Frétt

bb.is | 18.06.2004 | 08:47Fjölmenni við hátíðarhöld á Hrafnseyri

Gestir nutu fróðleiks, skemmtunar og veðurblíðu á Hrafnseyri á þjóðhátíðardaginn. Mynd: Hlynur Þór Magnússon.
Gestir nutu fróðleiks, skemmtunar og veðurblíðu á Hrafnseyri á þjóðhátíðardaginn. Mynd: Hlynur Þór Magnússon.
Fjölmenni var viðstatt hátíðarsamkomu þjóðhátíðardagsins á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hátíðin hófst með guðsþjónustu þar sem sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir sóknarprestur messaði en sr. Skúli Ólafsson predikaði. Í ræðu sinni vék sr. Skúli að íslenskri kirkjusögu og þá sérstaklega að störfum Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups. Brynjólfur biskup var upphafsmaður að reglubundnum prestastefnum á Íslandi og gekkst fyrir hinni fyrstu þeirra í Garpsdal í Austur-Barðastrandarsýslu fljótlega eftir að hann tók við biskupsembætti ungur maður.

Þess má geta, að í september á næsta ári eru liðin 400 ár frá því að Brynjólfur fæddist í Holti í Önundarfirði og má vænta þess að hins mikla kirkjuhöfðingja verði minnst með veglegum hætti á Vestfjörðum og á landsvísu af því tilefni. Sr. Skúli vinnur um þessar mundir að rannsóknum á sögu íslenskrar kirkju og þó einkum prestastefnum og studdist við þær rannsóknir í ræðu sinni.

Ekki komust allir hátíðargestir fyrir í minningarkapellu Jóns Sigurðssonar og hlýddi því hluti gesta á messuna úr hátölurum sem komið hafði verið fyrir á pallinum við burstabæinn. Að messu lokinni héldu hátíðarhöldin áfram utandyra. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, flutti hátíðarræðu úr ræðustól í Bælisbrekku. Hann rökstuddi þá skoðun sína að Jón Sigurðsson væri ekki aðeins fyrsti raunverulegi sagnfræðingur og fyrsti hagfræðingur Íslendinga, heldur einnig fyrsti stjórnmálafræðingurinn sem Íslendingar eignuðust. Ólafur rakti ýmis dæmi þess hversu framsýnn maður Jón forseti var í þeim efnum, hve vel hann fylgdist með því nýjasta í þeim fræðum og hve vísindaleg vinnubrögð hans voru.

Davíð Ólafsson bassasöngvari flutti síðan nokkur lög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Eftir sönginn nutu gestir kaffiveitinga í boði Hrafnseyrarnefndar. Jafnframt var opnuð sölusýning á myndverkum hins landskunna ljósmyndara Rafns Hafnfjörð, en sýningin verður uppi á Hrafnseyri í allt sumar.

Hátíðargestir nutu veðurblíðunnar um leið og þeir fylgdust með hátíðinni.

hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli