Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 21.06.2004 | 13:17Átök – enn eina ferðina

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Málefni dagabáta komu til umræðu á Alþingi í vor eins og búast mátti við. Mönnum var ljóst að sú óvissa sem grúfði yfir veiðikerfi þeirra gat ekki gengið. Á því máli þurfti að taka. Viðræður höfðu staðið yfir á milli Landssambands smábátaeigenda og sjávarútvegsráðherra um málin. Þær gáfu fyrirheit um að hægt yrði að ljúka málinu í samkomulagi, sem fæli í sér svo kallað gólf í dagakerfið, en að jafnframt yrðu innleiddar strangar sóknartakmarkanir. Þar með yrði skapaður þekktur rammi um rekstrarumhverfi þessara báta en einnig komið í veg fyrir að þeir ykju sóknargetu sína.

Á sama tíma og þetta var, lýsti all nokkur hópur smábátaeigenda yfir vilja sínum til þess að hverfa frá sóknarstýringu við veiðarnar og að tekinn yrði upp kvóti við veiðistjórnunina. Þessi staða gerði það að verkum að sjávarútvegsráðherra afréð að leggja fram frumvarp sem fól í sér val á milli þessara kosta. Viðbrögð smábátaútgerðarinnar voru almennt þau að val væri í sjálfu sér ekki alslæmur kostur. Hins vegar yrði að tryggja að þessu vali væri stillt upp á sanngirnisgrunni. Þetta var líka það sjónarmið sem ég setti fram í ræðu minni við fyrstu umræðu málsins á Alþingi.

Pólitískt mat
Við vinnslu málsins á Alþingi var það pólitískt mat okkar margra sem höfðum talað fyrir sóknarstýringu við veiðar smábátanna, að ekki væru nú forsendur til staðar til þess að verja öflugt og þróttmikið sóknarkerfi. Og á fundi sjávarútvegsnefndar Alþingis kom það fram að sameiginleg niðurstaða Landssambands smábátaeigenda og sjávarútvegsráðuneytisins væri að semja um að dagabátarnir færu yfir í krókaflamark, sem er það veiðikerfi sem lang stærsti hluti smábátaflotans byggi við. Var frá því gengið að veiðiréttur þeirra væri nálægt 90 prósentum af veiði síðasta árs, sérstakur aðlögunartími veittur nýjustu bátnum og aðrar ráðstafanir gerðar í þeirra þágu. Nauðsynlegt er hins vegar að árétta að veiðar dagabátanna á aðlögunartímanum skapa ekki nýjan veiðirétt. Kvótinn tekur mið af stöðu þeirra núna.

Var ekki meirihluti?
Menn hafa spurt mig nú – og slíkar spurningar hafa verið lagðar fram við önnur tækifæri – hvort ekki hefði verið hægt að taka saman höndum með þeim sem vildu sóknarkerfi, hvort sem menn störfuðu í stjórn og stjórnarandstöðu? Því er skemmst til að svara, að tveir stjórnarandstæðingar höfðu lagt fram frumvarp um að setja gólf í daga. Það frumvarp var þó hvorki fugl né fiskur. Þar var í engu kveðið á um stýringu á sóknarmætti flotans, sem í mínum huga var algjör forsenda þess að hægt væri að ræða um gólfið. Það sást líka í þinginu hvílíka vantrú stjórnarandstæðingar sjálfir höfðu á þessari leið að þeir lögðu fram breytingartillögur við meðferð þingmáls sjávarútvegsráðherra sem var ekki í nokkru samræmi við fyrri tillögur um gólf í dagakerfið. Eins og bent var á í umræðum á Alþingi voru hinar nýju tillögur stjórnarandstæðinga síst af öllu fallnar til þess að festa dagakerfi í sessi. Það var því greinilega um tómt mál að tala að taka saman höndum við stjórnarandstæðinga nú; ekki frekar en þegar verið var að fjalla um þorskaflahámarkið, eða línuívilnuna.

Athyglisvert var það einnig þegar frumvarpið var borið upp í heild sinni við lokaafgreiðslu þess, þá greiddu aðeins þingmenn Frjálslyndra atkvæði gegn því. Í því sambandi er nauðsynlegt að árétta að hér var um að ræða lokaafgreiðslu málsins; afgreiðsluna þegar menn taka afstöðu til hinna nýju væntanlegu laga í heild. Sú atkvæðagreiðsla segir því mikla sögu um afstöðu manna til lagasetningarinnar, eins og hún lítur út í sinni endanlegu mynd.

Áhrifin á aflamarksskipin
Margir sjómenn og útgerðarmenn sem starfa í aflamarkskerfi eru ákaflega gagnrýnir á þá niðurstöðu sem fékkst varðandi smábátana. Benda þeir á að fiskveiðiréttur smábátanna sé alltof ríkulega skammtaður og hafa neikvæð áhrif á kvóta annarra, ekki síst núna þegar svo hörmulega tekst til að skerfa þarf niður þorskkvótann. Það er rétt að fiskveiðiréttur dagabátanna verður umtalsverður í krókaflamarkinu og veldur því að heildartekjur bátanna munu væntanlega lítt breytast ( sumir segja reyndar að þær muni aukast). Á hitt ber hins vegar að líta að þessir bátar höfðu fiskað verulega umfram það heildarmagn sem þeim var áætlað. Fulltrúar Hafrannsóknarstofnunar sögðu á fundum sjávarútvegsnefndar Alþingis að slík umframkeyrsla hefði áhrif á ráðleggingar stofnunarinnar um heildaraflamark næsta árs á eftir. Það má því ætla að þó dagakerfið hafi ekki beinlínis skert aflahlutdeild aflamarksskipanna þá hafi það leitt til lægri úthlutaðra heildarkvóta. Því ætti þessi skipulagsbreyting á fiskveiðistjórnun hluta smábátaflotans, ekki að hafa umtalsverð áhrif amk., á fiskveiðimöguleika aflamarksflotans.

Vekja má athygli á því að fulltrúar allra sjómannasamtakanna og LÍÚ voru mjög óánægðir með það að bátar á sóknarkerfi væru að veiða umfram það sem þeim væri áætlað. Kom þetta skýrt fram er þeir komu fyrir sjávarútvegsnefnd Alþingis í tengslum við það frumvarp sem hér hefur verið gert að umtalsefni.

Aldrei sátt
Það er enginn vafi á því að lagasetningin frá því í vor var umdeilanleg. Um hana var heldur engin sátt. Þetta er því miður hins vegar ætíð veruleikinn þegar verið er að fást við fiskveiðistjórnunarmálin. Hagsmunirnir eru misjafnir, viðhorfin margbreytileg og sú blákalda staðreynd að við erum að fást við leikreglur varðandi sókn í takmarkaða auðlind gerir það sennilega að verkum að menn verða sennilega aldrei sáttir í umræðum um þetta viðfangsefni.

Einar K. Guðfinnsson er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og situr í sjávarútvegsnefnd Alþingis.


bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli