Frétt

Leiðari 33. tbl. 2004 | 18.08.2004 | 11:03Hefði Jón forseti barið í borðið?

,,Okkur er sagt að auðlindir hafsins séu sameign þjóðarinnar. Það segja þeir á Alþingi. Í kaffistofunni í bæ Jóns Sigurðssonar er hlegið gleðisnauðum hlátri að þessari öfugmælavísu. Staðreyndirnar hér vestra tala sínu dapra máli.“ Viðkoma Hrafns Jökulssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð leiddi til þankagangs um réttlæti í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Í góða veðrinu blasti Arnarfjörðurinn við honum, glampandi fagur: ,,En það er enginn bátur á sjó. Ekki í dag, ekki í gær. Og varla á morgun.“

,,Eftir að kvótakerfið í sjávarútvegi breyttist úr því að vera eingöngu fiskveiðistjórnunarkerfi og varð að markaðskerfi snemma árs 1990 með lögum sem heimiluðu frjálst framsal aflaheimilda hefur greinin blómstrað sem aldrei fyrr – en nú á eigin forsendum. Sjávarútvegur er þróttmikil atvinnugrein en ekkert frekar ,,undirstaða“ hagkerfis okkar en aðrir atvinnuvegir“ (Fréttabl.13.ág.) Að sjávarútvegurinn blómstri nú ,,sem aldrei fyrr“ hljómar í flestra eyrum á sama hátt og öfugmælavísan sem hlegið var að í bæ Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. En í hverju skyldi þessi mikla gróska að mati leiðarahöfundar Fréttablaðsins felast? Samþjöppun eignarhalds? Varla í skuldsetningu greinarinnar, sem aldrei fyrr? Fróðlegt væri ef upplýst yrði hvað verðbréfamarkaðsskráning fyrirtækjanna, sem öllu átti að bjarga, hefur kostað fiskvinnslufyrirtækin, sem nú hafa kosið að tryggja starfsemina í heimabyggð, með því að kaupa sig út af markaðnum? Í sumum tilfellum munu fyrirtækin hafa orðið að skuldsetja sig svo milljörðum króna nemur, við innlausn hlutabréfa, til að tryggja að rétturinn til fiskveiða verði ekki hrifsaður frá þeim. Þessir fjármunir hafa runnið beint úr greininni í vasa einstaklinga; fyrir réttindi sem ríkisvaldið færði þeim á silfurfati á sínum tíma.

,,Hvað er hægt að gera?“ spurði roskna kennslukonan sem deildi áhyggjunum með Hrafni. Hrafn segir málið ekkert sérstaklega flókið, því það snúist um réttlæti: ,,Hefði Jón Sigurðsson horft aðgerðalaus á þorpin á Vestfjörðum sofna, eitt af öðru? Hefði Jón Sigurðsson þolað að lífsbjörg þorpanna hefði sogast burt í nafni hagræðingar, en svo er það kallað þegar sægreifarnir okkar þurfa að auka hjá sér gróðann?“ spyr Hrafn á móti eðlilegri spurningu kennslukonunnar. ,,Á þessum fallega sunnudegi á Hrafnseyri við Arnarfjörð erum við helst á því að Jón forseti hefði barið í borðið, og heimtað hlutinn sinn og Vestfirðinga,“ er niðurstaða Hrafns Jökulssonar og sessunauta hans á heimaslóð Jóns forseta.

Hvað sem vangaveltum um hugsanlegar gjörðir forsetans líður fara engar sögur af því að borð hafi gefið sig á límingum eða látið ásjá á annan veg við áherslutakta vestfirskra þingmanna til leiðréttingar á mesta óréttlæti Íslandssögunnar, gjafakvótakerfinu.
s.h.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli