Frétt

Stakkur 24. tbl. 2004 | 16.06.2004 | 11:38Þjóðhátíðardagurinn

Hann vekur ákveðnar hugrenningar hátíðardagur íslensku þjóðarinnar, 17. júní ár hvert. Frelsishetjan Jón Sigurðsson fæddist þann dag 1811 á Hrafnseyri. Aðeins sjö ár eru þar til að haldið verður hátíðlegt tveggja alda afmæli hans. Vonandi verður það með veglegum hætti og þjóðin laus við deilur forsvarsmanna sinna, er hún hefur reyndar valið sjálf hverju sinni. Nú er aðeins einn dagur til þess að 60 ár eru liðin frá því lýðveldi var upp tekið á Íslandi. Þá er svo komið að deilur hafa sjaldan verið meiri um stjórnskipun þess. Forseti lýðveldisins ákvað að synja lögum samþykktum af löglega kjörnu Alþingi staðfestingar, reyndar að liðnum framboðsfresti til embættis þjóðhöfðingja. Sýnist sitt hverjum um þá ákvörðun. Fræðimenn deila. Þjóðin skiptist í fylkingar með og á móti líkt og knattspyrnuleikur væri.

Stofnun lýðveldis var merkisatburður, þó ekki eins merkur og að fá sjálfstæði 1. desember 1918. Eftir 14 ár verður sjálfstjórnin aldargömul og þá verður tilheyrandi hátíð, vonandi með friði og spekt. Á morgun keppast háir sem lágir við að minnast stofnunar lýðveldis. Við hæfi er að líta um öxl. Íslendingar sögðu skilið við danska konunginn í heimsstyrjöldinni. Forseti var kjörinn í hans stað á Alþingi á Þingvöllum. Sá er kjörið hlaut hafði gegnt embætti ríkisstjóra um þriggja ára skeið vegna forfalla konungs, sem ómögulegt var í hersetinni Danmörku að gegna skyldum þjóðhöfðingja Íslendinga. Nokkrar deilur voru meðal stjórnmálmanna um það hvort svo mjög lægi á að slíta konungssambandinu. Þjóðin átti valið og valdi þann kostinn. Forsetakjör hafa verið árin 1952, 1968, 1980, 1988 og 1996. Aðeins tvisvar hafa forsetar hlotið hreinan meirihluta atkvæða. Árið 1968 voru tveir í framboði. Kristján Eldjárn hlaut afgerandi stuðning í embætti. Hann lagði áherslu á að vera ópólitískur í störfum sínum. Tuttugu árum síðar var í fyrsta sinn boðið fram gegn sitjandi forseta. Vigdís Finnbogadóttir hlaut yfirburðakjör í það sinn. Kjörsókn var nokkru minni en áður.

Þjóðinni hefur miðað áfram á lýðveldistímanum, þótt stundum hafi gengið miður en nú. Núverandi forseti var fjármálaráðherra árin 1988 til 1991 og skorti nokkuð á stöðugleika þá miðað við það sem verið hefur í rúman áratug. Hann hefur nú kosið að varpa fyrir róða viðurkenndum sjónarmiðum forvera sinna. Þegar losað er um íhaldsemi, sem mörgum þykir þó nauðsynleg til að halda festu, er við hæfi að að velta fyrir sér hvort ekki sé tímabært að breyta uppáhaldi þjóðhátíðardags frá því sem nú er og taka aftur upp 1. desember. Kostirnir eru ýmsir. Að sumrinu eru margir í orlofi og þess vegna hentara að hafa hátíðina í svartasta skammdeginu til upplyftingar og gleði. Að sumri freistast þjóðin til þess að efna til útihátíðar, er vegna legu landsins og veðurfars fýkur stundum út í veður og vind eða hreinlega rignir niður. Blöðrur og fánar barnanna fjúka og rifna. Að vetrinum geta menn komið saman og fræðimenn rifjað upp og rætt um sögu og skýringar á einstökum viðburðum. Frí geta menn fengið eftir sem áður 17. júní og ráðstafað því að vild, inni eða úti. Tímabært má teljast að stefna að því að forseti hverju sinni hafi hreinan meirihluta kjósenda að baki sér, eins og ríkisstjórnir hafa undantekningalítið haft í sögunni. Gleðilega þjóðhátíð.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli