Frétt

Stakkur 33. tbl. 2004 | 18.08.2004 | 11:08Sameining Vestfjarða

Vestfirðingum fækkar stöðugt og fátt virðist geta stöðvað þá þróun. Færri íbúar munu eiga æ erfiðara með að standa undir nútímaþjónustu í líkingu við þá sem kröfur Íslendinga standa almennt til. Almennt ber fólki saman um að gott sé að búa á Vestfjörðum, en tölum við nógu oft um það sem betur má fara. Og ræðum við af nægilegri yfirvegun og skynsemi um kosti og galla búsetu hér. Við megum ekki gleyma því, að öllu í lífinu fylgja góðar og slæmar hliðar. Því ber að fagna að nemendum fjölgi við Menntaskólann á Ísafirði, en hinu má heldur ekki gleyma að ekki eru tök á því að námsframboð geti orðið með sama hætti og í stærri skólum.

Fleiri nemendum fylgja einfaldlega auknir möguleikar á meiri sveigjanleika í námi. Þessi staðreynd dregur, hefur dregið og mun draga einhverja nemendur til annarra héraða. Hvaða kosti á skólinn þá til þess að laða nemendur að? Verði sköpuð sérstaða með einhverjum hætti, bæði varðandi einstakar námsgreinar og eins búsetu nemenda við skólann má ná til þeirra sem ekki fylgja straumnum og eldri nema. Staða tónlistarlífs á Ísafirði vegur þungt í þessum efnum. Á sama hátt ber að skoða möguleika á því að ná til þess fólks, sem vill búa við fjölskylduvænni kjör, en höfuðborgarsvæðið býður.

Samgöngur fara batnandi á Vestfjörðum, en betur má ef duga skal. Sama verður einnig sagt um þéttbýlið á suðvesturhorninu. Vegakerfið er að kikna undan álaginu, þótt malbikað sé. Þótt vegir á Vestfjörðum mættu vissulega vera betri, þá eru þeir tiltölulega greiðfærir, ekki síst fyrir þá staðreynd að umferð er ekki ógnarþung. Flestir íbúar á Vestfjörðum búa við þann kost að vegalengd milli heimilis og vinnu er ekki mjög löng. Hún er yfirleitt stutt. Tíminn sem fer í það að koma sér til brauðstritsins er skemmri en víðast annars staðar og nýtist til annarra og skemmtilegri athafna, til dæmis með fjölskyldu og vinum. Forsvarsmenn okkar, sveitarstjórnarmenn og alþingismenn beita sér á vettvangi stjórnmálanna til þess að koma hlut okkar til betri vegar. En hvað gerum við?

Erum við nógu jákvæð til að njóta þess sem gott er og tölum við þannig um heimahagana að fangi athygli og forvitni þeirra sem annars staðar búa til þess að koma til okkar og setjast að? Stjórnsýsla á Vestfjörðum sýnist ótrúlega flókin sé miðað við fólksfjölda. Vestfirðingar eru mun færri en íbúar Garðabæjar, en samt eru hér 11 sveitarstjórnir, sem vissulega stýra misjöfnum sveitarfélögum að stærð og gerð. Er ekki unnt að bæta um, ná fram meiri samræmingu, stytta leiðir í kerfinu og einfalda samskipti frá því sem nú er? Eru Vestfirðingar um of bundnir á klafa hrepparígs til þess að hafa frumkvæði um sameiningu sveitarfélaga? Svo virðist utanaðkomandi sem ekki skoðar sögulegar forsendur, sem margar eru fallnar á altari liðins tíma. Einföld mál, svo sem sorphirða og flóknari eins og rekstur grunnskóla eru leyst með mismunandi hætti vegna þess er virðist hrepparígur. Sorpeyðingarstöðina Funa þarf að nýta miklu betur en gert er nú. Tálknfirðingar hafa áttað sig á því og einnig krafti heildarinnar með tillögum sínum um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Vilji íbúarnir standa vörð um byggð hér vestra og þróa samfélagið er þeim brýnt að tjá sig. Betra er að lifa saman en bíða auðnar, hver í sínu litla horni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli