Frétt

bb.is | 15.07.2004 | 10:18Kennarar við Grunnskólann á Þingeyri kynntust skólastarfi á Englandi

Englandsfararnir Jónína Hrönn Símonardóttir, Jón Sigurðsson, Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir, Sigrún Elíasdóttir, Ívar Örn Reynisson, Þórir Örn Guðmundsson, Borgný Gunnarsdóttir, Auðbjörg Halla Knútsdóttir og Ellert Örn Erlingsson. Mynd thingeyri.com.
Englandsfararnir Jónína Hrönn Símonardóttir, Jón Sigurðsson, Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir, Sigrún Elíasdóttir, Ívar Örn Reynisson, Þórir Örn Guðmundsson, Borgný Gunnarsdóttir, Auðbjörg Halla Knútsdóttir og Ellert Örn Erlingsson. Mynd thingeyri.com.
Í byrjun júní hélt níu manna hópur frá Grunnskólanum á Þingeyri til Dorchester á Suður-Englandi og var markmið ferðarinnar m.a. að kynna sér skólastarf þar. „Við kynntumst nýjum kennsluháttum og fengum ýmsar nýjar hugmyndir sem koma að góðum notum þegar skólaganga hefst að nýju“, segir Ellert Örn Erlingsson, skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri, í samtali við bb.is. Hópurinn heimsótti 16 skóla, á öllum stigum, þann minnsta með um 50 nemendur og þann stærsta með um 800 nemendur.

„Skólalag er á ýmsan hátt öðruvísi þar, t.d byrja krakkarnir skólagöngu 4-5 ára og hver bekkur er stærri. Á móti kemur að skólarnir eru mjög vel búnir af öllum kennslugögnum, tölvubúnaði og þess háttar“, segir Ellert.

Hugmyndin að ferðinni kviknaði eftir heimsókn Christine Pfaff til Vestfjarða en hún er skólastjóri The Dunbury First School í Dorset á Suður-Englandi, sem eru fjórir skólar undir einum hatti. Hún kom til landsins í september til að kynna sér m.a. uppbyggingu, stjórnun, kennslu í skólum í dreifðri byggð á fjórum stöðum í Evrópu.

Vel var tekið á móti íslenska hópnum sem dvaldi ytra í viku og notaði tækifærið eftir skólaheimsóknirnar, til að skoða sig um í fallegu landslagi og fornum slóðum, að sögn Ellerts. „Við skoðuðum m.a. risaeðlusafn í Setown, ótrúlegt landslag suð-vestur strandarinnar, Portland-kastala á Portlandeyju, gömlu höfnina í Weymouth, kastala í Beaulieu og Stonehenge“, sagði Ellert.

Nánar er sagt frá ferðinni í pistli Ellerts á Þingeyrarvefnum.

thelma@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli