Frétt

bb.is | 14.07.2004 | 16:02Sautján vottorð þarf fyrir veitingaleyfi en tvö til skotvopnasölu

Á Ísafirði eru starfandi nokkrir veitingamenn sem hafa ekki látið bugast af regluverkinu. Mynd: Mats.
Á Ísafirði eru starfandi nokkrir veitingamenn sem hafa ekki látið bugast af regluverkinu. Mynd: Mats.

Til þess að geta selt ferðamönnum veitingar þarf að framvísa allt að sautján ólíkum vottorðum, leyfum og skjölum. Á sama tíma þarf sá sem ætlar að selja skotfæri og skotvopn aðeins að framvísa tveimur vottorðum. Á undanförnum árum hefur þjónusta við ferðamenn aukist mikið á landinu og hafa verið stofnuð ýmis fyrirtæki sem byggja afkomu sína á því. Þetta á ekki síst við um landsbyggðina.

Stjórnmálamenn hafa oft bent á ferðaþjónustuna sem vænlegan möguleika við uppbyggingu atvinnulífs en skyldi umhverfi hins opinbera auðvelda einstaklingum að setja á fót lítinn rekstur þar sem t.d. á að selja ferðamönnum veitingar. Í hugum flestra er það frekar einfalt að setja upp veitingastað og byrja að selja veitingar, hvort sem þær eru í föstu, fljótandi eða andlegu formi. Markaðurinn ráði svo hverjir lifi af og hverjir lognist útaf.

Svo er ekki. Þegar skoðað er hvaða kröfur væntanlegur veitingamaður þarf að uppfylla áður en veitingasala hefst er ekki að undra að mörgum fallist hendur strax í upphafi. Samkvæmt upplýsingum á vefnum logreglan.is þarf í það minnsta sautján vottorð,skjöl og leyfi frá hinum ýmsu stofnunum áður en til álita kemur að veita veitingaleyfi og að viðkomandi veitingamaður geti selt áfengi og tóbak.

Fyrst af öllu þarf Heilbrigðiseftirlit að taka út staðinn sem veitingasalan á að fara fram í og ganga úr skugga um að hann uppfylli ýmsar reglugerðir um hollustuhætti.

Í öðru lagi þar Vinnueftirlitið að staðfesta að vinnustaðurinn standist allar þær reglugerðir sem gerðar eru til slíkra staða.

Í þriðja lagi þarf að leggja fram vottorð úr fyrirtækjaskrá Hagstofu Íslands sem staðsett er í Reykjavík.

Í fjórða lagi þarf vottorð um búsforræði fyrirtækisins. Það fæst hjá Héraðsdómi í hverjum landshluta.

Í fimmta lagi þarf að leggja fram staðfestingu fyrir virðisaukaskattsnúmeri. Sú staðfesting fæst hjá Skattstofu viðkomandi landshluta.

Í sjötta lagi þarf vottorð frá lífeyrissjóðum um skuldastöðu fyrirtækisins. Lífeyrissjóðir starfsmanna geta verið fleiri en einn og fleiri en tveir.

Í sjöunda lagi þarf vottorð frá ríkissjóði um skuldastöðu fyrirtækisins. Það vottorð fæst hjá sýslumönnum í hverju umdæmi.

Í áttunda lagi þarf að liggja fyrir samþykkt byggingafulltrúa sveitarfélagsins á húsnæði veitingasölunnar. Ætli menn að leyfa gestum sínum að njóta veitinga utandyra þarf einnig teikningu þar sem fram kemur stærð útisvæðis og fjöldi borða.

Í níunda lagi þarf umsækjandi að leggja fram sakavottorð sem sótt er um hjá viðkomandi sýslumannsembætti.

Í tíunda lagi þarf búsetuvottorð umsækjenda frá Hagstofu Íslands.

Í ellefta lagi þarf umsækjandi að skila inn forræðisvottorði sem fæst hjá viðkomandi Héraðsdómi.

Í tólfta lagi þarf umsækjandinn persónulega að skila inn vottorði um skuldastöðu við ríkissjóði.

Í þrettánda lagi þarf ábyrgðarmaður rekstursins að skila inn sakavottorði frá viðkomandi sýslumannsembætti.

Í fjórtánda lagi þarf sami ábyrgðarmaður að skila inn vottorði um skuldastöðu við ríkissjóð.

Í fimmtánda lagi þarf vínveitingaleyfi frá viðkomandi sveitarstjórn ætli menn sér að selja vínveitingar sem sjálfsagðar þykja nú á tímum.

Í sextánda lagi þarf tóbakssöluleyfi frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti ætli menn að selja tóbaksvörur.

Í sautjánda lagi þarf svo skemmtanaleyfi frá viðkomandi lögreglustjóra ef auglýsa skal skemmtun.

Ekki skal fullyrt að hér sé allt upp talið sem lítur að rekstri sem þessum. Ekki var heldur gerð tæmandi úttekt á því hvað öll þessi skjöl og leyfi kosta. Því síður hvað það gæti kostað mikinn tíma og fyrirhöfn að afla þeirra. Það er hinsvegar skiljanlegt að einhverjum skuli fallast hendur við þessa upptalningu. Það skal áréttað að öllum þessum gögnum þarf að skila hvort sem um er að ræða nýjan rekstur eða endurnýjun á áratuga gömlu leyfi.

Fyrir þá sem hafa hætt við hugmyndir um að koma upp veitingastað í kjölfar þessarar lesningar má nefna að sá sem vill versla með skotvopn og skotfæri þarf aðeins að framvísa vottorði um að umsækjandi sé skráður í fyrirtækjaskrá og skotvopnaleyfi.

hj@bb.isbb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli