Frétt

mbl.is | 23.06.2004 | 17:16Þögn Veronicu Berlusconi rofin

Ævisaga Veronicu Lario, eiginkonu Silvio Berlusconi er fyrsta sinnar tegundar á Ítalíu. Bókin ku varpa ljósi á einkalíf eins umtalaðasta leiðtoga okkar tíma en leiðir hans og Veronico lágu saman fyrir 25 árum. Það var þá sem Berlusconi féll kylliflatur fyrir hinn ljóshærðu leikkonu og yfirgaf þáverandi eiginkonu sína í kjölfar þess.

Eftir að Berlusconi hóf að taka virkan þátt í stjórnmálum og varð loks forsætisráðherra hvarf eiginkona hans algjörlega úr sviðsljósinu. Áður fyrr var hlutverk forsætisráðherrafrúar á Ítalíu annað en það sem tíðkast meðal leiðtoga eiginkvenna í öðrum löndum. Forsetafrúrnar Hillary Clinton og Cherie Blair, hafa t.d. látið til sín taka á opinberum vettvangi.

Eiginkonur ítalskra stjórnmálaleiðtoga voru harðlega gagnrýndar fyrir hlutleysi sitt af fjölmiðlum og kollegum eiginmanna sinna sem varð til þess að þær urðu sýnilegar á opinberum vettvangi en höfðu sig lítið í frammi. Veronica Berlusconi ákvað hins vegar að hafa sig hvorki í frammi né sjást. Hún hefur aðeins sést einu sinni við hlið eiginmanns síns í opinberum heimsóknum síðastliðin 10. Þá fór hún með eiginmanni sínum til Moskvu og segir höfundi bókarinnar að hún hafi orðið að fara þar sem fólk var farið að halda að hún væri „mállaus.“

Þögn Veronicu hefur matað slúðurdálka dagblaðanna sem keppast við að greina frá hjónabandsvandræðum Berlusconi hjónanna og að þau hafi þurft að leita sér sér hjálpar til hjónabandsráðgjafa.

Vernonica blæs á þessar sögusagnir í ævisögu sinni en segist hafa kosið að halda sig til hlés þar sem hún deili ekki áhuga eiginmanns síns á stjórnmálum. Hún segist einnig aldrei myndu standa í vegi fyrir því að Berlusconi öðlist þann frama sem hann sækist eftir. „Ég held að ég sé hin fullkomna eiginkona fyrir mann eins og Silvio. Hann getur einbeitt sér algjörlega að sér og sínum störfum vitandi að eiginkona hans muni ekki taka því illa þó hann sé löngum stundum í burtu frá fjölskyldunni,“ segir Veronica.

Fyrir síðust kosningar árið 2001 sendi Silvio Berlusconi út 12 milljónir eintaka af ævisöguriti, myndskreyttu með myndum sem gefa hamingjusama ímynd af fjölskyldunni. Þar segist hann njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar þegar stund gefst milli stríða en eiginkona hans hefur aðra sögu að segja. „Silvio talar í símann á öllum matmálstímum, jafnvel á jólunum svarar hann í símann alveg sama hver hringir, hann þagnar aldrei, ekki einu sinni í svefni,“ segir hún.

Þó frú Berlusconi þræti fyrir að það hrikti í stoðum hjónabands þeirra virðast þau hjónin þó eiga fá sameiginleg áhugamál. Þau hafa t.d. ólíkar stjórnmálaskoðanir og lýsti Veronica því yfir í viðtali á síðasta ári að hún væri á móti stríði í Írak, sem eiginmaður hennar studdi. Hún viðurkennir einnig í ævisögu sinni að hafa kosið sósíalistaflokkinn og róttækan vinstriflokk, en ekki flokk forsætisráðherrans, Forza Italia.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli