Frétt

bb.is | 14.07.2004 | 13:12Þátttaka á landsmóti á að hafa forgang

Arnar Geir Hinriksson.
Arnar Geir Hinriksson.
Arnar Geir Hinriksson sem keppti á nýliðnu landsmóti ungmennafélaganna er ósáttur við þátttöku aðildarfélaga HSV á mótinu og telur að þátttaka á landsmóti eigi að hafa algjöran forgang. Arnar Geir er mikill íþróttaáhugamaður og hefur fylgst með og keppt í ýmsum íþróttum í áratugi og keppti nú á landsmóti í annað sinn. Töluverð umræða hefur skapast í kjölfar landsmóts ungmennafélaganna á Sauðárkróki vegna fjarveru keppenda í nokkrum íþróttagreinum innan Héraðssambands Vestfirðinga eins og fram kom í frétt bb.is á mánudaginn.

Arnar Geir segir þátttöku á landsmóti vera eitthvað sem aldrei gleymist. „Það á að vera keppikefli allra íþróttamanna að komast til keppni á landsmóti ungmennafélaganna. Þetta eru nokkurs konar ólympíuleikar okkar og við eigum þar af leiðandi að bera virðingu fyrir mótinu. Það olli mér sem félaga í Golfklúbbi Ísafjarðar miklum vonbrigðum að mótanefnd klúbbsins skyldi hafa sett opið mót á sömu helgi og landsmótið var. Dagsetning landsmóts var löngu ákveðin þegar mótaskrá golfklúbbsins var ákveðin og því hefði verið mjög auðvelt að láta þetta falla saman.“

Arnar Geir segir líka mjög hryggilegt að ekki skuli hafa verið hægt að senda sjö menn til keppni í knattspyrnu á vegum HSV. „Það særði mig óskaplega sem knattspyrnuáhugamann. Á síðasta landsmóti kom lið frá Súðavík. Þeir gátu hinsvegar ekki sent lið nú þar sem þeir eru aðilar að HSV og hafa því ekki sjálfdæmi lengur um að senda lið. Þegar lítil samfélög eins og Súðavík geta mannað knattspyrnulið eigum við að geta það líka með reisn. Það er ekki gild afsökun að deildarleikir hafi verið á sama tíma. Nógur mannskapur á að vera og er til staðar fyrir utan meistaraflokk BÍ. Það má heldur ekki rugla saman þátttöku á landsmótinu og þátttöku á unglingalandsmótinu. Það eru tvö aðskilin mót. Það er einnig mitt mat að undirbúningur HSV fyrir landsmótið hafi farið of seint af stað“, segir Arnar Geir.

Skammt er um liðið síðan Héraðssamband Vestfirðinga var stofnað og íþróttahreyfingin á Ísafirði fékk aðgang að landsmótum ungmennafélaganna.

„Í áratugi var það rætt innan íþróttahreyfingarinnar hér um slóðir að fá aðild að ungmennafélagshreyfingunni m.a. til þess að geta sent lið á landsmót og fengið aðgang að því öfluga starfi sem er unnið innan hreyfingarinnar. Nú hefur það sem betur fer tekist og því er það óásættanlegt að aðildarfélög HSV standi sig ekki í stykkinu og sendi sín sterkustu lið þangað til keppni. Annað er óásættanlegt fyrir okkar byggðarlag. Um allt land hefur það verið æðsta takmark íþróttafélaga að standa sig í stigakeppni landsmóts. Við með okkar fjölbreytta íþróttalíf eigum mikla möguleika þar ef rétt er að málum staðið. Nú verða menn því að bretta upp ermar og einsetja sér að láta þetta ekki koma fyrir aftur“, sagði Arnar Geir Hinriksson íþróttaáhugamaður og keppandi á landsmóti.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli