Frétt

mbl.is | 04.08.2004 | 17:2126 Íslendingar taka þátt í ólympíuleikunum í Aþenu

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fjallaði í dag um tillögur sérsambanda um val á þátttakendum á ólympíuleikana í Aþenu í Grikklandi 13.-29. ágúst nk. Einnig var gengið frá vali á þeim starfsmönnum sem starfa munu í kringum íslensku þátttakendurna á leikunum. Að minnsta kosti 26 Íslendingar munu keppa á leikunum, flestir í handknattleik, og ekki er óhugsandi að fleiri nái lágmörkum í frjálsum íþróttum en frestur til þess rennur út 9. ágúst.

Eftirfarandi aðilar mynda Ólympíulið Íslands:

Fimleikar
Rúnar Alexandersson,
Örn Sigurðsson flokkstjóri
Guðmundur Þór Brynjúlfsson þjálfari

Frjálsar íþróttir
Jón Arnar Magnússon – tugþraut
Þórey Edda Elísdóttir - stangarstökk
Ragnheiður Ólafsdóttir flokkstjóri
Guðmundur Karlsson þjálfari

Handknattleikur
Roland Eradze
Guðmundur Hrafnkelsson
Róbert Sighvatsson
Kristján Andrésson
Einar Örn Jónsson
Sigfús Sigurðsson
Dagur Sigurðsson
Gylfi Gylfason
Guðjón Valur Sigurðsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Ólafur Stefánsson
Rúnar Sigtryggson
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Jaliesky Garcia Padron
Róbert Gunnarsson
Einar Þorvarðarson, flokkstjóri
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari
Ingibjörg Ragnarsdóttir, liðstjóri/nuddari
Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari
Gunnar Magnússon liðstjóri/videó

Siglingar
Hafsteinn Ægir Geirsson - laser
Birgir Ari Hilmarsson flokkstjóri og þjálfari

Sund
Hjörtur Már Reynisson – 100 m flugsund
Íris Edda Heimisdóttir – 100 m bringusund
Jakob Jóhann Sveinsson – 100 og 200 m bringusund
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir – 100 m flugsund
Lára Hrund Bjargardóttir – 200 m fjórsund
Ragnheiður Ragnarsdóttir – 50 og 100 m skriðsund
Örn Arnarson – 50 m skriðsund
Hlín Ástþórsdóttir flokkstjóri
Steindór Gunnarsson þjálfari
Þuríður Einarsdóttir þjálfari
Ragnar Friðbjarnarson sjúkraþjálfari

Frá ÍSÍ
Stefán Konráðsson aðalfararstjóri
Brynjólfur Jónsson læknir
Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur
Kristinn J. Reimarsson aðstoðarfararstjóri
Andri Stefánsson aðstoðarfararstjóri

Léttur hörklæðnaður
Einkennisfatnaður íslenska liðsins er hannaður af Kristínu Halldórsdóttur hönnuði og saumaður af Saumastofunni Fasa-Föt ehf. Vegna mikilla hita er efni fatnaðarins hör, blár jakki, ljósbrúnar buxur og hvít skyrta fyrir karla og jakki, pils og bolur fyrir konur. Skófatnaður við þennan klæðnað eru Nike sandalar en allur íþróttafatnaður liðsins kemur frá Nike.

Þá hefur Edda útgáfa fært ÍSÍ að gjöf tvær bókatöskur með 110 bókum sem samanstanda af 97 titlum sem ólympíufarar geta lesið í frístundum sínum. Edda útgáfa kostar einnig flutning bókanna til og frá Aþenu.

Fimm íslenskir dómarar
Fimm Íslendingar munu starfa við dómgæslu og eftirlitsstörf á Ólympíuleikunum. Þetta eru, Björn M. Tómasson dómari í fimleikum karla, Berglind Pétursdóttir dómari í fimleikum kvenna, Gunnar Viðarsson dómari í handknattleik, Stefán Arnaldsson dómari í handknattleik og Kjartan Steinbach eftirlitsdómari á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins.

Meðan á ólympíuleikunum í Aþenu stendur, eða dagana 11. til 26. ágúst, verða starfræktar ungmennabúðir á ólympíuleikunum. Ísland sendir að þessu sinni þrjá þátttakendur til Aþenu, en tveir þeirra voru valdir í tengslum við samkeppni er Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar stóðu fyrir í vor í samvinnu við ÍSÍ en það voru þau Arnar Már Þórisson og Sif Pálsdóttir. Þriðji þátttakandinn að þessu sinni, Stefán Guðmundsson, fer í boði Evrópuárs menntunar með iðkun íþrótta en Ísland tekur þátt í því verkefni ásamt 27 öðrum Evrópuþjóðum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ráðherra íþróttamála, mun verða viðstödd setningu Ólympíuleikanna ásamt eiginmanni sínum Kristjáni Arasyni, fyrrum ólympíufara. Þau hjónin munu fylgjast með íslenska hópnum í nokkra daga. Þá munu samstarfsaðilar ÍSÍ úr ólympíufjölskyldunni dvelja í sex daga á ólympíuleikunum.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli