýmis úrræði til þess að vinna bug á atvinnuleysi og fólksflótta frá Vestfjörðum eftir að formaður hans Halldór Ásgrímsson með sinni stefnu í sjávarútvegsmálum hefur orðið til þess að skapa það ástand sem við höfum hér orðið vitni að á undanförnum árum. Hér er atvinnuleysi, héðan er fólksflótti og hér situr fólk uppi með verðlausar eignir. Í framhaldi af því hefur vonleysi sótt að fólki og því verður að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta er eigi að síður sú stefna sem núverandi forsætisráðherra hefur markað og náð í gegn með þessum skelfilegu afleiðingum.“

Þetta segir Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í tilefni af ummælum Guðna Geirs Jóhannessonar formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga á fjórðungsþingi á dögunum. Þar sagði Guðni Geir að það væri orðin áleitin spurning fyrir Vestfirðinga hvort ekki eigi að skoða möguleika á stóriðnaði innan svæðisins, þó ekki væri til annars en að þar kæmi möguleiki til viðbótar við aðra kosti svo sem fiskeldi, ferðaþjónustu, opinbera þjónustu, eflingu háskólanáms og rannsókna.

„Hvort okkar lausnir felist í stóriðju, þá er átt við stórar málmbræðslur, veit ég ekki. Ég er ekki á því að landfræðilega henti Vestfirðir fyrir slíkar verksmiðjur. Ef að slíkir kostir væru í sjónmáli hvað varðar orkufrekan iðnað, sem ekki krefjast mikilla landfræðilegra skilyrða, þá vildi ég skoða þá kosti. Það er deginum ljósara að eitthvað þarf að gera í atvinnumálum hér um slóðir. Austfirðingar hafa staðið saman um að efna til þeirrar byltingar sem þar á sér stað og það var mat þeirra að það væri nauðsynlegt á þann hátt sem þeir nú gera“, segir Magnús Reynir.

Aðspurður um það hvort ekki felist í orðum Guðna Geirs að hér um slóðir hafi menn verið að hugsa of smátt of lengi segir Magnús að hér hafi verið starfrækt Atvinnuþróunarfélag lengi. „Menn hafa bundið vonir við starfsemi þess. Það hafa orðið til eitt og eitt starf vegna starfsemi þess og það er auðvitað fagnaðarefni. Starfsemi slíks félags á auðvitað að vera viðbót við trausta kjölfestu í atvinnumálum. Kjölfestu sem sjávarútvegurinn var hér á árum áður. Slík kjölfesta er ekki til staðar hér lengur, því miður. Hana þurfum við að finna til þess að bæta fyrir helstefnu stjórnvalda. Atvinnuþróunarfélagið á að vera viðbót við traustan grunn en við getum ekki ætlast til þess að slíkt félag búi til traustan grunn. Sá grunnur verður að koma með samstilltu átaki á breiðari grunni. Um þetta hefur verið grundvallarágreiningur innan bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Ég og mínir samstarfsaðilar höfum lagt höfuðáherslu á að endurheimta það sem við höfum tapað og með því leiðrétta það misvægi sem hér hefur myndast að undanförnu. Ráðandi öfl hafa viljað fara aðrar leiðir og árangurinn er augljós. Við höfum verið að tapa hér opinberum störfum á sama tíma og rætt er um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni. Á árunum 2001 og 2002 töpuðust héðan 20 opinber störf. Með hækkandi fasteignaverði á öðrum stöðum á landinu hefur orðið til hér byggðagildra. Héðan hafa ekki allir komist sem hafa viljað. Það upplifðum við ekki á árum áður. Þá komust menn héðan sem vildu. Því verðum við að bregðast við með róttækum aðgerðum. Aðeins þannig tekst að auka tiltrú manna á svæðinu. Það gerum við aðeins með því að viðurkenna vandann og bregðast við honum“, segir Magnús Reynir Guðmundsson.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli