Frétt

bb.is | 15.07.2004 | 06:11Auglýsing fyrir erlent stórfyrirtæki tekin upp við Dynjanda

Dynjandi í Arnarfirði gylltur af kvöldsól.
Dynjandi í Arnarfirði gylltur af kvöldsól.
Sjónvarpsauglýsing fyrir rakvélar frá alþjóðlega raftækjarisanum Philips verður tekin upp við fossinn Dynjanda í Arnarfirði í næstu viku. Kvikmyndafyrirtækið Truenorth í Reykjavík og Eskimo models sjá um að þjónusta erlendu kvikmyndagerðarmennina hér á landi en þekktur breskur leikstjóri, Paul Arden, mun stjórna upptökunum. Leifur Dagfinnsson, hjá Truenorth, segir áætlað að tökur standi í einn dag og munu bæði heimamenn og aðkomnir leika í auglýsingunni.

„Leikstjórinn er mikill Íslandsvinur og þekkir Ísland mjög vel. Þannig vildi hann helst fá alvöru íslenska karaktera og við höfum verið að leita að þeim – það þarf hreistimenni til að standa í fossinum“, segir Leifur. Dynjandi verður aðal myndefnið en Leifur segir leikstjórann hafa séð fossinn á ferð um landið. Til viðbótar verða tekin upp myndskeið víða um heim.

Á undanförnum árum hefur þjónusta við erlenda kvikmyndagerðarmenn verið vaxandi atvinnugrein hér á landi en mest ásókn hefur verið í tökustaði nær höfuðborgarsvæðinu. Eftir því sem næst verður komist hafa Vestfirðir ekki verið nýttir áður sem vettvangur auglýsinga fyrir stóra erlenda aðila. „Það er alveg rétt. Ég er búinn að vera í þessu í 15 ára og man ekki eftir að hafa tekið upp á Vestfjörðum. Þannig er þetta mikið tilhlökunarefni og ég tel að með bættum samgöngum þá geti Vestfirðir orðið að nýrri perlu sem við getum kynnt fyrir útlendingum. Auk greiðra samganga er meginreglan sú að það sé hægt að komast í vandaða gistingu í ekki mikið meira einnar og hálfrar klukkstundar fjarlægð frá tökustað, þó hluti okkar ætli reyndar að gista í tjöldum og njóta Vestfjarðanna til fulls.“

Aðspurður um hvort auglýsingin við Dynjanda geti leitt af sér að fleiri verkefni kæmu til Vestfjarða segir hann það vel geta orðið. Leifur fór um svæðið fyrir skemmstu til að undirbúa myndatökurnar við Dynjanda og segist hafa tekið eftir mörgum áhugaverðum tökustöðum.

„Ísland er mjög þekkt í þessu bransa og margir vilja mynda hérna en það er bara toppurinn af ísjakanum sem kemur. Af öllum þeim tilboðum sem við gerum þá er e.t.v. um 10% sem úr verður kvikmyndatökuverkefni. Þar er svo margt sem spilar inn í en það er þörf á því að kynna fleiri svæði en bara Suðurlandið.“

Aðspurður um hvort yfirvöld á Vestfjörðum geti gert eitthvað til að laða að fleiri kvikmyndatökuverkefni segist hann ekki hafa neinar skyndilausnir á hraðbergi en fjölbreyttara og meira framboð af gistingu skipti miklu máli og eins bættar samgöngur. „Það myndi strax flýta fyrir þróuninni“, sagði Leifur Dagfinnsson.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli