Frétt

mbl.is | 15.07.2004 | 08:17Skelfilegur lokakafli í leik KR og Shelbourne

Lokamínútur leiks KR og írska meistaraliðsins Shelbourne í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu munu eflaust líða seint úr minni hjá leikmönnum og stuðningsmönnum Íslandsmeistaraliðs KR. Vesturbæjarliðið var með vænlega stöðu, 2:0, er 6 mínútur lifðu af leiknum en á lokakaflanum hrundi varnarleikur liðsins eins og spilaborg, Írarnir fóru af velli með 2:2 jafntefli í farteskinu. KR-inga bíður erfitt verkefni fyrir síðari leikinn í næstu viku en úrslitin hljóta að vekja spurningar um stöðu íslenskra félagsliða þar sem Skagamenn lögðu Shelbourne 3:0 tvívegis er liðin léku árið 1995.

Samkvæmt venju þreifuðu bæði lið fyrir sér á upphafsmínútunum. Heimamenn sýndu lífsmark á 9. og 18. mínútu en eftir þessa rispu var allur vindur úr Íslandsmeisturunum sem virtust ekki vera mættir til leiks með sjálfstraust til þess að sækja af krafti.

Shelbourne fengu tvö tækifæri í kjölfarið, án árangurs.

Willum Þór Þórsson þjálfari KR hefur eflaust sagt réttu hlutina í hálfleik. Kjartan Henry Finnbogason kom inná í upphafi þess síðari fyrir Sigmund. Arnar Gunnlaugsson færði sig aftar og annar bragur var á KR.

Arnar Jón Sigurgeirsson kom KR yfir á 47. mínútu með góðu skoti. Sigurvin Ólafsson tók aukaspyrnu við hægra horn vítateigsins og renndi knettinum út á Arnar sem átti ekki í vandræðum með að skora.

Hagur KR vænkaðist til muna er Sigurvin Ólafsson skoraði með skalla af stuttu færi frá fjærstöng eftir aukaspyrnu frá vinstri sem Arnar Gunnlaugsson framkvæmdi.

Kjartan Henry nálægt því að bæta við þriðja markinu en lokakafla leiksins vilja leikmenn KR gleyma. Varnarleikurinn í fyrirrúmi og leikmenn Shelbourne létu ekki bjóða sér tvívegis upp í þann dans og uppskáru mark á 84. mínútu eftir að varnarmenn KR og Kristján markvörður höfðu bægt frá mörgum liprum sóknarlotum á undan. Alan Moore kom knettinum í markið af stuttu færi eftir að Kristján hafði varið skot utan úr vítateignum.

Leikmenn Shelbourne skynjuðu að sjálfstraust Íslandsmeistaraliðsins var ekki lengur til staðar, blésu þess í stað til sóknar og uppskáru mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Kristján Sigurðsson varnarmaður KR sló eina feilnótu í leiknum er hann reyndi að stöðva fyrirgjöf frá vinstri og sendi knöttinn í háum boga yfir Kristján markvörð KR frá vítapunkti - fallegt mark en sjálfsmark engu að síður.

KR-ingar geta nagað sig í handarbökin fram í næstu viku yfir úrslitum leiksins. Þeir gerðu sig seka um að draga sig of aftarlega í stöðunni 2:0 og buðu hættunni heim. Skortur á áræði og trú á eigin getu varð liðinu að falli. Allt bendir til þess að Evrópudraumur KR sé á enda þetta árið.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli