Frétt

Stakkur 26. tbl. 2004 | 30.06.2004 | 13:46Nýr forseti?

Forsetakosningar fóru fram laugardaginn 26. júní 2004. Hans verður minnst í Íslandssögunni. Þær voru óvenjulegar en niðurstaðan fyrirsjáanleg. Venjulega hefur þjóðin sætt sig möglunarlaust við að forseti sitji áfram eftir tvö kjörtímabil. Annað var uppi á teningnum nú. Innan við 63% kjósenda fóru á kjörstað. Það er umhugsunarvert, enda lakasta kjörsókn í sögu lýðveldisins. Um var að ræða nánast skrípamynd af kosningum. Sitjandi forseti á léttan leik gegn tveimur mjög veikum frambjóðendum. Úr þessum hlutfallslega minnsta hópi kjósenda í nokkrum forsetakosningum skiluðu 27627 kjósendur auðu, nærri 21%, nærri tvöfalt fleiri en kusu hina frambjóðendurna tvo. Þeir fengu samanlagt 11,4% atkvæða. Forsetinn hlaut atkvæði 67,9% þeirra sem kusu eða 42,5% kjósenda á kjörskrá.

Er ólíku að jafna við kosningarnar sem forverinn, Frú Vigdís Finnbogadóttir, tók þátt í eftir tvö kjörtímabil 1988. Þá mættu 72,8% kjósenda á kjörstað. Frú Vigdís hlaut 94,5% atkvæða, sem var ótvíræður sigur hennar miðað við aðstæður. Fyrir viku var sagt hér að þjóðin ætti ekkert val. Með því að skila auðu hefur þjóðin nú sýnt að þau orð voru ekki að fullu marktæk. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og reyndarVestfirðingur, sagði í Fréttablaðinu á kjördegi: ,,Ef við gefum okkur að auðir seðlar verði tíu prósent er ljóst að forsetinn er ekki lengur óumdeilt sameiningartákn.” Stjórnmálafræðiprófessor hefur sett viðmið. Óbreyttur almúginn hlýtur að taka mark á því. Niðurstaðan er ljós. Auðir seðlar reyndust meira en tvöfalt fleiri en umrætt viðmið.

Árið 1988 sagði Svanhildur Halldórsdóttir, að stuðningsmenn Vigdísar vildu líta svo á að þeir sem heima sátu hafi stutt forsetann. Þau ummæli eru eftirtektarverð þegar skoðuð eru viðbrögð núverandi forseta. Hann reynir að sannfæra sjálfan sig og þjóðina um að Morgunblaðið beri ábyrgð á auðu atkvæðunum. Um aðra menn hefði verið sagt að sýn þeirra á raunveruleikann væri skert, að trúa því að frétt í dagblaði hafi áhrif á skoðun nærri 28 þúsund kjósenda á nokkrum klukkustundum. Synjun forsetans á staðfestingu laga er snertu fjölmiðla og eignarhald verður einhvern veginn athyglisverðari á eftir. Fráleitt er að segja að sótt hafi verið að forsetanum. Vill ekki maðurinn sem lofaði þjóð sinni því í áramótaávarpinu að taka þátt í umræðunni um forsetaembættið standa við loforðið og tala skýrar? Hann færist stöðugt undan að svara spurningum sem kjósendur eiga rétt á að fá svör við. Hver verða viðmið hans framvegis þegar hann synjar lögum Alþingis staðfestingar?

Líta verður á slakari kjörsókn og mun betri árangur annars mótframbjóðandans nú en hins eina 1988 og það, að nú streymdi fólk á kjörstað til þess að skila auðu. Það er sögulegt. Niðurstaðan er brestur milli forseta og þjóðar, sem í eðli sínu er íhaldsöm og hefur ætíð sætt sig við sitjandi forseta. Frú Vigdís átti við slaka kjörsókn stuðning 69% þeirra er á kjörskrá stóðu. Í Norðvesturkjördæmi var árangur forsetans skástur.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli