Frétt

mbl.is | 23.08.2004 | 14:10Datt af vélarhlíf bíls og slasaðist

Tilkynnt var um umferðaróhapp á Suðurströnd við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi um klukkan fimm aðfaranótt laugardagsins. Þar voru ungir menn að leika sér að því að aka bíl og lá einn þeirra á vélarhlíf bílsins. Þegar ökumaður dró úr hraðanum rann sá á vélarhlífinni fram af henni og lenti í götunni og undir bifreiðinni. Lögregla segir að maðurinn hafi slasaðist á hrygg og hlotið mikla áverka á höfði. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Fram kemur í yfirliti yfir helstu verkefni helgarinnar hjá lögreglunni í Reykjavík, að helgin var erilsöm. Mikill mannfjöldi var í miðborginni á laugardag og fram á morgun á sunnudag í tengslum við menningarnótt enda veður eins og best verði á kosið. Mikil ölvun var í miðborginni aðfaranótt sunnudags og töluvert um slagsmál og pústra.

Tilkynnt var um 43 umferðaróhöpp með eignatjóni um helgina. Síðdegis á föstudag var tilkynnt um útafakstur bifreiðar á Kjósarskarðsvegi. Þar höfðu erlendir ferðamenn á bílaleigubíl ekið út af veginum. Flytja þurfti ökumann og farþega á slysadeild og var bifreiðin fjarlægð af dráttarbíl.

Bíll lenti utan vegar á Suðurlandsvegi á afleggjaranum að Fjárborg á laugardagsmorgun. Ökumaður notaði ekki bílbelti og fann hann til eymsla í vinstri handlegg og kvið. Bíllinn var dregin burtu af dráttarbíl.

Á sunnudagskvöld var ekið á dreng á reiðhjóli á gatnamótum Jónsteigs og Merkjateigs. Drengurinn meiddist á hægri fæti og var fluttur á slysadeild af foreldrum sínum.

Um helgina voru 15 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast fór var mældur á 123 km hraða á Kringlumýrarbraut þar sem leyfilegur hraði er 70 km/klst. Þá voru 7 ökumenn teknir, grunaðir um ölvun við akstur.

Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í bifreið í Hálsahverfi þar sem stolið var Canon myndavél að verðmæti kr. 126.400 kr. Þá var brotin rúða í verslun á Laugavegi og þaðan stolið tveimur kjólum. Brotist var inn á kaffihús í austurborginni og þaðan stolið áfengi og 45.000 krónum úr sjóðsvél. Farið var í hjólageymslu í sama hverfi og þaðan stolið fjallahjóli.

Upp úr hádegi á föstudag var tilkynnt um árás á starfsmann fiskverkunarfyrirtækis í Vesturbænum. Árásarmaðurinn hafði komist inn í aðstöðu starfsfólks og veittist þar að starfsstúlku. Henni tókst að verjast manninum með því að bíta og slá og læsa sig inn á salerni starfsmanna. Árásarmaðurinn fannst ekki, þrátt fyrir leit.

Síðdegis á föstudag var tilkynnt um mikið af glerbrotum á akbrautinni á Borgavegi í Grafarvogi. Glerbrotin reyndust vera úr gluggum sem fallið höfðu á akbrautina. Gluggakörmum var komið út fyrir akbrautina og hreinsunardeild borgarinnar hreinsaði glerbrotin upp.

Stuttu síðar hafði lögregla hendur í hári tveggja pilta sem höfðu gert sér að leik að kveikja í leiðatöflu í biðstöð strætó við Gullengi. Þeir viðurkenndu verknaðinn.

Um fimmleytið var tilkynnt um eld í íbúð við Þórðarsveig í Grafarholti. Þar hafði kviknað í ljósaseríu sem vafið var utan um blóm. Litlar skemmdir urðu og sá slökkvilið um að reykræsta íbúðina.

Rétt eftir kl. 20 á föstudagskvöld var tilkynnt um að ráðist hefði verið á mann í Breiðholti. Þar hafði maður átt orðaskipti við þrjá karlmenn á bifreið fyrir utan verslun. Þeir réðust í framhaldinu á hann og slógu í jörðina. Flytja þurfti hann á slysadeild með sjúkrabíl. Árásarmennirnir eru ófundnir.

Rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöld var tilkynnt um að reynt hefði verið að greiða með fölsuðum 500 króna seðli í söluturni í Breiðholti. Lögregla stöðvaði viðskiptavininn en sá kvaðst hafa fengið seðilinn til baka í verslun í Keflavík.

Afskipti voru höfð vegna 8 fíkniefnamála um helgina, tvö þeirra voru rétt eftir miðnætti á föstudagskvöld.

Á laugardagsnóttina var maður sleginn í rot á skemmtistað í miðborginni. Þegar hann rankaði við sér úr rotinu fékk hann glas í andlitið og fékk þá djúpan skurð fyrir ofan hægri augabrún. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Seinna um nóttina var ráðist á starfsmann á BSÍ sem fékk hnefahögg í andlitið frá viðskiptavini. Skemmdir urðu einnig á afgreiðslulúgu.

Á laugardagsmorgun var tilkynnt um brotnar rúður í verslunarkjarna í Mosfellsbæ. Þrjár rúður voru brotnar í myndbandaleigu og ein í efnalaug.

Á laugardag og fram á sunnudagsmorgun hafði lögregla mikinn viðbúnað vegna menningarnætur. Lögregla hafi í nógu að snúast við umferðarstjórn, umferðareftirlit, almenna gæslu og fleira. Mjög mikill mannfjöldi var í miðborginni og umferðaröngþveiti myndaðist. Töluvert var um að ökumenn virtu ekki lokanir lögreglu. Skapaði það vandræði, bæði fyrir lögreglu og sjúkrabíla og eins fyrir strætó.

Þrátt fyrir gífurlegan mannfjölda gengu hátíðahöldin að mestu leyti stórslysalaust fyrir sig. Ölvun var mikil í miðborginni er líða tók á kvöldið og nóttina Um sexleytið á sunnudagsmorgun höfðu 17 manns fengið að gista fangageymslur vegna ölvunarástands og átti þeim eftir að fjölga er leið á morguninn. Lögreglu bárust 15 tilkynningar vegna líkamsárása og 17 sinnum var óskað aðstoðar vegna óláta og slagsmála þessa nótt. Þá þurfti að aðstoða fjölda fólks vegna annars konar óhappa og slysa. Ein nauðgun var einnig tilkynnt til lögreglu.

Síðdegis á laugardag var tilkynnt um þrjá drengi með loftbyssu. Í ljós kom að einn drengjanna var með paint-ball byssu og fleiri hluti sem hann gat ekki gefið skýringar á. Hann var færður fyrir varðstjóra til viðræðna.

Um hálf átta leytið á laugardagskvöld var tilkynnt um eld í grilli við hús við Langholtsveg. Þar hafði eldur kviknað í feiti eftir að grillun lauk og hlutust af lítilsháttar skemmdir á palli, skjólvegg og húsvegg.

Um tíuleytið tilkynnti vegfarandi um yfirstandandi innbrot í hús við Grettisgötu. Tveir menn voru handteknir á staðnum og vistaðir í fangageymslu. Fyrir framan íbúðina og við húsið við hliðina fundust munir sem sem þjófarnir voru búnir að sanka að sér og ætluðu að stela, m.a. verkfæri, fartölva, áfengi og DVD diskar. Síðdegis á sunnudag var bifreið stolið af bifreiðastæði við hús í Mosfellsbæ. Eftir eftirgrennslan fannst bifreiðin og þjófarnir.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli