Frétt

bb.is | 09.08.2004 | 15:45Kapphlaup hafið um lóðir undir bensínstöðvar á Ísafirði

Rís ný bensínstöð í nágrenni Ljónsins innan skamms?
Rís ný bensínstöð í nágrenni Ljónsins innan skamms?
Svo virðist sem kapphlaup sé hafið um lóðir undir bensínstöðvar á Ísafirði. Bæði Olís og Orkan hafa óskað eftir lóðum undir sjálfsafgreiðslustöðvar og verða erindi félaganna tekin til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í dag. Formaður bæjarráðs segir að allt verði gert til þess að tryggja að hægt verði að verða við óskum félaganna. Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar sem haldinn verður í dag verða teknar fyrir óskir Olíuverslunar Íslands hf.(Olís) og Bensínorkunnar ehf.(Orkan) um lóðir fyrir bensínstöðvar á Ísafirði. Þann 16. júlí ritaði Einar Benediktsson forstjóri Olís bréf til Ísafjarðarbæjar þar sem hann óskaði eftir lóð fyrir bensínstöð sem rekin yrði undir merkjum ÓB sem eru sjálfsafgreiðslustöðvar í eigu Olís. Í bréfinu er ekki nefnd nein ákveðin lóð en nefnt að taka þurfi tillit til flæðis umferðar við lóðarvalið. Er í bréfinu óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um málið og þess jafnfram óskað að farið verði með umsóknina sem trúnaðarmál.

Þann 4. ágúst ritaði Gunnar Skaptason framkvæmdastjóri Orkunnar Ísafjarðarbæ bréf þar sem óskað var eftir lóð þeirri á Tunguskeiði þar sem ætlað er að rísi bensínstöð samkvæmt skipulagi. Við hliðina á þeirri lóð er verslun Bónus en stöðvar Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa risið í nánd við verslanir Bónus, sem stofnaði í upphafi Orkuna í samvinnu við Skeljung.

Með þessum lóðarumsóknum er ljóst að nú er að ljúka samstarfi olíufélaganna um rekstur bensínstöðvar á Ísafirði. Sá samrekstur hefur verið í nafni hagræðingar. Bensínverð frá þeirri stöð hefur þrátt fyrir það verið að jafnaði það hæsta á landinu. Olíufélagið hf. hefur um langt árabil séð um rekstur stöðvarinnar fyrir hönd olíufélaganna og virðist ætla að gera það áfram ef marka má hinar nýju umsóknir.

Í minnisblaði Stefáns Brynjólfssonar byggingarfulltrúa til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar kemur fram að lóðinni á Tunguskeiði hafi síðast verið úthlutað til Olíufélagsins hf. þann 23. janúar 2003. Þar sem framkvæmdir hafi ekki hafist á lóðinni sé sú úthlutun úr gildi fallin og ekkert því til fyrirstöðu að úthluta lóðinni að nýju.

Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, staðfesti í samtali við blaðið að umsóknir olíufélaganna verði teknar til umfjöllunar á fundi bæjarráðs í dag. Hann sagðist jafnframt vonast til þess að hægt yrði að verða við óskum beggja félaganna.

Svo virðist því að samkeppni sé í augsýn í sölu eldsneytis til bifreiða við Djúp. Hæsta verð á stöðvum Orkunnar er 105,30 krónur á hvern lítra af 95 oktana bensíni í stöðvum á Akureyri og í Reykjavík. Lægst er verðið 99,70 krónur í stöð félagsins í Hafnarfirði í grennd við stöð Atlantsolíu þar í bæ. Að auki gefst viðskipavinum Orkunnar kostur á tveggja krónu afslætti með kaupum á svokölluðu bensínfrelsiskorti. Þar er viðskiptavinurinn í raun að fyrirframgreiða viðskipti sín og fær í hendur greiðslukort með inneign sinni.

Lægsta verð á ÓB-stöðvum í dag er 107,40 krónur á ýmsum stöðvum en lægst 99,80 krónur við Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Þar í bæ er Atlantsolía einnig með bensínstöð eins og áður hefur fram komið. Fari fram sem horfir gætu því neytendur á Ísafirði upplifað á komandi mánuðum aukna samkeppni í bensínsölu. Hvort lægra verð fylgi í kjölfarið skal ósagt látið. Ekki er það þó ólíklegt, en á Ísafirði er bensínverð það hæsta á landinu og er því eftir miklu að slægjast fyrir neytendur.

Ekki er óvarlegt að áætla að vísitölufjölskyldan kaupi 2.500 lítra af bensíni á ári. Er útgjaldamunur því um 30 þúsund krónur á ári á milli þeirra sem keypt geta ódýrasta bensínið og þeirra sem kaupa að þurfa bensínið þar sem það er dýrast. Til þess að hafa 30 þúsund krónur til ráðstöfunar þarf einstaklingur að afla um 60 þúsunda í laun á ári aukalega eða um 5 þúsund krónur á mánuði.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli