Frétt

mbl.is | 21.07.2004 | 16:41Armstrong styrkir stöðu sína

Lance Armstrong var í þessu að vinna sigur á 16. dagleið hjólreiðakeppninnar Tour de France, Frakklandsreiðarinnar, en keppendurnir 156 sem enn eru með hjóluðu einn og einn í einu í kapp við klukkuna 15,5 krókótta brekku frá Bourg d'Oisans til Alpe d'Huez í frönsku ölpunum. Þýski hjólreiðagarpurinn Jan Ullrich, sigurvegari Tour de France árið 1997, sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum er hann setti næstbesta tímann.

Ullrich, sem keppir fyrir þýska liðið T-Mobile, var um skeið með besta tíma dagsins, 40:42 mínútur, og var 40 sekúndum á undan næsta manni, liðsfélaga sínum og landa Andréas Klödden. Armstrong var sá eini sem bætti um betur er hann hjólaði á 39:41 mínútum upp brattann en á leiðinni upp brattann til Alpe d'Huez voru 21 hárnálarbeygjur.

Armstrong styrkti stöðu sína í keppninni um sigur. helsti keppinautur hans, Ítalinn Ivan Basso í danska liðinu CSC, hóf daginn í öðru sæti en tapaði hálfri þriðju mínútu í keppninni við Armstrong. Tvær mínútur liðu milli þess sem þeir voru ræstir af stað og slíkur var styrkur Armstrong upp brekkuna að hann dró Basso uppi og fór fram úr honum þegar fjórir kílómetrar voru enn eftir.

Er reiðhjól keppenda voru vegin fyrir keppni dagsins reyndist hjól Armstrong undir vikt og varð því að bæta blýi á það til að koma því upp fyrir lágmarksþyngd. Vann hann í dag þriðju dagleiðina í keppninni í ár og þá 19. frá því hann fyrst hóf keppni.

Röð keppenda breyttist talsvert í dag og teygðist á heildartíma keppenda. Armstrong, sem keppir fyrir liðið US Postal, hefur nú 3:48 mínútna forskot á Basso í heildarkeppninni, Kloden er þriðji 5:03 mín. á eftir og Ullrich fjórði 7:55 mín á eftir. Fimmti er Spánverjinn Jose Azevedo, liðsfélagi Armstrong, 9:19 á eftir, sjötti Spánverjinn Francisco Mancebo í liðinu Illes Balears 9:20 á eftir, sjöundi Austurríkismaðurinn Georg Totschnig í Gerolsteiner-liðinu 11:34 á eftir og áttundi Spánverjinn Carlos Sastre í CSC-liðinu 13:52 mín. á eftir.

Á morgun er ein erfiðasta leið Frakklandsreiðarinnar en þá þurfa keppendur að klifra þrjár svonefndar fyrstu gráðu brekkur, sem eru erfiðustu brekkur sem glímt er við hverju sinni, auk þriggja annarra erfiða brekka. Hjólaðir verða alls 204,5 kílómetrar frá Le Bourg d'Oisans til Le Grand Bornand. Allar fjallaleiðir til þessa blikna í samanburði við leið morgundagsins, að sögn frönsku fréttastofunnar AFP.

Meðal alpatinda sem hjólreiðagarparnir þurfa að glíma við er Col de la Madeleine, sem er erfiðasta brekka allrar keppninnar. Hún hefur verið á leið keppenda í Tour de France á hverju ári í þau 101 ár sem keppnin hefur farið fram, en fyrst var Frakklandsreiðin hjóluð árið 1903.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli