Frétt

bb.is | 14.07.2004 | 16:43Ólafur Ragnar setur „Með höfuðið hátt“

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson setur ráðstefnuna „Með höfuðið hátt“ í Hömrum, annað kvöld. Hér sést hann við setningu unglingalandsmóts UMFÍ í fyrrasumar ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff og Sigríði Björk Guðjónsdóttir, sýslumanns á Ísafirði, sem verður einn fyrirlesara á ráðstefnunni.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson setur ráðstefnuna „Með höfuðið hátt“ í Hömrum, annað kvöld. Hér sést hann við setningu unglingalandsmóts UMFÍ í fyrrasumar ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff og Sigríði Björk Guðjónsdóttir, sýslumanns á Ísafirði, sem verður einn fyrirlesara á ráðstefnunni.
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, setur ráðstefnuna Með Höfuðið hátt í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, annað kvöld. Að loknu ávarpi forsetans hefst dagskrá ráðstefnunnar og verður fyrsta kvöldið helgað spurningunni „hvernig græðum við á menningu“, eins og segir í tilkynningu. Þá munu flytja erindi Margrét Gunnarsdóttir, skólastjóri Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og einn af forsprökkum menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar, Elfar Logi Hannesson, leikari og stofnandi Kómedíuleikhússins á Ísafirði, og Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyrarkaupstaðar. Að loknum umræðum verður boðið til móttöku.

Óhætt er að segja dagskrá ráðstefnuninar sé fjölbreytt og eru „Vestfirðingar og gestir þeirra hvattir til að fjölmenna á fundi og aðra viðburði ráðstefnunnar“, eins og segir í tilkynningu.

Í hádeginu á föstudag verður Háskóli Vestfjarða stofnaður með táknrænum hætti á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar og fyrsta kennslustundin flutt. Götuleikhúsið Morrinn mun fremja gjörninginn og verður flutt yfirlýsing ráðstefnunnar um Háskóla Vestfjarða. Þannig vilja aðstandendur ráðstefnunnar leggja áherslu á að það er einungis spurning um tíma hvenær sjálfstæður háskóli tekur til starfa á Vestfjörðum, landi og lýð til gagns. Kennslustundinni er ætlað að ögra og fá fólk til að hugleiða hvort það vilji hafa verið með eða á móti þegar Háskóli Vestfjarða hefur kennslu og rannsóknir.

Um kvöldið verður fjallað um samfélagsleg áhrif menntunar og sóknarfæri, hvaða þýðingu menntastofnanir og menntafólk hafi fyrir mannlíf og athafnalíf og hvaða leiðir séu til aukinnar uppbyggingar menntunarmöguleika og menntunarstigs á Vestfjörðum. Fyrirlestra flytja Smári Haraldsson, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst.

Að fundinum loknum verður tekið upp léttara hjal við varðeld í fjörunni í Suðurtanga.

Á laugardag verður litið til nokkurra þátta í atvinnulífinu. Þannig verður spurt hvar mörkin liggja milli nýsköpunar og brjálæðis og hvort þau séu yfirleitt til staðar. Fyrirlesarar verða Neil Shiran K. Þórisson, viðskiptafræðingur og starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, og Úlfar Ágústsson, kaupmaður á Ísafirði og framkvæmdastjóri Siglingadaga. Þá munu þrír sjávarútvegsfræðingar, þau Þórarinn Ólafsson, Guðrún Finnbogadóttir og Einar Hreinsson, lýsa framtíðarmöguleikum í sjávarútvegi á Vestfjörðum út frá fiskeldi, framleiðslu tilbúinna matvæla og frá veiðitæknilegu sjónarmiði.

Loks verður reynt að varpa ljósi á kosti og galla hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu fyrir samfélagið á Vestfjörðum. Þar flytja erindi Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður Ísfirðinga og meistari í Evrópuréttu, og stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann Einarsson og Úlfar Hauksson. Um kvöldið verður svo lokahóf í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað þar sem fjallað verður um sérstöðu Vestfirðinga á léttu nótunum og allri kurteisi sleppt í þjóðrembingnum. Orðið verður laust og eru Vestfirðingar sem aðrir hvattir til að lýsa sérkennum Vestfirðinga bæði til að mæra þá og hæða.

Að ráðstefnunni stendur grasrótarhreyfing ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum sem á það sammerkt að hafa áhuga á þjóðfélagsmálum og hafa margir sem að verkinu koma lagt starfi stjórnmálaflokkanna lið. Þannig er t.d. að finna í framkvæmdanefndinni formenn félaga ungra sjálfstæðismanna, ungra framsóknarmanna og ungra jafnaðarmanna.

thelma@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli