Frétt

| 27.06.2001 | 09:51Landmat hækkar um 52%

Þessa dagana eru landsmenn að fá sendar tilkynningar um endurmat Fasteignamats ríkisins á brunabótamati og fasteignamati. Visir.is greindi frá.
Alls verða sendar út 102 þúsund tilkynningar en frestur til að skila inn athugasemdum er til 15. september n.k. en þá tekur nýja matið gildi. Ný fasteignamatsskrá verður síðan til grundvallar álagningu fasteignagjalda á næsta ári. Hækkun fasteignamats hækkar um 14%, Þar af nemur hækkun mannvirkjamats 9% og hækkun landsmats um 52%.

Heildarfjárhæð fasteignamats er því 1.612 milljarðar króna í stað 1.409 milljarða króna. Við endurmatið lækkar hins vegar heildarfjárhæð brunabótamats húseigna um 4%, eða úr 2.216 milljörðum króna í 2.121 milljarða. Haukur Ingibergsson forstjóri Fasteignamats ríkisins segir að þetta sé í fyrsta skipti sem ráðist er í slíkt endurmat á fasteignamati og brunabótamati. Í þeirri vinnu hefði m.a. verið stuðst gagnverð úr rúmlega 17 þúsund kaupsamningum á sl., tveimur og hálfu ári.

Forstjórinn segir að ástæðan fyrir endurmati á brunabótamati sé tvíþætt. Annarsvegar að samræma mat hliðstæðra eigna og hins vegar að hrinda í framkvæmd lagabreytingu um afskriftir. Hann segir að ákvæðið um afskriftir sé aðalástæðan fyrir því að heildarfjárhæð brunabótamats lækkar. Það sé m.a. ástæðan fyrir því að brunabótamat lækkar t.d. um 13% í Reykjavík en hækkar um 1% í Kópavogi vegna þess að húseignir í borginni eru nokkuð eldri. Hann segir að brunabótamatið eigi að endurspegla endurbyggingarkostnað en fasteignamatið gagnverð fasteigna. Það sé síðan annarra að ákveða hvaða viðmið þeir nota í sínum lánveitingum eins og t.d. félagsmálaráðuneytis og Íbúðalánasjóðs.

Þá sé endurmat á fasteignamati tilkomið vegna beiðni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þá væntanlega vegna þess að þau hafa talið að núgildandi fasteignamat endurspeglaði ekki gagnverð fasteigna. Þessu til viðbótar hefði fjármálaráðuneytið óskað eftir endurmati fasteigna um land allt. Það sé síðan sveitarfélaga og Alþingis að ákveða um skattstofn og álagningarhlutfall í framhaldinu. Hann segir að hækkun landmats endurspeglar annars vegar þá hækkun sem orðið hefur á verðmæti lands, allt frá ósnortnum eyðifjörðum til kjarna höfuðborgarsvæðisins og hins vegar þegar tillit er tekið til þess kostnaðar sem er því samfara að búa til lóð með tilheyrandi lögnum og landmótun.

bb.is | 30.09.16 | 09:26 Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með frétt Meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli