Frétt

mbl.is | 16.07.2004 | 15:37Martha Stewart dæmd í 5 mánaða fangelsi

Bandaríska kaupsýslu- og sjónvarpskonan Martha Stewart var í dag dæmd í 5 mánaða fangelsi fyrir að segja bandarískum stjórnvöldum ósatt um hlutabréfaviðskipti árið 2001. Dómarinn dæmdi einnig að Stewart skuli sitja í stofufangelsi í fimm mánuði til viðbótar, sæta eftirliti í 2 ár og greiða 30 þúsund dali í sekt. Lögmenn Stewart hafa þegar áfrýjað þessum dómi og féllst dómarinn á að fullnustu dómsins verði frestað þar til niðurstaða fæst í áfrýjunarrétti. Mun Stewart því ekki þurfa að afplána dóminn strax.

Stewart las upp yfirlýsingu utan við dómhúsið og sagði að að sér þætti afar leitt að lítið persónulegt mál hafi orðið að slíku stórmáli. Sagði hún að þetta væri sársaukafullur og skammarlegur dagur fyrir hana, fjölskyldu hennar, fyrirtækið Martha Stewart Living - Omni Media, og alla starfsmenn þess. Sagði hún að málið hefði verið kæfandi en hún hefði reynt að hugsa um velferð annarra, frekar en sjálfar sín, þar á meðal þeirra 200 manna sem hefðu misst starf sitt í fyrirtækinu vegna málsins, og sagðist harma örlög þeirra mjög. Þá þakkaði hún stuðning sem hún hefði fengið frá almenningi og sagðist hafa fengið þúsundir bréfa og um 170 þúsund tölvupósta.

Stewart ávarpaði dómarann, Miriam Cedarbaum, áður en dómurinn var kveðinn upp, og var sú yfirlýsing svipuð og sú sem hún gaf fjölmiðlum. Dómarinn sagðist hafa fengið fjölda bréfa frá almenningi þar þess var farið á leit að Stewart fengi vægan dóm. Fréttaskýrendur segja að dómurinn sem Stewart hlaut sé sá mildasti sem lögin leyfi.

Kviðdómur í New York fann Stewart í mars sl. seka um samsæri, um að hafa hindrað framgang réttvísinnar og að hafa í tvígang logið að rannsóknarmönnum. Málið snérist um hvort Stewart, sem er 62 ára gömul, hefði með glæpsamlegum hætti sagt stjórnvöldum ósatt um kringumstæður þess, að hún seldi hlutabréf í fyrirtækinu ImClone í desember 2001, daginn áður en skýrsla frá bandaríska lyfjaeftirlitinu birtist opinberlega þar sem hafnað var frekari tilraunum með nýtt krabbameinslyf frá fyrirtækinu. Í kjölfarið hrundi verðið á hlutabréfum ImClone.

Bandarísk stjórnvöld héldu því fram að Stewart hafi fengið veður af því að Sam Waksal, stofnandi ImClone og vinur Stewart, var að reyna að selja bréf sín í félaginu og því hafi hún ákveðið að gera slíkt hið sama. Waksal var á síðasta ári dæmdur í 7 ára fangelsi og til að greiða 4 milljónir dala í sekt fyrir innherjasvik.

Saksóknarar segja að Peter Bacanovic, verðbréfamiðlari sem einnig var ákærður í málinu, hafi látið Stewart vita af því að Waksal var að selja. Stewart fullyrti hins vegar, að þau Bacanovic hafi gert með sér samkomulag um að ef gengi bréfa ImClone færi niður fyrir 60 dali ætti að selja hlut Stewart. Þetta hafi gerst umræddan dag.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli