Frétt

mbl.is | 30.08.2004 | 22:34Annar kanadísku skútuverjanna látinn

Annar tveggja skipverja kanadísku skútunnar sem fórst síðdegis vestur af landinu er látinn. Hinn er óslasaður og óðum að ná sér af volkinu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi, að sögn vakthafandi læknis á deildinni. Skúta mannanna sökk í vonskuveðri 25 sjómílur útaf Malarrifi á sjötta tímanum í dag. Mennirnir gátu látið ættingja í Kanada vita um gervihnattasíma að skútan væri að sökkva en rétt eftir það rofnaði samband við þá. Hafði björgunarstjórnstöðin í Halifax á Nýfundnalandi samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um klukkan 17 tilkynnti að kanadísk skúta væri að sökkva.

Talið er að maðurinn hafi látist af völdum þess að lenda í sjónum, en hann var látinn þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang. Voru skipverjarnir þá báðir í sjónum og lítilsháttar brak úr skútunni fljótandi í kring. Hinn látni er á þrítugsaldri en félagi hans á fertugsaldri. Var sá volkaður og kaldur er komið var með hann á Landspítalann en hlýnaði fljótt. Verður hann áfram til skoðunar á deildinni fram eftir kvöldi, en að sögn læknis hlaut hann engan skaða af óhappinu að sjá.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði út áhöfn þyrlunnar TF-LIF klukkan 17:04 í beinu framhaldi af samtali við björgunarstjórnstöðina í Halifax. Einnig var haft samband við Vakstöð siglina og óskað eftir að neyðarkall yrði sent út á rás 16 svo að skip á svæðinu fengju upplýsingar um málið.

Áhöfn TF-SYN, Fokker flugvélar Landhelgisgæslunnar, var einnig kölluð út ásamt Flugbjörgunarsveitinni til að leita að skútunni. Þá var Varnarliðið beðið um að setja þyrlu í viðbragðsstöðu.

TF-LIF fór í loftið klukkan 17:28. Áhöfn hennar hafði samband við stjórnstöð klukkan 18:05 og hafði leit þá engan árangur borið. Aðstæður til leitar og björgunar voru ekki góðar. Mjög hvasst var á svæðinu eða 20-25 metrar á sekúndu og skyggni um 2 kílómetrar og lágskýjað. Ölduhæð var 4-5 metrar. Vegna leitarskilyrða fór TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, ekki í loftið.

Skömmu síðar eða klukkan 18:13 sá áhöfn TF-LIF mennina í sjónum. Annar þeirra var í björgunargalla en hinn í vesti. Búið var að hífa þá um borð klukkan 18:20. Að sögn Einars Valssonar stýrimanns í TF-LIF var með ólíkindum að mennirnir skyldu finnast þetta fljótt því þeir voru í dökkum göllum og aðstæður til leitar slæmar. TF-LIF lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar klukkan 19:06 þar sem sjúkrabifreiðir tóku á móti mönnunum og fluttu þá á sjúkrahús.

bb.is | 21.10.16 | 09:01 Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með frétt Í vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli