Frétt

mbl.is | 08.09.2004 | 09:01Akureyringur siglir með frægri skútu til Frakklands

„Þetta var nú eiginlega algjör tilviljun,“ segir Hörður Finnbogason, ungur Akureyringur sem í gær lagði upp í leiðangur með rannsóknarskútunni Töru frá Torfunefsbryggju en leiðin liggur til Frakklands. Tara hefur legið við bryggju á Akureyri undanfarna daga eftir leiðangur norður í höf, m.a. var siglt til Grænlands og Jan Mayen.

„Skútan kom til Akureyrar í lok júlí en þar voru teknar vistir og skipt um áhöfn. Ég fór um borð og spurði hvort ég mætti koma með krakkana af siglinganámskeiðinu og leyfa þeim að skoða. Það var auðsótt mál, en síðan hef ég verið í sambandi við áhöfnina, aðstoðaði við útvegun varahluta og þá urðu tveir Frakkar eftir í landi og við buðum þeim að gista í húsi siglingaklúbbsins. Þannig tókust með okkur ágæt kyni. Þeir höfðu svo samband við mig og buðu mér að sigla með sér til Frakklands. Að sjálfsögðu tók ég boðinu með þökkum og hlakka til að fara með,“ sagði Hörður. Hann hefur síðustu tvö sumur verið leiðbeinandi á siglinganámskeiðum Nökkva, alvanur siglingum, fór á sitt fyrsta námskeið 8 ára gamall, „og hef verið með bakteríuna síðan.“ Hörður sagði að siglingin með Töru yrði algjörlega ný reynsla, hann hefði ekki áður siglt á svo stórri skútu né heldur svo langa leið. „Ég hugsaði mig ekki einu sinni um þegar mér bauðst að sigla með, ákvað bara strax að skella mér,“ sagði Hörður og átti von á rólegheita siglingu, „það er nánast eins og að vera um borð í togara að vera hérna, það er frábært fólk í áhöfninni og andrúmsloftið létt og þægilegt,“ sagði hann en um borð eru einkum Frakkar og Nýsjálendingar. Danskir vísindamenn og fleiri sem voru með í leiðangrinum munu fljúga til síns heima frá Akureyri.

Tara var smíðuð árið 1989, hún er 36 metrar, 120 fet, 10 metra breið, smíðuð úr þykku áli og um borð eru eru tvær 22 kW vélar. Skútan er með tvo svokallaða fellikili og þegar báðir eru niðri ristir hún 3,5 metra.

Tara hét áður Seamaster og var í eigu Sir Peters Blake, eins þekktasta siglingakappa Nýja-Sjálands og í hópi þekktutu siglingamanna í heimi, en hann vann fjölda afreka á þessu sviði. Fór m.a. fyrir sveit Nýja-Sjálands sem vann Ameríkubikarinn í siglingum árið 1995 og 1996. Sir Peter Blake var myrtur um borð í skútunni í byrjun desember árið 2001 en hún var þá bundin við bryggju á Amazon-fljóti í Brasilíu. „Þetta var alveg rosalegt,“ sagði Alister Moore, sem var með í þeim leiðangri, en hann gerði eftir atburðinn hlé á siglingum en er nú kominn um borð aftur. Alister var ekki um borð þegar ódæðið var framið, „Ég var með kvikmyndatökuliði í rannsóknarleiðangri inni í frumskógi, en pabbi var um borð og hann var barinn illa,“ sagði Alister en faðir hans er enn einn af áhöfninni. „Það sigldu sjö menn á gúmmíbát að skútunni og réðust grímuklæddir um borð veifandi byssum. Peter reyndi að verjast árásinni, en þeir skutu hann til bana og tveir aðrir í áhöfninni særðust,“ sagði Alister. Hann sagði ræningjana lítið hafa haft upp úr krafsinu, en atburðurinn fékk mjög á áhöfnina.

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli