Frétt

bb.is | 07.07.2004 | 09:26Snerpa óttast að Landssíminn grípi til óvandaðra meðala í samkeppninni

Björn Davíðsson.
Björn Davíðsson.

Björn Davíðsson, þróunarstjóri tölvuþjónustunnar Snerpu á Ísafirði, segist óttast að Síminn grípi til óvandaðra meðala í samkeppninni um tölvupóstþjónustu við skip eða sjópóst, eins og hann er gjarnan nefndur. „Það er alveg rétt að okkur hefur fundist þetta. Hingað til höfum við ákveðið að leiða þetta hjá okkur og leyfa mönnum að reyna sig á markaðinum en þegar menn eru farnir að fara frjálslega með staðreyndir er maður tilneyddur til að gera athugasemdir“, segir Björn og vísar til ítarlegrar tilkynningar sem birtist á fréttavefnum skip.is þar sem hann gagnrýnir kynningu Símans á svokölluðum „Sjópósti“.

„Það sem við erum kannski helst smeykir við er að þeir grípi til einhverra bragða í markaðssetningunni í krafti stærðarinnar, t.d. að niðurgreiða símakostnaðinn til þeirra skipa sem eru að kaupa af þeim póstþjónustuna.“ Síminn hefur fleiri tekjuleiðir en Snerpa eða Radiomiðun, samstarfsfyrirtæki þeirra í tölvupóstþjónustu við skip, og því má spyrja hvort Björn óttist samkeppnina við Golíat sem á hlutfallslega minna undir afkomu þessarar þjónustu. Björn segist ekkert hafa athuga við samkeppni meðan hún er á jafnréttisgrundvelli og treystir á að Samkeppnisstofnun standi sig í stykkinu fari mótaðilinn að nota tekjur af annarri starfsemi til að borga hugsanlegt tap af þjónustunni eða markaðssetningu hennar.

Björn segist hins vegar ósáttur við að í kynningu Símans sé látið í það skína að „Sjópóstur Símans“ sé eina tæknilausnin sinnar tegundar sem boðin er hér á landi, nú síðast í þættinum Ísland í bítið á mánudagsmorgun, og jafnframt að um nýjung sé að ræða.

„Við gerðum engar athugasemdir í upphafi þegar málið var kynnt og héldum að þetta væri þekkingarleysi en síðan hafa þeir verið að færa sig upp á skaftið“, segir Björn. „Það sem skiptir máli er að sjómenn þekkja okkur vel. Okkar þjónusta er notuð víða í flotanum og hefur verið í virkri notkun frá árinu 2001 Reynsla af þeirra kerfi er hinsvegar einungis nokkrar vikur“, segir Björn en eins og bb.is greindi frá á sínum tíma var kerfið fyrst sett upp í ísfisktogaranum Páli Pálssyni ÍS þar sem það var til reynslu í eitt ár áður en það fór á almennan markað.

„Nú eru tugir skipa að nota INmobil kerfið okkar, bæði hér við ströndina og eins á fjarlægum slóðum, m.a. um borð í skipum sem Íslendingar gera út fyrir ströndum Máritaníu. Kerfið plumar sig vel og sífellt er verið að bæta við það, enda þekkjum við að menn fylgja framþróuninni vel eftir og gera sífellt meiri kröfur til búnaðarins. Við teljum að okkar þjónusta sé búin að sanna sig“ sagði Björn.

Að undanförnu hafa farið fram lífleg skoðanskipti milli Björns og Þórarins Friðjónssonar, verkefnisstjóra hjá Framtíðarsýn sem er samstarfsaðili Símans, um Sjópóst og sjávarfréttir á fréttavefnum www.skip.is.

kristinn@bb.isbb.is | 26.10.16 | 13:24 Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með frétt Laugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli