Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 01.07.2004 | 16:55Merkasti atburðurinn

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
25. nóvember 1902 og 29. nóvember sama ár eru líklega dagsetningar sem fæstir hafa nokkurn tímann lagt á minnið. Þó marka þær upphaf mestu framfarasóknar í íslenskri atvinnusögu. Hinn 25. nóvember var farin fyrsta reynsluferðin á íslenskum vélbáti, Stanley, um Pollinn á Ísafirði og fjórum dögum síðar fór forvígismaðurinn Árni Gíslason í fyrstu veiðiferðina á vélbáti. Í raun og veru urðu hér algjör þáttaskil. Fram til þessa höfðu Íslendingar sótt sjóinn með svipuðu fyrirkomulagi og frá upphafi Íslandsbyggðar. Menn notuðu segl og árar í meira en þúsund ár. Segja má að þessa vetrardaga á Ísafirði, skömmu fyrir aðventuna árið 1902 hafi vélaöldin hafið innreið sína í íslenskan sjávarútveg.

Það var þessa atburðar sem við minntumst á Ísafirði við afskaplega hátíðlega athöfn hinn 19. júní sl. Fyrir forgöngu Sögufélags Ísafjarðar og að áeggjan Þorsteins Pálssonar fyrrverandi forsætis og sjávarútvegsráðherra hefur nú verið komið fyrir fögru listaverki Svanhildar Sigurðardóttur listamanns, sem hún nefnir Hörpu hafsins. Það er verðugur bautasteinn sem minnir okkur á þau miklu tímamót sem vélvæðing sjávarútvegsins okkar tákna í íslensku sögulegu samhengi. Við minnumst með réttu hinna stóru atburða íslenskri frelsis og stjórnmálasögu á þessu ári. Stofnun lýðveldis á Þingvöllum árið 1944 og tilkoma heimastjórnarinnar 40 árum fyrr verða ekki borin saman við annað. En þegar við lítum til atvinnusögu okkar þá hlýtur upphaf vélvæðingar okkar þýðingarmesta atvinnuvegar að rísa hæst.

Tvíhlóðu sælan vordaginn

Það var örugglega ekki á annarra færi en fullhuga að láta sér detta það í hug að setja vél oní bát vestur á Ísafirði um aldamótin 1900. Þeir Árni Gíslason formaður og Sophus J. Nielsen áttu saman bátinn Stanley og það voru þeir sem ruddu brautina. Vélin var af Möllerupgerð og niðursetninguna annaðist ungur danskur piltur Jessen að nafni. Athyglisvert er hver þetta voru miklir framfaratímar. Ekki bara á stjórnmálasviðinu, heldur ekki síður í atvinnulífinu. Vélvæðingin markaði nýja vegferð og gerði mönnum kleyft að búa til verðmæti langt umfram það sem áður hafði tíðkast. Og með íslensku kappi brugðust menn hratt við er þeim urðu ljósir möguleikarnir sem vélvæðingin opnaði.

Þessu lýsir Árni Gíslason í sinni merku bók Gullkistunni, einstæðri heimild um upphaf mesta framfaraskeiðs á Íslandi. Vorið 1903 gerði hann út vélbát sinn frá Bolungarvík. Fæstir höfðu trú á vélbátum og ýmsir brostu að tiltæki hans.- „Og þegar Árni fór að tvíhlaða sælan vordaginn, með óþreyttan mannskap, meðan aðrir náðu örþreyttir einum róðri, hvarf brosið og við tók ákafi að fara eins að“, segir Ásgeir Jakobsson í Einars sögu Guðfinnssonar. Sjálfur segir Árni Gíslason, að þremur árum eftir að fyrsta bátsvélin kom til landsins hafi allir sexæringar í Bolungarvík verið komnir með vélar, tveggja til fjögurra hestafla. – „Ekkert gat stöðvað þá þungu öldu sem risin var“, sagði hann í bók sinni.

Vélvæðingin kallaði á nýja verkþekkingu

Vélvæðing bátaflotans var ekki bara bylting í sjávarútvegi, heldur einnig í öðrum atvinnuháttum. Jessen hinn 19 ára danski piltur, sem fékk það hlutverk að setja niður fyrstu vélina og kenna Íslendingum á hana setti upp vélsmiðju á Ísafirði, til þess að geta þjónað ört stækkandi vélbátaflota á Vestfjörðum. Var þetta „mótórverkstæði“ hið fyrsta hér á landi.

Vélvæðingin kallaði á nýja verkþekkingu. Vélsmiðjur risu, menn öfluðu sér kunnáttu í meðferð véla og smám saman verð til þekking út um landsins byggðir sem ekki hafði verið til staðar. Menn létu ekki einangrun aftra sér; hlustuðu ekki á úrtöluraddirnar, sem sögðu að slíkri útgerð yrði ekki komið á nema að til staðar væri áður verkkunnátta sem að gagni gæti komið. Á slíkt blésu frumkvöðlarnir. Þeim var það ljóst að til þess að áfram gæti miðað yrðu þeir að brjóta sér leið. Innleiða þekkinguna og skapa hana með reynslu sinni. Þennan hugsunarhátt mættu þeir tileinka sér sem nú sjá ekkert nema vandkvæðin þegar talað er fyrir því að setja upp nýja starfsemi á vegum einkaaðila eða hinna opinberu utan höfuðborgarsvæðisins.

Frá örbirgð til bjargálna

Ótrúlega stutt er síðan að vélvæðingin á Íslandi hófst og við þekkjum mörg hver fólk sem stundaði sjóinn í atvinnuskyni á árabátum. Vélvæðingin hófst tiltölulega seint hér á landi, en menn innleiddu hana af þeim mun meiri krafti. Íslensk athafnaþrá kristallaðist á þessum árum og var forsenda þeirrar lífskjarsóknar á fyrri hluta tuttugustu aldar sem Jón Þorláksson forsætisráðherra kallaði frá örbirgð til bjargálna. Athyglisvert er einnig að þetta voru framfaratímar að öðru leyti í íslenskri þjóðarsögu. Þarna fara að rætast stærstu draumar þjóðarinnar í sjálfstæðismálum, við uppbyggingu félagsstarfs og í annarri uppbyggingu atvinnulífsins. Vélvæðingin í sjávarútvegi hélst því í hendur við stóru framfaraskrefin í íslenskri þjóðarsögu að öðru leyti.

Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli