Frétt

Bylgjan | 23.08.2004 | 15:09Guðni vildi ekki víkja Siv

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir þá ákvörðun þingflokksins að Siv Friðleifsdóttir skyldi víkja úr ríkisstjórn hafa valdið mikilli ólgu innan flokksins. Hann leggur áherslu á að þetta hafi ekki verið sú leið sem hann vildi fara. Siv Friðleifsdóttir var ekki valin til áframhaldandi setu í ríkisstjórninni á fundi þingflokks Framsóknarflokksins á fimmtudaginn. Sú ákvörðun að hún skyldi vera látin víkja fimmtánda september í skiptum fyrir forsætisráðuneytið hefur valdið reiði meðal margra Framsóknarmanna. Flestar konur telja að það sé gengið fram hjá hæfri konu og ýmsir segja að völdin í flokknum séu að færast á hendur fárra einkavina Halldórs Ásgrímssonar.

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er ósáttur við að gagnrýni sé sögð beinast gegn flokksforystunni því Siv sé hluti af henni. Hún sé ritari flokksins og sitji því í forystunni ásamt Guðna og Halldóri. Hann segir málið snúast um það að Halldór hafi lagt fram tillögu um að Siv skyldi víkja, eftir að hann hafi rætt við alla þingmenn flokksins. Guðni segir tillöguna svo hafa verið samþykkta eins og alltaf í þessum efnum.

Guðni segir hin hörðu viðbrögð við brottvikningu Sivjar ekki hafa komið sér á óvart vegna hinnar sterku jafnréttisáætlunar flokksins. Hann segir Siv ungan og glæsilegan ráðherra sem hafi staðið sig vel og því séu miklar tilfinningar í málinu. Aðspurður hvort hann sé á því að ákvörðunin um að víkja Siv úr ríkisstjórninni hafi verið rétt segir Guðni að þurft hafi að leita að niðurstöðu sem ekki væri aðeins til að sætta þingflokkinn, heldur gæti gengið í flokkinn allan sem sáttatillaga. Því miður hafi það ekki verið raunin og því mikilvægt að leita nú leiða til sátta.

Spurður hvort hann sé þar með að segja að ekki hafi verið rétt að víkja Siv úr ríkisstjórninni segist Guðni fyrst og fremst vera að segja að tillagan hafi ekki verið hans. Hún hafi komið frá Halldóri Ásgrímssyni og óþekkt sé annað en að stuðningur sé við tillögu formannsins. Hann segir að hins vegar hefði ennfremur þurft að leita tillögu sem flokksheildin væri sátt við. Aðspurður hvort hann hafi stutt tillögu formannsins segir Guðni svo vera.

Sú kenning hefur verið viðruð opinberlega að Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem búsettur er í Hveragerði, hafi augastað á fyrsta sæti lista flokksins í Suðurkjördæmi og jafnvel varaformannsembættinu. Guðni Ágústsson leiðir sem kunnugt er lista Framsóknar í Suðurkjördæmi og hann er líka varaformaður flokksins. Hann segist ekki telja neinar líkur á því að Árni ætli í „heilagt stríð“ við sig. Þeir séu samherjar í flokknum og það megi segja að félagsmálaráðherra hafi upphaflega komið inn í stjórnmál fyrir tilstilli Guðna.

Aðspurður hvort honum finnist að sín staða innan Framsóknarflokksins hafi veikst eftir að ákvörðunin um brottvikningu Sivjar hafi verið tekin segist Guðni ekki telja það. Allar skoðanakannanir frá því hann varð varaformaður og ráðherra hafi sýnt að staða hans sé mjög sterk.

Að sögn Guðna er mikil ólga innan flokksins og nú sé því tímabært að setjast niður, marka skýra áætlun til framtíðar og hlusta á allar raddir innan Framsóknarflokksins. Spurður hvort hann hafi lagt fram aðra tillögu en að víkja Siv úr ríkissstjórn, meðal annars til að koma hugsanlega í veg fyrir nefnda ólgu, segist Guðni hafa átt trúnaðarsamtal við Halldór Ásgrímsson en hann vildi ekki gefa upp hvað þeim fór á milli.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli