Frétt

Jóhann Ársælsson | 21.07.2004 | 13:08Einar Oddur og túkallinn

Jóhann Ársælsson.
Jóhann Ársælsson.
Fyrir næstsíðustu kosningar lofuðu formenn stjórnarflokkanna sátt um stjórn fiskveiða. Á liðnu kjörtímabili settu þeir svo upp langan leikþátt og þóttust vilja hlusta á önnur sjónarmið m.a. í nefnd sem sumir kölluðu sáttanefnd. Það örlaði á vilja til sátta í þeirri nefnd um tíma en þegar möguleg lausn var að taka á sig mynd kipptu stjórnarherrarnir í taumana og meirihluti nefndarinnar skilaði niðurstöðu sem þeir einir höfðu samið um. Um þessa leið hefur ekki verið og verður aldrei sátt við aðra enda var hún einungis sátt milli foringja stjórnarflokkanna.

Nú er búið að reikna út í fyrsta sinn þetta veiðigjald og í ljós kemur að útgerðin þarf að greiða u.þ.b. tvær krónur af hverju þorskígildi til ríkissjóðs. Þetta er reyndar í heild nákæmleg sú sama upphæð og felld var um leið niður í öðrum gjöldum útgerðarinnar til ríkissjóðs. Gera má ráð fyrir ef miðað er við svipaðar aðstæður og nú ríkja þá muni gjaldið hækka í þrepum upp í rúmar þrjár krónur til ársins 2009. Viðbótarálögurnar verða því ein til tvær krónur á þorskígildi. Í tilefni af því að þessi útreikningur var birtur hafa verið viðtöl í fjölmiðlum við forsvarsmenn útgerðar í landinu sem kveina undan þessum álögum. Undir þennan söng tók Einar Oddur Kristjánsson í viðtali við Ríkisútvarpið. Þar kom sú skoðun hans fram að þetta veiðigjald kæmi fyrst og fremst niður á sjávarbyggðunum úti á landi og ekki var hægt að skilja hans orð öðruvísi en að þessar viðbótarálögur ógni bókstaflega framtíð þessara byggða.

Hið raunverulega veiðigjald

Ég er sammála Einari Oddi um að veiðigjald ógnar víða framtíð sjávarbyggðanna í landinu en það eru ekki þessar tvær eða þrjár krónur sem nú var verið að reikna út heldur hið raunverulega veiðigjald sem þeir útgerðarmenn sem fá úthlutað kvótanum innheimta af hinum sem vilja hefja útgerð eða auka við sína útgerð með viðbótaraflaheimildum. Þegar útgerðarmönnum var fengið ígildi eignarréttar á fiskinum í sjónum með hinu frjálsa framsali aflaheimilda sem komið var á settu útgerðarmenn strax upp markað með leigu og sölu aflaheimilda. Þar gilda þær einu reglur að þar fær sá sem hæst býður. Veiðigjaldið á þeim markaði er ekki tvær krónur eða þrjár. Í dag er varanleg veiðiheimild í þorski boðin á 1085 kr. á kg. og leigan innan ársins 115 kr. á kg. Þetta er hið raunverulega veiðigjald og það hefur svo sannanlega komið mörgum sjávarbyggðum á vonarvöl.

Afleiðingar eignarhaldsins

Afleiðing þess eignarhalds á veiðirétti sem komið hefur verið á er sú að nýliðun í útgerð er engin. Ástæðan er sú að samkeppnisaðstaða þeirra sem vilja hefja útgerð gagnvart þeim sem fyrir eru er gersamlega vonlaus og skyldi engan undra. Með því að gefa þeim sem fyrir eru í útgerð eignarhald á veiðiréttinum var þeim í raun fengið forskot á hina sem vilja inn í útgerðina sem svarar verðmæti aflheimildanna. Í dag er þetta forskot sennilega 350 til 400 milljarða virði og varla hægt að deila um það að þessi verðmæti virka sem forskot í formi eiginfjár þeirra sem fyrir eru í útgerð gagnvart þeim sem vilja hefja rekstur í greininni. Ekki fer í milli mála hverjar afleiðingarnar eru í sjávarbyggðunum.

Síðustu tölur um fækkun starfa í sjávarútvegi á Vestfjörðum um fjögur til fimm hundruð á næstliðnum fimm árum eru t.d. dæmi um þetta. Þar ríkir almenn vantrú á framtíðina vegna þess að engin nýliðun getur átt sér stað. Þetta veiðigjald er að rústa framtíð margra byggðarlaga. Það virkar eins og fáránlegur brandari hjá Einari Oddi Kristjánssyni að reyta hár sitt út af túkalli á kílóið og halda því fram að það gjald leggi sjávarbyggðir í eyði. Gjald sem útgerðarmenn hafa hvort sem er greitt í ríkissjóð en bara í öðru formi. Hinn raunverulegi ágreiningur um málið hefur alltaf snúist um eignarhaldið og það er þetta eignahald sem hefur raskað öllum tilverugrundvelli í sjávarbyggðunum.

En Einar Oddur og aðrir þingmenn sem hafa stutt þá ríkisstjórn sem mest hefur bisað við að festa óréttlæti kerfisins í sessi hafa alla tíð reynt að láta umræðuna snúast um aðra hluti. Ummæli þingmannsins eru hins vegar ágætt dæmi um hversu víðsfjarri kjarna málsins hann og margir aðrir hafa alla tíð haldið sig í umræðunni um stjórn fiskveiða.

Jóhann Ársælsson alþingismaður.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli