Frétt

| 28.06.2001 | 13:37Hjálmar R. Bárðarson segir frá og sýnir myndir að vestan á kynningunni í kvöld

Frá Rauðasandi. Mynd: Vestfjarðavefurinn / Sólrún Geirsdóttir.
Frá Rauðasandi. Mynd: Vestfjarðavefurinn / Sólrún Geirsdóttir.
Prýðileg aðsókn hefur verið að Vestfjarðakynningunni að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði það sem af er, að sögn Sigríðar G. Ásgeirsdóttur hjá ferðamálafulltrúa Vestfjarða. „Það er mikið að gerast og það er greinilega mikill kraftur í ferðaþjónustuaðilum Vestfirðinga“, segir Jón Halldór Jónasson, ferðamálafulltrúi í Hafnarfirði, en kynningin er haldin í Upplýsingamiðstöð ferðamála þar í bæ. Í kvöld verður sagt frá Skrúði í Dýrafirði og Hjálmar R. Bárðarson sýnir skyggnumyndir frá Vestfjörðum.
„Fyrirlestrar hafa verið fjölsóttir, fjölmiðlar hafa sýnt mikinn áhuga og það hefur verið stöðugur straumur af fólki til okkar að mæta á dagskráratriði eða til að nálgast dagskrá kynningarinnar. Framtakinu hefur verið mjög vel tekið og hefur vakið athygli um allt höfuðborgarsvæðið fyrir sérstök og skemmtileg atriði“, segir Jón Halldór Jónasson.

Búist er við mannfjölda á kynninguna um helgina. „Stærsti hópurinn sem Vestfirðingar geta fengið vestur til sín eru íbúar höfuðborgarsvæðisins og það þarf að dreifa betri upplýsingum um Vestfirði á höfuðborgarsvæðinu. Við hér í Hafnarfirði erum tilbúin til að aðstoða við það“, sagði Jón Halldór.

Af hálfu Vestfirðinga eru alla daga í móttökunni á kynningunni í Hafnarfirði þær Sigríður G. Ásgeirsdóttir og Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða. Ýmsir aðrir eru síðan dag og dag að auki. Í kvöld mun Brynjólfur Jónsson skógfræðingur fjalla um Skrúð í Dýrafirði og Hjálmar R. Bárðarson frá Ísafirði, fyrrum siglingamálastjóri ríkisins og einn kunnasti ljósmyndari landsins, sýna skyggnumyndir úr bók sinni um Vestfirði. Dagskrá kynningarinnar er annars þessi það sem eftir er:


Fimmtudagur 28. júní

Kl. 17.00
Skrúður í Dýrafirði
Brynjólfur Jónsson skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands heldur fyrirlestur í máli og myndum um Skrúð í Dýrafirði sem er einn elsti skrúðgarður landsins.

Kl. 18.00
Hringferð um Vestfirði
Hjálmar R. Bárðarson, fyrrum siglingamálastjóri, sýnir skyggnumyndir úr bók sinni, Vestfirðir.


Föstudagur 29. júní

Kl. 16.30
Vestfirskur húmor
Gísli Hjartarson rithöfundur og ritstjóri fjallar um vestfirskan húmor og segir sögur af mönnum og málefnum.

Kl. 17.00
Vestfirðir
Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða, kynnir spennandi ferðamöguleika á Vestfjörðum.

Kl. 18.00
Á ferð um Vesturbyggðir
Úlfar Thoroddsen leiðsögumaður ferðast um vestustu byggðir Vestfjarða í máli og myndum.


Laugardagur 30. júní

Kl. 14.00
Ferðaþjónusta á Vestfjörðum
Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vesturferða, kynnir hvað um er að vera í skipulögðum ferðum á Vestfjörðum.

Kl. 15.00
Á ferð um Vesturbyggðir
Úlfar Thoroddsen leiðsögumaður ferðast um vestustu byggðir Vestfjarða í máli og myndum.

Kl. 16.00
Vestfirðir
Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða, kynnir spennandi ferðamöguleika á Vestfjörðum.

Kl. 17.00
Þjóðsögur
Elfar Logi Hannesson leikari les upp vestfirskar þjóðsögur.


Sunnudagur 1. júlí

Kl. 15.00
Þjóðsögur
Elfar Logi Hannesson leikari les upp vestfirskar þjóðsögur

Kl. 16.00
Svaðilfari – öðruvísi hestaferðir kringum Drangajökul
Þórður Halldórsson, bóndi í Laugarholti, segir frá.

20.00
Vestfirsk galdrakvöldvaka á Fjörukránni
Galdrakarlar af Ströndum, þeir Sigurður Atlason og Jón Jónsson, verða með fróðleik og skemmtun um galdra.
Dregið úr getraun.
Vestfirsk tónlistaratriði.
Veislustjóri að vestan.


Hægt er að bóka sig á fyrirlestra og fá nánari upplýsingar hjá Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, sími 565 0661. Enginn aðgangseyrir að dagskrárliðum. Morrinn – atvinnuleikhús ungs fólks í Ísafjarðarbæ, leikhópur sem skipaður er krökkum á grunnskólaaldri, verður með tónlistaratriði og uppákomur af og til allan daginn alla daga meðan á kynningunni stendur. Félag harðfiskframleiðenda á Vestfjörðum gefur gestum að smakka ekta vestfirskan harðfisk.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli