Frétt

mbl.is | 20.08.2004 | 13:07Háskólamenntun kvenna skilar hæstri arðsemi

Háskólamenntun kvenna skilar að meðaltali hæstri arðsemi, en einkaarðsemi hennar, sá fjárhagslegi ávinningur sem einstaklingur getur vænst umfram kostnað, er tæplega 11%, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um arðsemi menntunar á Íslandi. Þar segir að þegar reiknuð er arðsemi menntunar með gögnum frá árinu 1996 og borin saman við niðurstöður hinnar nýju rannsóknar komi í ljós að arðsemi háskólamenntunar kvenna hafi aukist umtalsvert en arðsemi annars náms karla og kvenna hafi breyst mun minna.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni var í rannsókninni metin arðsemi framhaldsskólanáms og háskólanáms karla og kvenna á Íslandi.

Bæði þess að reikna út einkaarðsemi náms var sjónum beint að samfélagslegri arðsemi, sem skilgreina má sem þá virðisaukningu í hagkerfinu í heild sem leiðir af námi einstaklings, að því er segir í tilkynningunni.

„Virðisaukinn sem einstaklingur skapar felst í hærri launatekjum að námi loknu sem endurspegla meiri framleiðslu í hagkerfinu. Beitt er núvirðisreikningum þar sem núvirt greiðsluflæði fórnarkostnaðar menntunar annars vegar, og væntrar tekjuaukningar hins vegar eru borin saman. Sá núvirðisstuðull sem gerir þessi greiðsluflæði jöfn er skilgreindur sem arðsemi menntunar, segir jafnframt í tilkynningunni. Þar kemur fram að niðurstöður séu bornar saman við arðsemismat sem gert hafi verið fyrir nokkur lönd á vegum OECD og fyrri íslenskar rannsóknir á málinu.

Á eftir háskólamenntun kvenna, hvað arðsemi varðar er framhaldsskólamenntun karla. Nám á framhaldsskólastigi skilar þeim að meðaltali rúmlega 7% einkaarðsemi, en einkaarðsemi framhaldsskólanáms kvenna og háskólanáms karla er svo heldur lakari; Háskólanám karla skilar þeim að jafnaði 5,5% arðsemi og framhaldsskólanám kvenna skilar rúmlega 4% arðsemi, að því er segir í tilkynningu Hagfræðistofnunar.

Stærstu einstöku áhrifaþættir á arðsemi menntunar á Íslandi eru atvinnuleysisáhætta og breytingar á skattbyrði. Minnkandi líkur á atvinnuleysi með aukinni menntun auka nokkuð arðsemi menntunar en hækkandi skattbyrði með auknum heildartekjum dregur úr einkaarðsemi náms.

Samkvæmt upplýsingum Hagfræðistofnunar gera ofangreindar niðurstöður ekki ráð fyrir að fólk vinni á sumrin á meðan námi stendur, enda eigi sú forsenda ágætlega við í þeim löndum sem aðferðirnar voru þróaðar fyrir af OECD. Séu laun fyrir sumarvinnu tekin með í reikninginn hækki arðsemin töluvert.

Segir í tilkynningu stofnunarinnar að sé litið til einstakra faghópa komi í ljós að verkfræðingar, læknar, tæknifræðingar og viðskipta- og hagfræðingar fái prýðilegan arð af háskólanámi sínu, en einkaarðsemi hjá öllum þessum hópum hafi mælst um eða yfir 20%.

Aðrir faghópar sem fyrst og fremst starfi hjá hinu opinbera, eins og hjúkrunarfræðingar, prestar, sálfræðngar, kennarar og lögfræðingar er starfa hjá ríkinu, njóti einnig 6-10% arðsemi, nema grunnskólakennarar, en þeir hafa ekki fjárhagslegan arð af háskólanámi sínu.

„Þegar gerður er samanburður á þessum tölum við niðurstöður úr rannsókn sem gerð var árið 1992 kemur í ljós að arðsemi verkfræðináms og viðskipta- og hagfræðináms hefur lítið breyst, sem bendir til þess að hin háa arðsemi þessa náms sé ekki tímabundið ástand ójafnvægis milli framboðs of eftirspurnar, heldur fremur tilkomin vegna rentu af þeirri takmörkuðu auðlind sem felst í getu og áhuga á slíku námi. Arðsemi hjúkrunarfræði, framhaldsskólakennaranáms og sálfræði hefur breyst frá því að vera neikvæð til þess að vera ásættanleg,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir þar að rafeindavirkjar státi af arðsömustu framhaldsskólamenntuninni af þeim hópum sem bornir voru saman á því stigi, en einkarðsemi rafeindavirkjunar er tæp 16%. Bakarar, rafvirkjar, prentarar og bifvélavirkjar fá um það bil 11-13% arð af iðnmenntun sinni en eina stétt framhaldsskólamenntaðra þar sem konur eru í meirihluta af þeim sem metnar voru, sjúkraliðar, fá heldur lakari arð af náminu en einkaarðsemi sjúkraliðanáms er tæplega 8%.

„Almennt reynist ekki stórvægilegur munur milli samfélagslegrar arðsemi og einkaarðsemi, hvort sem litið er til framhalds- eða háskólamenntunar. Þó er samfélagsleg arðsemi nokkru lægri en einkaarðsemin þegar um háskóla er að ræða og nokkru hærri en einkaarðsemin í tilviki framhaldsskóla. Munurinn sem hér um ræðir er þó ekki af þeirri stærðargráðu að út frá honum sé hægt að færa rök fyrir að stjórnvöld auki eða dragi úr stuðningi við menntun frá því sem nú er,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.

Skýrslan var unnin af Jóni Bjarka Bentssyni og Þórhalli Ásbjörnssyni.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli