Frétt

mbl.is | 23.06.2004 | 17:11Konungleg heimsókn frá Noregi

Hákon krónprins Noregs og eiginkona hans Mette-Marit krónprinsessa munu koma í heimsókn hingað til lands í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar hinn 27.-30. júní næstkomandi. Með í för verður dóttir hjónanna Ingrid Alexandra prinsessa og embættismenn frá utanríkisráðuneyti Noregs og konungshöllinni.

Forsetahjónin munu taka á móti gestunum á Bessastöðum síðdegis sunnudaginn 27. júní en í kjölfarið munu krónprinsinn og forseti Íslands ræða við blaðamenn. Um kvöldið verður haldinn kvöldverður forsetahjónanna á Bessastöðum til heiðurs Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu.

Á mánudagsmorgni munu gestirnir heimsækja Þjóðmenningarhúsið þar sem Guðríður Sigurðardóttir forstöðumaður mun taka á móti þeim og dr. Vésteinn Ólason forstöðumaður Árnastofnunar mun fylgja gestunum um handritasýninguna. Þá verður haldið áleiðis til Nesjavalla þar sem Guðmundur Þóroddsson forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður munu taka á móti gestum. Hreinn Frímannsson framleiðslustjóri mun kynna orkuverið og starfssemi Orkuveitunnar. Í hádeginu býður Siv Friðleifsdóttir samstarfsráðherra Norðurlanda til hádegisverðar í Valhöll.

Frá Þingvöllum verður haldið í höfuðstöðvar Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga þar sem Johan Svensson forstjóri og Helgi Þórhallsson aðstoðarforstjóri kynna starfssemi félagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tekur að því loknu á móti hinum konunglegu gestum og forsetahjónum í Reykholti. Eftir gönguferð og kynningu í Snorrastofu og kirkju býður menntamálaráðherra til kvöldverðar.

Dagskrá þriðjudagsins hefst með heimsókn í höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni þar sem dr. Kári Stefánsson forstjóri mun kynna starfssemi fyrirtækisins. Þaðan liggur leiðin í Garðabæ þar sem Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri tekur á gestunum. Krónprinsinn mun opna sýningu á norskri keramiklist í Hönnunarsafninu en að því loknu verður gengið að Hofsstöðum og fornleifarnar skoðaðar undir leiðsögn Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings. Heimsókn gestanna til Garðabæjar lýkur í tónlistarskóla Garðabæjar með hádegisverði bæjarstjórnar til heiðurs Hákoni og Mette-Marit.

Síðdegis verður haldið til Siglufjarðar þar sem dagskrá hefst með móttökuathöfn á Siglufjarðarflugvelli. Á Ráðhústorgi taka bæjarbúar á móti gestum og gengið verður um bæinn undir leiðsögn Guðnýjar Pálsdóttur forseta bæjarstjórnar og Sivjar Friðleifsdóttur, sem á ættir að rekja til Siglufjarðar.

Í íþróttahúsi Siglufjarðar skoða gestir sýningu á bátalíkönum Gríms Karlssonar undir leiðsögn listasmiðsins og halda þaðan í Síldarminjasafnið þar sem Örlygur Kristfinnsson safnstjóri kynnir safnið og býður gestum að bragða á síldarréttum. Heimsókninni lýkur með vígsluræðu Hákons krónprins í Bátahúsinu, glæsilegri viðbót við Síldarminjasafnið.

Að kvöldi þriðjudags heimsækja gestirnir Norræna húsið þar sem Gro Kraft forstjóri tekur á móti þeim og kynnir þeim starfssemi hússins. Í kjölfarið fylgir móttaka krónprinshjónanna fyrir félaga í Normannslaget. Dagskránni lýkur með tónleikum á Nasa þar sem tríó jassleikarans Ola Kvernberg leikur. Krónprinshjónin halda síðan heimleiðis að morgni miðvikudagsins 30. júní.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli