Frétt

Fréttablaðið | 19.08.2004 | 08:11Ráðherramálið flokknum erfitt

Þung undiralda virðist í Framsóknarflokknum vegna fyrirhugaðra ráðherraskipta og hlutfalls kvenna í ábyrgðarstöðum fyrir flokkinn. Þá er nokkur titringur í innviðum flokksins vegna heilsíðuauglýsingar valinkunnra framsóknarkvenna með áskorun til þingflokks flokksins að virða lög flokksins. Í samþykktum Framsóknarflokksins er kveðið á um 40 prósenta hlutfall kvenna í ábyrgðarstöðum. Útlit er fyrir að Siv Friðleifsdóttur verði kippt út úr ráðherraliði flokksins í næsta mánuði og að Valgerður Sverrisdóttir standi þá jafnvel ein eftir sem ráðherra flokksins úr röðum kvenna. Siv kýs að tjá sig ekki um málið að svo stöddu.

Heimildarfólk í röðum Framsóknarflokksins er ekki á einu máli hvað liggi að baki þrýstingi hluta framsóknarkvenna. Sumir telja að málið snúist fyrst um að halda Siv áfram inni í ráðherraliðinu, meðan aðrir hallast að því að þrýstingur kvennanna sé til þess að Jónína Bjartmarz verði tekin inn sem ráðherra, verði Siv látin fara.

Innanbúðarmenn í Framsóknarflokknum töldu sumir hverjir þó til marks um aðkomu Sivjar að aðstoðarmaður hennar, Una María Óskarsdóttir, sé líka formaður Landssambands framsóknarkvenna. „Það þarf ekkert að segja manni að hún hafi ekki vitað af þessari auglýsingu,“ sagði einn viðmælenda.

„Þegar komið er út á vígvöllinn skiptir maður ekki um forystulið,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi í Reykjavík og ein af stofnendum Landssambands framsóknarkvenna.

„Þessi bábilja um hæfni einstaklinga er út í hött. Við höfum valið forystusveit okkar flokks jafnhæft fólk, að mínu mati. Þar er enginn munur á hæfni karla og kvenna. Sex manns leiddu listana síðast og ég tel þá alla jafnhæfa,“ segir hún.

Sigrún var í hópi 40 framsóknarkvenna sem skrifuðu undir áskorunina til þingflokks Framsóknar. „Flokkurinn náði flottri jafnréttisáætlun sem búið er að setja í lög flokksins og ég kann aldrei við að sett séu falleg orð á blað án þess að standa við þau,“ segir hún

„Hvað héldu menn fyrir örfáum misserum þegar jafnréttisáætlunin var samþykkt? Að ekki þyrfti að standa við hana? Við völdum liðið til að berjast fyrir einu og hálfu ári síðan og að mínu viti hefur ekkert þannig komið upp að skipta ætti út í hernum.“

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, segist ekki botna í umræðunni um hlut kvenna innan flokksins. „Það er ekki búið að ákveða neitt,“ sagði hann og áréttaði að sjálfur hefði hann auðvitað fullan skilning á jafnréttisumræðu innan flokksins.

„Málið snýst um að ákveða hvaða einstaklingur þingflokksins eigi að taka að sér að vera ráðherra. Í þingflokknum eru fjórar konur og átta karlar,“ sagði hann og furðaði sig á auglýsingunni sem birtist frá Framsóknarkonunum í Fréttablaðinu.

„Allt eru þetta konur sem maður þekkir og engin þeirra hefur tekið upp símann til að ræða þetta við mann. Ég er ekki vissum að þetta uppistand sé konum innan flokksins til framdráttar. Ég er búinn að heyra í nokkrum konum sem eru mjög ósáttar við þessa framgöngu og eru bara ekkert sammála þessari umræðu, þannig að þar skiptist nú líka í tvö horn. Svo er verið að hóta því að konur fari gegn formanninum á flokksþingi ef hann fari ekki að þeirra vilja. Ég spyr nú bara á hvað braut er þessi umræða?“ sagði hann.

Hjálmar Árnason, þingflokksformaður framsóknarflokksins, taldi að Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins væri búinn að ræða væntanleg ráðherraskipti við alla þingmenn flokksins og að styttist í að þingflokkurinn hittist vegna málsins. Hann sagði að næsta mánudag væri fyrirhugaður þingflokksfundur en þar væri þó ekki á dagskrá ráðherraskipan flokksins, heldur undirbúningur þingstarfsins.

Hjálmar minntist þess ekki að þingflokkur hafi gengið gegn tillögum formanns um ráðherraefni. „Þetta gengur fyrir sig eins og venjulega. Formaður gerir tillögu til þingflokksins, sem síðan greiðir leynilega atkvæði,“ sagði hann, en bætti við að þó hefðu komið upp tilvik þar sem ekki allir greiddu tillögu formanns atkvæði.

Í Framsóknarflokknum tala sumir um að Halldór Ásgrímsson hafi gert mistök með því að draga það svo lengi að koma með tillögur um ráðherraskipan flokksins í haust. Þá virðast margir óttast að ráðherraskiptin bitni á Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðherra, sem standi höllum fæti gagnvart Valgerði Sverrisdóttur í kjördæmi sínu. „Þó er hann sá í ráðherraliðinu sem vinnur einna best,“ sagði einn.

Erfiðlega gekk að ná í þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins í gær og kann það að vera til marks um að ráðherramálið þyki erfitt innan flokksins. Kunnugir segja enda þá staðreynd að hlutfall kvenna í trúnaðarstörfum skuli bundið í lög Framsóknarflokksins gera það mjög snúið. Valgerður Sverrisdóttir var utan símaþjónustusvæðis í fjallgöngu, en hvorki Halldór Ásgrímsson, Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, né Árni Magnússon sinntu skilaboðum sem fyrir þá vöru lögð í ráðuneytum þeirra.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli