Frétt

| 29.06.2001 | 11:07Óshlíðarhlaup, Kaldbaksganga, fótbolti, skoðunarferðir, kaffihúsarölt, listsýningar...

Sumar á Vestfjörðum.
Sumar á Vestfjörðum.
Margt verður um að vera á norðanverðum Vestfjörðum og víðar um helgina og verður hér fátt eitt nefnt. Hið árlega Óshlíðarhlaup verður á morgun og hægt er að velja á milli hálfmaraþons, tíu kílómetra hlaups og fjögurra kílómetra skemmtiskokks. Ef einhver treystir sér ekki til að hlaupa getur hann farið hálfmaraþonið og tíu kílómetrana á hlaupaskíðum. Eða gengið úr Arnarfirði yfir í Dýrafjörð með viðkomu á Kaldbak, hæsta fjalli Vestfjarða (998 m), þar sem hinn hundkunnugi Þórir Örn Guðmundsson á Þingeyri verður leiðsögumaður.
Það er Heilsubærinn Bolungarvík sem efnir til gönguferðarinnar á Kaldbak á morgun, laugardag. Lagt verður í gönguna úr Fossdal í Arnarfirði kl. 10 og komið niður í Kirkjubólsdal í Dýrafirði eftir um sex tíma ferð. Þrátt fyrir hæðina og þrátt fyrir að vera í „Vestfirsku ölpunum“ mun Kaldbakur vera með gönguvænni fjöllum Vestfjarða. Rútuferð verður frá Grunnskólanum í Bolungarvík kl. 8 og komið við hjá Hótel Ísafirði kl. 8.15. Ferð með rútu og fararstjórn kostar kr. 2.400. Skráning og nánari upplýsingar hjá Petrínu (s. 848 6028) og Steingrími (s. 690 1515).

Fyrir þá sem hafa gaman af að horfa á stóra og sterka karlmenn glíma við kraftaþrautir er tilvalið að fylgjast með Vestfjarðavíkingnum sem hófst í gær. Þeir koma víða við í dag og á morgun og dagskráin er í næstu frétt hér á undan.

Þá verður fótboltaleikur í kvöld, föstudagskvöld kl. 18, á Skeiðisvelli í Bolungarvík, þar sem KÍB fær Aftureldingu úr Mosfellsbæ í heimsókn. Það verður án efa spennandi leikur en Afturelding og KÍB komust saman upp úr 3. deildinni fyrir tveimur árum. Afturelding er nú í þriðja sæti 2. deildar en KÍB allmiklu neðar, enn sem komið er. Mikilvægt er að fólk fjölmenni og sýni hinum vestfirsku leikmönnum stuðning en stundum hefur skort nokkuð á það.

Ef ekkert af framantöldu heillar eru samt margir möguleikar eftir. Það má t.d. fara í dagsferð í Vigur, gönguferð um Skutulsfjörð, skutlast á Hornstrandir, kíkja á kaffihús, fara í golf eða á listasýningu og margt margt fleira er hægt að gera enda veðurspáin góð eins og verið hefur að undanförnu.

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli