Frétt

| 22.06.2001 | 11:39Ólína Þorvarðardóttir skipuð til fimm ára

Dr. Ólína Þorvarðardóttir, nýskipaður skólameistari Menntaskólans á Ísafirði.
Dr. Ólína Þorvarðardóttir, nýskipaður skólameistari Menntaskólans á Ísafirði.
Menntamálaráðherra skipaði í morgun dr. Ólínu Þorvarðardóttur í embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára og tekur hún við starfinu 1. ágúst af Birni Teitssyni. Ólína hefur að baki víðtæka menntun og langa kennslureynslu, auk þess sem hún hefur unnið við fræðistörf og fréttamennsku. Hún hefur ritað nokkrar bækur og mikinn fjölda fræðigreina, auk þess sem sem hún hefur samið kennsluefni í íslensku fyrir framhaldsskóla. Einnig hefur hún flutt fjölmarga fyrirlestra hérlendis og erlendis.
Ólína Þorvarðardóttir er fjörutíu og tveggja ára, dóttir Magdalenu Thoroddsen og Þorvarðar K. Þorsteinssonar, fyrrum sýslumanns á Ísafirði. Eiginmaður hennar er Sigurður Pétursson sagnfræðingur frá Ísafirði, sonur Hjördísar Hjartardóttur og Péturs Sigurðssonar, forseta Alþýðusambands Vestfjarða. Börn Ólínu og Sigurðar eru fimm: Þorvarður, Saga, Magdalena, Pétur og Andrés Hjörvar.

Ólína lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1979 og BA-prófi í íslensku og heimspeki frá Háskóla Íslands árið 1985. Hún lauk cand. mag. prófi í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum frá Háskóla Íslands árið 1992, stundaði nám í stjórnun við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 1998-99 og lauk doktorsprófi í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum frá Háskóla Íslands árið 2000.

Hún á að baki 10 ára kennslureynslu, lengst af við Háskóla Íslands. Hún hlaut á sínum tíma dóm um lektorshæfi og þar með kennsluréttindi við Háskóla Íslands. Matsnefnd framhaldsskóla lagði til við ráðherra, að hann veitti Ólínu leyfisbréf til kennsluréttinda í framhaldsskólum, samkvæmt ákvæði í lögum frá 1998, enda hefði hún allar forsendur til þess, þegar litið væri til menntunar og reynslu á sviði kennslu og stjórnunar. Í samræmi við álit matsnefndarinnar veitti ráðherra Ólínu síðan slíkt leyfisbréf.

Auk fræðibóka sem Ólína hefur skrifað má nefna að hún ritaði á sínum bókina Bryndís. Lífssaga Bryndísar Schram. Eins og menn vita er Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrsta skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, og gegndi sjálf því embætti um eins árs skeið í fjarveru Jóns Baldvins.

Ólína Þorvarðardóttir er einn af stofnendum Reykjavíkurakademíunnar og hefur undanfarin ár starfað við hana sem sjálfstæður fræðimaður. Allmörg ljóð Ólínu og fleiri skáldverk hafa birst opinberlega og hún hefur ritað fjölda ritdóma sem gagnrýnandi hjá Morgunblaðinu og DV.

Á árunum 1986-90 var Ólína fréttamaður hjá Sjónvarpinu og síðan lengi sjálfstætt starfandi dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu (hljóðvarpi og sjónvarpi). Um skeið var hún forstöðumaður Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands og síðan kynningar- og útgáfustjóri safnsins.

Af félagsstörfum Ólínu má nefna, að á sínum tíma átti hún sæti í Stúdentaráði Háskóla Íslands og var fulltrúi stúdenta í Háskólaráði. Kjörtímabilið 1990-94 var hún borgarfulltrúi í Reykjavík og átti sæti í borgarráði. Hún hefur m.a. átt sæti í stjórnum Dagvistar barna í Reykjavík, Neytendasamtakanna, SVR, Kvæðamannafélagsins Iðunnar og Rannsóknastofnunar um byggðamenningu og verið formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar.

bb.is | 29.09.16 | 14:50 Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með frétt Alþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli