Frétt

| 10.07.2001 | 14:36Formaður Byggðastofnunar telur ástæðu til að setja löggjöf um réttindi starfsmanna

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
„Reynslan af flutningi stofnana bendir til þess að fáir starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu kjósi að flytjast búferlum út á land þegar starfið er flutt“, segir Kristinn H. Gunnarsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, í formála að nýútkominni ársskýrslu stofnunarinnar fyrir síðasta ár. Hann segir að hins vegar séu margir tilbúnir að vinna þessi sömu störf þótt þau séu utan höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal fólk sem er búsett á höfuðborgarsvæðinu.
Kristinn gerir þessi mál að umræðuefni vegna flutnings Byggðastofnunar frá Reykjavík til Sauðárkróks. Umtalsverðrar óánægju gætti meðal starfsfólks vegna þeirrar ákvörðunar og allir starfsmenn nema einn afþökkuðu áframhaldandi starf á nýjum stað.

„Þetta er ekki ólíkt því sem gerist þegar störf flytjast milli staða á landsbyggðinni eða af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins“, heldur Kristinn áfram, „en slíkt hefur gerst í töluverðum mæli, sérstaklega í sjávarútvegi með flutningi kvóta og skipa. Fólk vill vera þar sem það hefur komið sér fyrir og tekur óstinnt upp röskun á sínum högum sem flutningur á starfi vissulega er.

Nú er það opinber stefna að ný starfsemi hins opinbera verði fyrst og fremst utan höfuðborgarsvæðisins og ákveðin verkefni stofnana verði flutt út á land. Ekki verður sagt að vel hafi gengið að fylgja þessu eftir. Eru til þess ýmsar ástæður, þar á meðal ofangreind sjónarmið starfsmanna. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé rétt að setja sérstaka löggjöf um réttindi starfsmanna við flutning stofnunar eða starfs milli landshluta. Ég hef trú á því að ef slíkar reglur liggja fyrir muni nást betri árangur en verið hefur. Slík löggjöf ætti að mínu mati að ná til almenna vinnumarkaðarins enda vandséð að opinberir starfsmenn eigi að fá sérstaka meðhöndlun og njóta réttinda sem ekki eru til staðar í öðrum starfsgreinum. Sérstaklega er eftirtektarvert hvað starfsöryggi launafólks í sjávarútvegi er lítið og má þar nefna að í fiskvinnslu er hægt að taka fólk af launaskrá fyrirvaralítið vegna hráefnisskorts. Ætla má að verulegt samband sé milli lítils atvinnuöryggis og veikrar stöðu byggðar.“

Um málefni starfsmanna Byggðastofnunar í Reykjavík sérstaklega og starfslok þeirra segir Kristinn H. Gunnarsson:

„Starfsmönnum Byggðastofnunar í Reykjavík var boðin áframhaldandi vinna hjá stofnuninni, en þeir afþökkuðu það að einum undanskildum. Í framhaldinu var deilt um biðlaunarétt og höfðaði Samband íslenskra bankamanna mál til þess að fylgja kröfum starfsmanna eftir. Samkomulag tókst þó að lokum þegar stjórn Byggðastofnunar ákvað að leggja niður stöður átta starfsmanna, enda lá fyrir að stofnunin yrði endurskipulögð að nokkru. Við það myndaðist biðlaunaréttar sem starfsmenn njóta fái þeir ekki annað starf á næstu 12 mánuðum. Hefji þeir annað starf á tímabilinu sem er lægra launað en það sem þeir gegndu hjá Byggðastofnun er greiddur mismunur launanna í 12 mánuði. Stofnunin aðstoðar þessa starfsmenn við að fá annað starf og eru góðar horfur um að það takist. Við það verður kostnaður Byggðastofnunar af biðlaunaréttinum ekki mikill.

Aðrir starfsmenn en þessir átta höfðu ýmist fengið sér annað starf og látið af störfum eða við þá hafði verið gerður starfslokasamningur. Niðurstaðan er að tekist hefur samkomulag við alla sem störfuðu í Reykjavík sem er mikið fagnaðarefni og greiddi verulega fyrir því að flutningur Byggðastofnunar gengi samkvæmt áætlun. Það sem deilt var um er hvort flutningur stofnunar milli landshluta jafngildi því að starf sé lagt niður en þá er um biðlaunarétt að ræða. Það var sjónarmið iðnaðarráðuneytisins og Ríkislögmanns að ekki sé um niðurlagningu starfs að ræða en SÍB hélt hinu gagnstæða fram. Þessi lagalegi ágreiningur er óleystur og mun rísa að nýju þegar næsta stofnun verður flutt, hvort heldur það verður í heilu lagi eða að hluta.“

bb.is | 27.09.16 | 07:51 Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með frétt Af 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli