Frétt

| 04.07.2001 | 14:01Forsetinn misbýður fólki

Stundum misbeita valdamenn valdi sínu eða þeir ganga fram af fólki með hegðun sinni. Hér skulu nefnd tvö dæmi um valdamenn, annar er ráðherra og hinn forseti, sem hvor á sinn hátt hafa misboðið mörgum.
Annar maðurinn er Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, en þvergirðingsháttur hans í að skoða alla þætti Skerjafjarðarslysins er ólíðandi og særir réttlættistilfinningu fólks. Það hefur komið fram rökstudd gagnrýni á margt í sambandi við það slys sem krefst rannsóknar óvilhallra aðila. Trúnaðartraust milli flugmálayfirvalda og almennings hefur brostið og það þýðir ekkert fyrir ráðherra eða flugmálayfirvöld að segja að allt liggi skýrt fyrir.

Aðstandendur fórnarlambanna í þessu slysi hafa rökstudd mál sitt einstaklega vel og það er skylda samgönguráðherra að hlutast til að óháð rannsókn verði greidd úr ríkissjóði. Fólk vill að það sé gert alveg eins og það vill að mál Magnúsar Leópoldssonar verði rannsakað að nýju. Þetta snýst um að byggja aftur upp trúnaðartraust. Sturla hefur að mörgu leyti verið farsæll ráðherra og honum ber að sjá til þess að ný rannsókn fari fram og að hún verði kostuð af opinberu fé. Alþingi sem fer með fjárveitingavaldið mun örugglega samþykkja slík útgjöld.

Hinn aðilinn sem misbýður fólki smátt og smátt er forseti lýðveldsins. Það er kominn tími til þess að hann og heitkona hans ákveði hvernig framhald verði á sambandi þeirra. Þjóðin stóð dyggilega að baki forsetanum við hið sorglega fráfall Guðrúnar Katrínar. Forsetinn á vissulega sitt einkalíf en hann er fyrst og fremst í opinberri stöðu og það er eðlilegt úr því að heitkona hans fylgir honum víða sem fulltrúi Íslands að kveðið verði upp um hvort ekki sé að vænta hjónabands innan tíðar. Óvígð sambúð forseta um lengri tíma er ósmekkleg úr því að aðilarnir koma báðir fram fyrir hönd Íslands. Hér er ekki um gamaldags afstöðu að ræða heldur spurning um hvað fólki finnst vera tilhlýðilegt eða ekki.

Þjóðin styður Ólaf Ragnar eins og hún hefur ávallt stutt forseta sína þótt þeir hafi verið kjörnir eftir harða kosningabaráttu. Það er hins vegar mikilvægt að forseti lýðveldsins misbjóði ekki siðferðisvitund almennings. Hjónabönd eru hornsteinn í samfélagi okkar og þótt mörg þeirra duga ekki ævina á enda eru þau þungamiðja í trú okkar. Forseta lýðveldsins ber að laga sig að slíkum grunngildum enda hefur honum verið veitt það svigrúm sem hann bað sjálfur um.

Ath! Fyrirsögnin er bb.is

bb.is | 30.09.16 | 10:01 Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með frétt Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli